Tölvumál - 01.01.1991, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.01.1991, Qupperneq 19
Janúar 1991 Með tilkomu CCI kerfisins hófst hið raunverulega bókaumbrot. Umbrot á staðlaðri 500 síðna bók fer þannig fram í dag að umbrotsmaður skilgreinir í grófum dráttum þær reglur sem umbrotsforritið á að fylgja við umbrot bókarinnar og setur það síðan af stað. Útkoman úr því er umbrotin bók þar sem forritið skilar frá sér tilbúnum 500 blaðsíðum. Jafnframt því sem CCI kerfið var tekið í notkun, jókst það til muna að rithöfundar og bóka- forlög færu að skila ritverkum sínum á tölvutæku formi sem þeir settu í eigin tölvum og fækkaði því jafnt og þétt því fólki sem Oddi hafði á sínum snærum til setningar texta á IBM PC tölvurnar. IBM PC tölvurnar 10 skiluðu sér þá heim hver á fætur annarri og hlóðust upp. Textamagnið sem í gegnum prentsmiðjuna fór jókst því jafnt og þétt og ekki leið á löngu þar til það hafði margfaldast frá því sem hafði verið á Linotype kerfínu. Á árunum eftir 1986 fjölgaði XT/AT vélum í Odda en þá fóru menn að taka þær í notkun til almennra skrifstofustarfa með ritvinnslum og töflureiknum. Á sama tíma var fyrsti punktaprentarinn keyptur og leysti hann af FACIT gæða- letursprentarann. Notkun FACIT prentarans lagðist þó ekki niður fyrrenl989. Fyrsta Macintosh tölvan sem prentsmiðjan eignaðist um 1988 var Macintosh II með einu 800K diskettudrifi, 2Mb innra minni og 40Mb hörðum diski og þar með var fyrsta músin íOdda tekin í notkun. Með henni fylgdi Apple Laserwriter Plus. Macintosh tölvan var fyrst og fremst keypt til þjónustu fyrir þá viðskiptavini sem skráðu ritverk sín á Macintosh vélum og því fyrst í stað mest notuð sem milliliður til að færa texta yfir á PC vél og þaðan inn á CCI setningarkerfið. Á svipuðum tíma komust í almenna notkun ritvinnslur og umbrotsforrit á PC og Macintosh vélum sem skiluðu tilbúnum blaðsíðum til prentunar og þau þeirra sem buðu upp á PostScript úttak, var hægt að nota til að prenta tilbúnar blaðsíður út á Linotronic 300 laser setningar- tölvuna í gegn um RIP sem við hana var tengdur. Oddi fylgdi þessari þróun og í dag eru 3 Macintosh vélar í notkun í fyrirtækinu. Ein þeirra er eingöngu notuð til sendingar á skjölum úr ritvinnslu og umbrots- forritum í gegn um RIP yfír á Linotronic 300 laser setningar- tölvuna. Hinar tvær eru í samfelldri notkun við umbrot og hönnun. Rúmlega ári eftir að CCI kerfið kom til sögunnar, var bætt við það tveimur Unix vinnustöðvum þar sem tímaritaumbrot o.fl. fer fram í dag. Umbrotsmaður notar þá mús til uppsetningar og skilgreininga. Eins og áður segir, fjölgaði XT og AT tölvum jafnt og þétt á árunum eftir 1986, og var sú stefha mörkuð að í stað þess að kaupa sérstaka IBM skjái til að tengja IBM System/36 bókhalds- tölvunni, voru keyptar XT eða AT vélar sem tengdar voru henni með hermispjaldi. Þessar tölvur mátti þá jafht nota við vinnslu á System/36 og í ritvinnslur, töflureikna eða önnur forrit undir DOS stýrikerfínu. í ársbyrjun 1989 var fjöldi PC/ XT/AT tölva kominn á annan tug og umsjónarvinna var orðin gífurleg. Ég heyrði fyrir skömmu snaggaralega úttekt á því hvort þörf væri á nettengingu einkatölva fyrirtækisins eða ekki. Sú ákvörðun skal samkvæmt því tekin eftir að einni spurningu hefur verið svarað. Spurningin er: Hefur þú einhvern tíma, sem Við nettenginguna myndaðist aftur grundvöllur fyrir notkun þeirra 10 IBM PC véla sem fyrst voru keyptar umsjónarmaður einkatölva fyrir- tækisins, lent í því að setjast við aðra einkatölvu en þfha og komist að því að forritin eða gögnin sem þú ætlaðir að fara að nota eru ekki á þeirri tölvu, heldur bara á þinni eigin? Ef svarið við þessari spurningu er já, þá er þörf á því að nettengja einkatölvur fyrir- tækisins! Ekkert skal fullyrt um almennt gildi þessarar staðhæfmgar en engu að síður átti hún stóran þátt í því að um mitt ár 1989 var sett upp Ethernet netkerfi í Odda sem tengdi saman allar PC, XT og AT tölvur fyrirtækisins. Netið keyrði undir Novell Netware. Netstjórinn er 25 MHz 386 vél með 4Mb innra minni og 330 Mb diskrými. Við nettenginguna myndaðist aftur grundvöllur fyrir notkun þeirra 10 IBM PC véla sem fyrst voru keyptar og voru þær sem enn voru í lagi dubbaðar upp, stækkaðar í innra minni upp í 640K og tengdar netinu. í dag eru 27 PC/XT/AT og 386 tölvur tengdar við netið og enn stendur til að fjölga þeim eitthvað, ásamtþví að tengja einnig netinu þær 3 Macintosh vélar sem fyrir eru í Odda. Eftír að netið hafði verið keyrt í eitt ár kom í ljós að það 330 Mb diskpláss sem not- endur höfðu sameiginlegan að- gang að, reyndist of lítið og nú stendur til að stækka það um 600 Mb. 19- Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.