Tölvumál - 01.01.1991, Qupperneq 13

Tölvumál - 01.01.1991, Qupperneq 13
Janúar 1991 Það að setja gögnin fram á þennan hátt gerir hvert spjald mjög skiljanlegt. Og setji maður saman síðu, sem inniheldur margar vémyndir (íkona), þá fæst pláss fyrir fleiri spjöld á síðunni en ef um bókstafi væri að ræða. Vegna þess að hvert spjald er mun skiljanlegra á þessu formi, þá er hægt að fá heildarmynd af miklu- gagnamagni á þennan hátt. Við náum sem sagt að túlka gögnin hrá og fá samt yfirsýn. Þetta kallar Cole "Cooporating computation", þ.e. samvinnu milli tölvu og manns. Hugmyndin er að láta tölvuna umbreyta gögnunum þannig að við getum notað okkar háþróaða sjónskyn til að "flytja" þau inn í heilann á okkur. Þ.e. tölvan breytir gögnum í táknrænt myndmál. Síðan vinnum við úr þeim með svipuðum aðferðum og við vinnum úr gögnum sem berast okkur í daglegu lífi. T.d. þegar við keyrum bfl. í stað þess að tölvan meti gögnin og segi okkur niðurstöðuna, þá notum við okkar eigin "fattara", sem er ennþá fúllkomnari en tölvunnar. Tölvangerirþaðsem hún er fljót að gera og við sköpum á þennan hátt samvinnu milli manns og tölvu. Þróun á íslandi Hjarni hf hefur unnið að þróun þessara hugmynda hér á Iandi. í upphafi var ákveðið að prófa hugmyndina við framsetningu gagna í ungbarnaeftirliti. Stungið var upp á þessu sem lokaverkeftii við Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands. Fjórir nemendur völdu að vinna verkefnið og skiluðu þeir því mjög vel. Þessi samvinna tókst ágætlega og mæli ég með þvf að fyrirtæki hafi samvinnu við skólana á þennan hátt. Haldið var áfram með verkið og er nú komið að því að prófa það við ungbarnaeftirlit á Heilsu- gæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði. Rannsóknaráð ríkisins hefur styrkt verkefnið. íslenska auglýsingastofan aðstoðaði okkur mikið við hönnun vémyndanna (íkonanna). Næsta skref hjá okkur verður þróun á alhliða forriti sem auðveldar myndræna fram- setningu á mismunandi gagna- grunnum. Verið er að vinna að undirbúningi þessa verks núna og ef einhver hefur áhuga á að taka þátt f því, er hægt að hafa samband við höfund þessara lína. Samhliðaþvffer ígang rannsókn áþvíhvernig myndhlutarnir eigi að líta út fyrir mismunandi gögn og notendur. Mikilvægt er að notuð séu tákn sem eru í samhengi við eðli breytunnar, þannig að um myndrænt samhengi sé að rseða. Þessar rannsóknir byggjast á samstarfi manna með ólíka sérþekkingu, svo sem á sviði málfræði, skynjunar og heila- starfsemi, vinnusálfræði, tölvunarfræði og grafískrar hönnunar. Stefnt er að því að fá verkefnið viðurkennt sem EUREKA verkefni og vinna sem mest af þvf á íslandi. Gagnsemi aðferðarinnar verður mest fyrir þá sem þurfa að draga saman upplýsingar úr mjög stórum gagnagrunnum. Er þar helst um að ræða ýmis stór fyrirtæki svo sem banka og tryggingafélög, en einnig ýmsar stofnanir. Aðferðin kemur ekki í stað hefðbundinna aðferða, sem beita tölfræði og skýrslum, en hún leyfir yfirsýn sem áður var ómöguleg. Hjarni hf er nú í samvinnu við William Cole og fleiri erlenda og innlenda aðila um þróun á þessari hugmynd. Efþessiþróun leiðir til þess árangurs sem við vonumst til, þá er mögulegt að tölvukerfi sem nota myndrænt táknmál, verði mikilvægur þáttur f því hvernig unnið verður með tölvur f framtíðinni. íslendingar hafa áður reynt að vera í framlínu í þróun hugbúnaðar. Það er erfitt og oftast hættulegt fjárhagslega. En það er bæði spennandi og skemmtilegt og ég tel að við eigum að halda áfram að reyna, því að í framtíðinni verður útflutningur á íslensku hugviti að vera einn af hornsteinum atvinnulffsins. 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.