Tölvumál - 01.01.1991, Page 9

Tölvumál - 01.01.1991, Page 9
Janúar 1991 Stundum er reynt að nota prufuverkefni við samanburðinn. Reynt er að vinna nokkur ólík prufuverkefni á þær vélar sem bera á saman til að gera afkastamælingar. Þetta krefst mikils undirbúnings og er mjög kostnaðarsamt og niðurstöðurnar oft óöruggar og jafnvel vafasamar. MIPS er gagnslaus viðmiðun nema milli véla sem eru nauðalíkar að allri gerð Ein gerð verkefnis getur komið mjög vel út í einni vél en illa í annarri. Sú vinna sem er lögð í undirbúning og í að laga vélbúnað og stýrikerfi að prufuverkefninu getur skipt sköpum. Það má fullyrða að slíkur samanburður er ekki á færi nema stórra fyrirtækja og oftast eru það tölvuframleiðendur sem gera þetta. Fyrir nokkru var ég að lesa dæmi um slíkan samanburð, þar sem tvær vélar voru bornar saman. Önnur kom mjög illa út. Fram- leiðendur hennar lögðu þá hausinn í bleyti og aðlöguðu vél- og hugbúnað betur að prufuverk- efninu og útkoman varð sú, að hægt var að leysa verkið betur með 1/4 þess vélbúnaðar sem fyrst var notaður. Hvað er stórtölva? Er það tölva sem er meir en 180 cm á hæð eða er það tölva sem vegur meira en 1 tonn? Stórtölva er kannski afctætt hugtak og það sem var stórtölva í afköstum fyrir 3 árum er meðaltölva í dag og bara lítil eftir önnur 3 ár. En það sem oft er átt við þegar talað er um stórtölvur eða "mainframe" er að tölvan sjálf er sjálfstæð eining. Fjöldi sérhæfðra gjörva (processora) er í vélinni - t.d. fyrir inntak/úttak. Við köllum þetta kanala eða boðrásir. Við boðrásirnar eru tengd stýritœki, sem eru sérhæfðar tölvur, og síðan eru jaðartæki s.s. diskar, segulbandastöðvar, prentarar, skjáir o.fl. o.fl. tengd við stýri- tækin, sem sjá um stjórnun jaðartækjanna. Þetta þýðir að aðalgjörvi eða gjörvar stórtölvunnar þurfa ekki að hugsa um alls kyns atriði eins og t.d. að lesa af diski eða skrifa út á prentara, stjóma fjarvinnslu, taka við boðum og senda upplýsingar um fjarvinnslunetið. Stýritækin/tölvurnar sj á um það. Smátölvur eru hins vegar oftast með jaðartækin beintengd og stýringar fyrir þau innbyggðar eða jafnvel einnig með diska, bandstöðvar og disklingastöðvar innbyggðar. Stórtölvan þarf því ekki að eyða dýrmætum MlPS-um í aðgerðir sem örgjörvi smátölvunnar verður að sjá um. Ef við höldum okkur við íslenskt umhverfí þá væri þessi samstæða með 200 fjarvinnslulínum og 3000 notendum, diskarými um 100 Gigabæti, allmargar bandstöðvar og snældustöðvar ásamt prenturum sem geta prentað 20000 línur á mínútu o.fl. o.fl. Flutningshraði milli CPU og stýritækja er 4,5 - 10 MByte á sekúndu, pr. kanaltengingu, fyrir hverja boðrás en þær eru oft í kringum 32 f svona umhverfi. Til þess að ná fullum afköstum og fullri nýtingu þarf þessi búnaður að vera í jafnvægi. Hverjir eru kostir stórtölvuumhverfis? í fyrsta lagi eru stórtölvur eina leiðintil að samtengjastóranhóp notenda. Öryggi stórtölvu er margfalt á við ET eða smátölvu. Það á bæði við um vélbúnað, stýrikerfi og önnur kerfi. Vélbúnaður er afar vandaður og bilar sjaldan og jafvel þó eitthvað bili er líklegt að vinnsla geti haldið áfram án erfíðleika. Stýrikerfin eru hönnuð til að þola alls kyns villur í almennum forritum og til að halda gögnum réttum þó vinnsla fari úrskeiðis. Þetta þýðir að uppitími er mikill og öryggi gagna mikið. Oftast eru gerðar kröfur um 99,7% - 99,8% uppitíma og stefnt að 100%. Öryggi gagna felst bæði f þvf að þau glatist ekki og eins hinu að óviðkomandi aðilar komist ekki í upplýsingar, - að þeir einir geti lesið gögn og uppfært gögn sem til þess hafa heimild. Slík öryggiskerfi eru mjög fullkomin í stórtölvu- umhverfinu. Allt þetta er afar mikilvægt í umhvérfi þar sem mikill fjöldi notenda og viðskiptavina treystir á aðgang að mikilvægum upplýsingum og kerfum. Stýri- kerfí stórtölvanna eru líka mjög öflug að því leyti að þau nýta Stórtölvan þarf ekki að eyða dýrmætum MIPS- um f aðgerðir sem örgjörvi smátölvunnar verður að sjá um vélbúnaðinn mjög vel og það telst EÐLILEGT að gjörvar (CPU) stórtölvu séu nýttir 90- 100%. Einn af mikilvægustu þáttunum í rekstri stórtölvu- umhverfis eru tölvunet og 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.