Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 8
Janúar1991 Geta einmenningstölvur komið í staðinn fyrir stórtölvur? (Hér er stuðst við erindi sem var flutt á ráðstefnu Skýrslutœknifélags íslands 7. desember 1990.) Hjálmtýr Guðmundsson, kerfisfræðingur hjá IBM á íslandi Hér á eftir verður íjallað um stórtölvur og hvort einmennings- tölvur geti komið í stað þeirra. Helstu atriðin sem ég ætla að koma inn á eru þessi: * Samanburður á tölvum og afköstum þeirra. * Hvað telst stórtölva og hvað eru þær í raun stórar. ' * Hverjir eru helstu kostir stórtölvuumhverfis og á hvaða sviði eru þær sterkastar. * Hvemig verður verkaskipting milli stórtölva og ET eða munu aðrar ryðja hinum af markaðnum? Samanburður á tölvum og afköstum þeirra - MIPS Það er skemmst frá því að segja að slfkur samanburður er afar erfiður því við erum oft að reyna að bera saman ólíka hluti sem henta mismunandi umhverfi. Mig langar að taka dæmi um slíkan samanburð úr öðru umhverfi. Við þurfum að setja nýjan mótor íhjólaskóflu. Hvaða vél (mótor) eigum við að velja? Við getum valið um flórar gerðir véla: Japanska bflvél með mikinn snúningshraða, ameríska bflvél, sænska vörubflsvél og skipsvél. Eigum við að taka þessa sem hefúr mestan snúningshraða? Eða erum við á villigötum ef við notum hann sem viðmiðun? Væru hestöfl betri? Hvernig á þá að mæla hestöflin? í þessu einfalda dæmi gætum við fljótt útilokað 3 vélanna út frá ýmsu öðru sem við vitum s.s. stærð og þyngd, og þar með kemur aðeins ein þessara fjögurra til greina - og jafnvel ekki víst að hún henti. Hvað kemur þetta tölvum við? Jú, við reynum oft að bera þær saman með því að tala um einskonar snúningshraða þeirra sem kallast t.d. MIPS en MIPS er gagnslaus viðmiðun nema milli véla sem eru nauðalíkar að allri gerð. Þess vegna er stundum sagt að MIPS sem á að standa fýrir "Millions of Instructions Per Second" eða milljónir skipana á sekúndu standi fyrir "Misleading Indicator of Processor Speed" sem útleggst - villandi viðmiðunartölur um tölvuhraða. Við skulum taka annað dæmi: Berum saman þrjár vélar, einmenningstölvu, RISC vél og stórtölvu af meðalstærð á borð við þær sem eru í Rb og SKÝRR. Samkvæmt "áreiðanlegum MIPS tölum" úr þekktum tölvublöðum er meðal PS eða PC vél 2-5 MIPS, og kostar 300.000 til 500.000 kr. og 10 slíkar eru þá 40 MIPS. RISC vélin er um 40 MIPS, segjum hún kosti 10 milljónir króna og geti haft yfir 100 notendur og stórtölvan sem miðað er við líka um 40 MIPS (Computer Economics) og kosti 300 milljónir og anni 3000 notendum. Verðmismunurinn er samt mjög mikill fyrir jafn mörg MIPS. Er það ruglað fólk sem eyðir peningum í 40 MIPS á stórtölvunni? Gæti Rb eða SKÝRR komist af með 10 ET vélar - samtals 40 MIPS? Ég held það sé öllum ljóst að þessi samanburður er út f hött, og ekki hægt að nota MIPS tölur til að bera svo ólíkar vélar saman. Þær eru ólíkar að allri gerð og henta ólíkum verkefnum. MIPS er gagnslaus viðmiðun nema milli véla sem eru nauðalflcar að allri gerð. Við samanburð á afköstum milli véla innan sömu vélagerðar eða sömu tölvufjölskyldu eins og stundum er sagt, þá eru afköstin oftast borin saman með hlutfallstölum. Ein þeirra er þá oft sett sem viðmiðun með afköst 1. Innan slíkrar stór-tölvufjölskyldu geta afköst þeirrar stærstu verið 100 sinnum meiri en þeirrar minnstu, jafnvel 200 föld í sér- stökum verkefnum. Tölvur Rb og SKÝRR falla einmitt inn í slíka tölvufjölskyldu. Eins og áður er sagt er allur samanburður milli tölva af ólíkum gerðum mjög erfiður. 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.