Tölvumál - 01.01.1991, Page 11

Tölvumál - 01.01.1991, Page 11
Janúar1991 Frá Orðanefnd Sigrún Helgadóttir formaður Orðanefndar SÍ EDI Nýlega hélt Orðanefndin tvo fundi með faWtxúdíNefndar um verklag í viðskiptum. Nefndin er nú að undirbúa útgáíú handbókar um EDI-samskipti. I handbókinni verður m.a. stuttur orðalisti með enskum og íslenskum heitum nokkurra hugtaka sem notuð eru á því sviði ásamt íslenskum skýringum. Óskaði nefndin eftir því að Orðanefndin færi yfir þennan orðalista. Að sinni mun ég þó aðeins taka fyrir eitt af þeim orðum sem rætt var um en það er sjálft orðið EDI. EDI er eins og allir vita skammstöfun á electronic data interchange og hefur verið nefnt skjalasendingar milli tölva á íslensku. I nýlegu vinnuplaggi frá ISO (International Standards Organization) um skrifstofu- sjálfVirkni er að finna þessa skilgreiningu á EDI (í lauslegri þýðingu): "Það að notendur skiptast á gögnum og skjölum samkvæmt stöðluðum reglum". Okkur sýndist í fljótu bragði að electronic data interchange mætti því kalla tölvugagnaskipti eða jafnvel gagnaskipti. En þá kemur í ljós að hér er um að ræða mjög sérstök gagnaskipti sem fara íram samkvæmt sérstökum stöðlum og reglum. Ef til vill er EDI sama eðlis og t.d. ASCII, Fortran og Basic sem ekki hefur þótt ástæða til þess að þýða. Þess vegna er freistandi að leyfa sér að tala um EDI- samskipti eins og ég gerði hér I upphafí. Multimedia Annað fyrirbæri sem Orðanefndin hefur fjallað um að undanförnu er það sem kallað hefur verið multimedia á ensku. Okkur heíur veist nokkuð erfitt að átta okkur á hvernig þetta enska orð er notað. Er'' multimedia’ ’ miðill, miðlun, tækni eða eitthvað allt annað? Bein þýðing á enska orðinu multimedia væri fjölmiðill en það orð er þvf miður frátekið sem þýðing á enska orðinu massmedia. Nú gæti manni fundist að heppilegra hefði verið Ef til vill er EDI sama eðlis og t.d. ASCII, Fortran og Basic sem ekki hefur þótt ástæða til þess að þýða að kalla massmedia fjöldamiðil eða jaftivel múgmiðil þar sem hann miðlar til fjöldans. En fjölmiölinum verður varla breytt úr þessu. Eftir nokkrar vangaveltur og umrasður sýndist okkur að enska orðið multimedia væri oft notað sem lýsingarorð á undan orðum eins ogt.d. system, application, environment og program. Það er einnig notað eitt sér og virðist þá eiga við þessa nýju hugmynd. En hver er þá þessi nýja hugmynd? Þegar menn tala um multemedia sjá þeir fyrir sér tiltekið kerfi. Þetta kerfi er gert úr vélbúnaði, hugbúnaði og gögnum eins og önnur tölvukerfi. En það er sennilega framsetning gagnanna sem er ný. Gögnin geta verið geymd sem myndir, kyrrar myndir eða kvikmyndir, sem texti og hljóð. Með sérstökum hugbúnaði getur notandinn síðan skoðað gögnin að vild. Ef til vill eru það kvikmyndirnar í þessum gögnum sem eru helsta nýjungin og þær leiddu okkur inn á þá braut að nota kvik- í þýðingu á multmedia. Eftir töluverð heilabrot varð úr því kviksjá. Síðan má búa til ýmsar samsetningar. Tala má um kvik- sjármiðlun ef manni sýnist þetta vera miðlun. Einnig má tala um kviksjárgögn, kviksjárbúnað, kviksjárforrit, kviksjárkerfi eða aðeins kviksjá þar sem það nægir. Einnig hefúr komið fram sú hugmynd að tala um myndmiðlun eða jafnvel myndsjá. Við vonum að umsjónarmenn útvarpsþáttarins Kviksjár móðgist ekki þótt við notum orðið í þessari merkingu. Orðið virðist ekki vera frátekið að öðru leyti. Við viljum gjarnan heyra frá lesendum TÖLVUMÁLA og fá að vita hvað þeim fínnst um þessar hugmyndir. Client/server í maíhefti TÖLVUMÁLA skrifaði ég um þýðingu á ensku orðunum client og server og lagði þá til að client héti biðlari og server héti miðlari. Að gefnu tilefni vil ég minna á þessar þýðingar. Nýlega sá ég í SKÝRR fréttum biðill/miðill notað fyrir client/server. Ég held að hér hljóti að vera um misskilning að ræða þar sem miðill er yfirleitt notað sem þýðing á medium. 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.