Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 7
Janúar 1991 gagnasaftisfræði og sjá með henni fyrir sér hvernig gagnasafn er uppbyggt. Hönnun kerfa og undirbúningur er ekki síður mikil- vægur en það að búa til forrit eða einhvern gagnagrunn. Hversu margir þekkja ekki afleiðingar óhannaðra kerfa? Af þessum sökum er mikilvægt að grunn- menntun sýni nemendum mikilvægi hönnunar og skipu- lagningar og virki þá um leið í að auka skipulagshæfileika sína. Starfsmenn framtíðarinnar þurfa að skilja hvernig tölvan vinnur og þeir eru framtíðarnotendur og stundum skaparar tölvukerfa framtíðarinnar. Hvað er til ráða? Þá er kannski eðlilegt að spyrja í framhaldi af þessu, hvað eiga blessuð ungmennin að læra? Fyrst og fremst er mikilvægt að tölvan sé nýtt í námi nemandans. Nemandi á að geta notað tölvuna til að skilja betur hvað hann er að læra. Virk líkön (system dynamics) Virk lfkön (system dynamics) er eitt af því. Þar getur nemandinn sett upp líkan af því sem hann er að læra og sett myndrænt fram til að auka skilning sinn. T.d. hvernig sjúkdómar dreifast með mismunandi áhættuþáttum, hvernig búseta eins dýrahóps hefur áhrif á annan á sama stað o.s.frv. Þarna eru miklir möguleikar. Lars H. Andersen sem kennir við Grundaskóla á Akranesi hefur sinnt þessum kerfúm, en fáir aðrir. Hann hefúr fengið einn fremsta sérfræðing á þessu sviði til landsins en fáir gáfu sér tfma til að hlusta á hann og fræðast. Þekkingarkerfi Þekkingarkerfisskeljar s.s. Insight2 og KEA, bjóða upp á mikla möguleika. Til að skrifa lítið þekkingarkerfi í þessum skeljum þarf nemandinn ekki að kunna svo mikið á tölvu og þarf ekki að læra svo mikið um þekkingarkerfið sjálft. Hins vegar þarf hann að tileinka sér það svið sem kerfið á að vera um afar vel. Fyrst og fremst er mikilvægt að tölvan sé nýtt í námi nemandans. Nemandi á að geta notað tölvuna til að skilja betur hvað hann er að læra Hann þarf að gerast sérffæðingur. í Fjölbrautaskólanum við Ármúla var þetta reynt á síðustu önn (haust 1990). Tilraunin var gerð í ffamhaldshóp TÖL203 en verður gerð í byrjendahóp TÖL103 á vorönn. Nemendur fengu að velja milli þess að skrifa enn eina ritgerðina eða búa til þekkingar- kerfi um eitthvað sem þau voru að læra. í upphafi var búist við að nemendur þyrftu mesta aðstoð við tölvukerfið, KEA í þessu tilfelli, en svo reyndist alls ekki vera. Tölvukennarinn þurfti að reyna að setja sig inn í stefnu stjórnmálaflokka um 1920, flokkun steintegunda, beygingu veikra sagna í þýsku, mengunar- valda í umhverfinu og einkenni sögupersóna í Snorra-Eddu svo eitthvað sé nefnt. Örfáar spurningar voru um kerfið sjálft sem var þó á sænsku og er ekki það mál sem ungt fólk hlustar á hvern dag. Eins og þeir þekkja sem gengið hafa í menntaskóla er ritgerðasmlð í fjölmörgum fögum. Ritgerð eftir ritgerð er skrifuð eða nýtt frá vinum og kunningjum. Þegar ritgerð er smíðuð þarf nemandinn ekki endilega að vita svo mikið um efnið. Oft er setning hér og setning þar gripin upp úr heimildum og ritgerðin verður ekki heilsteypt og þekkingin eykst ekki eins og til stóð. Hins vegar þegar þekkingarkerfi er smíðað þarf nemandinn að skilja heimildir, finna samhengið og byggja upp heilsteyptar upp- lýsingar um það sem hann ætlar að láta kerfið veita upplýsingar um. Kerfið þarf að klára (það þarf að keyra) og ekki er hægt að blaðra í kringum hlutina eins og í ritgerð. Svo má þó ekki skilja að ritgerðir séu ónauðsynlegar heldur bara það að eitthvað annað er til sem hægt er að nota til að fá nemendur til að auka kunnáttu sfna. Aðalfundur KERFÍS Aðalfundur KERFÍS verður haldinn föstudaginn 15. febrúar í ráðstefnusal B á Hótel Sögu kl. 12:00 - 13:00. (Athugið að ársfundur SÍhefst kl. 13:15 í salnum við hliðina.) Við hvetjum alla gamla félaga til að mæta því framtíð félagsins ræðst á þessum aðalfundi. Einnig minnum við á árshátíð tölvufólks á Hótel Islandi um kvöldið og vonumst til að sjá sem flesta á þessari glœsilegu hátíð. Stjórnin 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.