Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 25
Janúar1991 það vel að geyma slíkar töflur sem þurfa sífelldra breytinga við. Sé notuð öflugasta tegund PC- tölvu sem miðlari er unnt að vinna með töflur sem geta verið allt að nokkur hundruð megabæti. Vaxi kröfiunar enn meir má skipta um miðlaratölvu og koma fyrir miðlungstölvu án þess að notendur verði nokkurs varir nema breytinga á vinnsluhraða. Tól og tæki Hægt hefur verið að fá ýmis tól fyrir Oracle á hin ýmsu tölvukerfi. Vinsælustu tólin eru til smíði innsláttarmynda, valblaða og skýrslna. Þessi tól eru að koma fyrir Macintosh og er nú þegar komið tólið "Query tool" sem gefur kost á því að smíða fyrirspurnir á einfaldan mynd- rænan hátt. Önnur tól eru væntanleg en þess ber þó að geta að ekki er þörf fýrir öll hin hefðbundnu tól fyrir Macintosh. Virkar þetta ? Á Hagstofu íslands er Novell netkerfi þar sem tengdar eru PC- tölvur og Macintosh-tölvur auk eplatals-miðlara, Novell-miðlara og OS/2-Oracle miðlara. Sett hefur verið upp Oracle á þessar tölvur og notkunin gengið vel. Jólaráðstefna SÍ Laufey Ása Bjarnadóttir 7. desember síðastliðinn hélt SÍ sína árlegu jólaráðstefnu og bar hún yfirskriftina "Einmennings- tölvur - Myndræn framtíð". Halldór Kristjánsson formaður SÍ hóf ráðstefnuna með yfirliti yfir árið 1990 og skoðaði þá þróun sem hefur orðið í tölvumálum hér álandi. Halldór spáði einnig í þróun mála hjá tölvunotendum árið 1991. Að því loknu setti hann ráðstefnuna og á henni voru fluttir sjö ffóðlegir fyrirlestrar. Hjálmtýr Guðmundsson fræddi fundarmenn um mismun á einmennings- og stórtölvum og fjallaði um hver verkaskipting þeirra yrði í framtíðinni. Því næst tók til máls Páll Björnsson. Hann flutti skemmtilegt erindi um tölvuþróun hjá prentsmiðjunni Odda síðastliðin ár. Að erindi hans loknu steig Stefán Hrafnkelsson í ræðustól og bar saman annars vegar DOS - Windows3 og hins vegar OS/2 - Presentation Manager. Stefán var með tæknilegan og markaðslegan samanburð á þessum kerfum og spáði í þróun næstu ára. Eftir kaffihlé skýrði Sveinbjörn Högnason frá niðurstöðum úr lokaritgerð sinni úr viðskipta- fræðideild HÍ. Ritgerðin fjallaði um netvæðingu hjá einka- og rfkisfyrirtækjum. Næsturtóktil máls Árni G. Jónsson og Qallaði umhið nýja stýrikerfi Macintosh tölva, System7, semmun breyta hugmyndum margra um Hver er framtíðin Ljóst er að notendur vilja í síauknum mæli vinna í þægilegu gluggadrifnu notendaumhverfi þar sem þeir geta afritað gögn og lfmt milli ólíkra forrita og notað uppáhalds forritin sín til daglegrar vinnslu. Auk þess vilja notendur hafa aðgang að öflugum gagnasöfhum og geta meðhöndlað þau gögn á sama hátt. Ég tel að með uppsetningu í líkingu við það sem lýst hefur verið hér í þessari grein sé hægt að ná þessum markmiðum nokkuð auðveldlega. tölvunotkun. Síðastur tók til máls Guðmundur Sverrisson og kynnti hann nýjung við framsetningu á gögnum sem kallast myndlíkingar sem gerir m.a. kleift að skoða flóknar upp- lýsingar um stóran hóp einstaklinga á einfaldan hátt. Að loknum fræðandi erindum spunnust umræður í kringum fýrirspurnir ráðstefnugesta og ekki voru allir sammála. I þessu tölublaði Tölvumála eru birt nokkur erindi sem voru flutt á ráðstefnunni. 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.