Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 12
Janúar 1991 Myndlíkingar Guðmundur Sverrisson, Hjarna hf Myndlíkingar er íslenskun á enska heitinu "Metaphor graphics". Myndlíking er ný hugmynd um myndræna framsetningu á gögnum. Þessi framsetning auðveldar yfírsýn á miklu gagnamagni. í nútíma tölvunotkun er gagnasöfnunin ötníleg að umfangi og sífellt verður erfiðara að umbreyta gögnunum í skiljan- legar upplýsingar. Vaxandi afköst 40 ára ferli tölvunotkunar má skiptaítvofasa. Við fasaskiptin ' jukust afköst tölvunotenda verulega hvað varðar með- höndlun upplýsinga. Tölvur voru mjög dýrar þegar fyrri fasinn hófst. Tölvu- krafturinn var allur nýttur til útreikninga og gagnavinnslu. Ekkert var gert til að spara vinnu fýrir notandann, því tími hans var miklu ódýrari en tölvunnar. Við erum nú stödd í öðrum fasa. Tölvur eru orðnar ódýrar og vinnutími manna hlutfallslega verðmætari en áður. Því er allt gert til að auðvelda tölvu- notkunina og vaxandi tölvukraftur er notaður í þessum tilgangi. Þetta tímabil einkennist af notkun á myndrænum notendaskilum sem áttu upptök sfn í Star tölvunni frá Xerox og eru orðin allsráðandi á markaðinum í dag. Nú er komið að þriðja fasanum. Þar verður megin áherslan lögð á að ná valdi á mjög miklu magni gagna og skilja hvaða upplýsingar þau bera. Gervigreind hefur enn ekki nýst sem skyldi á þessu sviði, nema hvað varðar tiltölulega einfaldar upplýsingar. Samvinna tölvu og manns William G. Coleer sálfræðingur og sérhæfður í skynjun. Hann hefúr unnið mikið með upp- lýsingatækni í læknisfræði og starfar nú við University of Washington, í Seattle. Fyrir 5 árum starfaði hann við háskóla í San Fransisco. Þá voru komnar fram vaxandi efasemdir um að gervigreind væri ffamtíðarlausn í upplýsingatækni, ef unnið væri með flókin hugtök. Ég mun hér á eftir kynna hugmyndir hans um framsetningu á gögnum. Hann leggur til að tölvur vinni gögnin á það form sem menn eiga auðvelt með að skynja. Þannig kemst á samvinna í gagnavinnslu milli tölvu og manns. Hugmyndin byggir á því að nýta saman sterkustu eiginleika tölvunnar og hæfileika mannsins til að meta og túlka gögnin. Menn standa tölvum mun framar á eftirfarandi sviðum: 1. Að þekkja aftur myndhluta og sjá þá { samhengi. 2. Að hafa þekkingu á sviðinu. 3. Að geta beitt skilningi og dómgreind. Tölvur hafa hins vegar eftirfarandi eiginleika umfram menn: 1. Gleyma engu. 2. Ráða við stór gagnasöfn. 3. Meðhöndla gögnin eldsnöggt. Það eru engin ný vísindi fyrir okkur að tölvur séu nautheimskar. Það þarf að segja þeim bókstaflega allt. Það er mjög langt í að gervigreind breyti einhverju þar um nema á mjög afmörkuðum sviðum. Þekking, skilningur og dómgreind eru eiginleikar sem tölvur hafa alls ekki, en við erum fær um að beita. Þetta er í rauninni hin eiginlega lokavinnsla gagnanna. Hingað til hefur það gagnamagn sem við náum að túlka í senn verið mjög takmarkað. Það er vegna þess að tölvur sýna okkur gögnin í formi talna og bókstafa. Menn hafa háþróaðan eiginleika til að túlka myndir. Mjög stór hluti heilans hefur þetta sem aðalverkefhi. Sem dæmi um hvað þetta er öflugt þá er það mjög auðvelt fyrir okkur að þekkja aftur andlit úr stórum hópi einstaklinga. Tölvur eiga mjög erfitt með slík verkefni. Hugmynd Cole byggir á því að láta tölvuna setja gögnin fram á myndrænu formi þannig að ein lítil mynd eða vémynd (íkon) tákni hvert spjald ("record" eða "case") í gagnagrunninum. Myndhlutar breytast sfðan í samræmi við breytingar í svæðum spjaldsins. 12. - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.