Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 6
Janúar 1991 Tölvur í skólum Lára Stefánsdóttir, Fjölbrautaskólanum við Ármúla Tölvur í skólum Því miður heftir það viljað brenna við að tölvukennsla sitji á hakanum í skólakerfinu. Hefð- bundnar greinar eru ríkjandi þáttur og öðru er erfítt að koma fyrir og tregða er við að breyta kennsluaðferðum. Margt hindrar það að tölvan nýtist í kennslu eins og möguleikar hennar bjóða upp á. Tölvan hefur helst verið nýtt til þess að kenna nemendum ritvinnslu þannig að ritgerðir í hefðbundnum greinum gangi betur fyrir sig. Einnig hefur 1 verið kennt á notendaforrit s.s. töflureikni og gagnagrunn. Margt hindrar það að tölvan nýtist í kennslu eins og möguleikar hennar bjóða upp á Forritun hefur nokkuð verið kennd en þá einangrað til að kenna forritunina beinlínis, en ekki til að nýta í einhverri annarri grein. Má segja að tvennt sé kennt á tölvur þ.e. tölvunotkun og tölvufræði sem eru tveir aðgreindir þættir. Annar þáttur gerir einnig erfítt fyrir og það er blessað fjármagnið. Fjármagn fæst í litlum skömmtum og þá er reynt að kaupa tölvur sem ódýrast til að fá sem flestar fyrir aurinn. Þetta verður til þess að stundum eru margar mismunandi tölvu- tegundir með mismunandi uppsetningar sem gera kennurum erfitt um vik. Tölvunotkun í skólum Skólarnir hafa sinnt kennslu í tölvunotkun nokkuð vel. Nemendur eru fræddir um uppbyggingu tölvunnar og jaðar- tækja og í flestum framhalds- skólum er kennt á ritvinnslu, Þessi kennsla varir f framhaldsskólunum eina önn og eru 3 einingar í 140 eininga námi sem er til stúdentsprófs töflureikni og dálítið á gagna- grunn. Þessi kennsla varir í framhaldsskólunum eina önn og eru 3 einingar í 140 eininga námi sem er til stúdentsprófs. Allt of lítið er um frjálst val nemenda heldur velja þeir einungis braut og eftir það er námið f nokkuð föstum skorðum. Reynslan af tölvukennslu sýnir, að ritvinnsluna nýta nemendur sér meðan á námi stendur en örsjaldan töflureikni og gagna- grunn. Ekki skal á móti mælt að þessi kennsla er hagnýt, en að hún sé eina kennslan sem nemendur fá þar sem tölva er notuð er beinlínis fáránlegt. Hversu miklu nær eru þeir um þá möguleika sem tölvan býður upp á eftir hálfan vetur? Oft virðast þeir einungis hafa fengið nýtfsku ritvél og sjá tölvuna sem slíka. Sköpunargleði nemenda virkjast ekki mikið í því að feitletra, ýta á tab, miðja og fást við línubil og spássíu. Þetta er hægt að dunda sér við í þeim þætti kennslunnar sem er nú kölluð vélritun. Flokkun í námsvísi fýrir fram- haldsskóla þar sem tölvufræði er flokkuð með vélritun ýtir undir þann misskilning að tölva sé ný tegund ritvéla. Einnig sá þáttur að vélritun sé undanfari tölvufræði og ekkert annað. Ekki svo að skilja að ég játi það ekki að gott sé að beita fingralipurð við hnappaborð tölvu eða hafa rétta "fingrasamsetningu" eins og einn nemandi minn skrifaði um í ritgerð. Hins vegar eru möguleikar tölvunnar töluvert meiri en að rjála við ritvinnslu. Tölvufræði í skólum Helst hefur það verið forritun sem nemendur hafa lært sem flokkast getur undir tölvufræði. Forritun hefur aðallega verið kennd í Turbo Pascal eða True Basic. Þetta er sá áfangi sem kallaður er TÖL213 í áfanga- kerfisskólum. Þarna læra nemendur forritun í tölvufræði- áfanga sem lítið er tengdur öðru námi. Helst hefur það verið stærðfræðin sem forritun er tengd við en það þykir ekki öllum nemendum aðlaðandi. Því er það mikilvægt að nemendur tengi forritun við fleira en einungis stærðfræði. Dæmin í kennslu- bókum í forritun eru mikið tengd stærðfræði en ekki daglegu lífi eða öðrum greinum. Gagnasafnsfræði hefur nokkuð verið kennd enþó vill brenna við Dæmin í kennslubókum í forritun eru mikið tengd stærðfræði en ekki daglegu lífi eða öðrum greinum að kennt er á gagnagrunn án þess að nokkuð sé fjallað um gagnasafnsfræðina sem slfka. Nemendur ná ekki yfirsýn yfir gagnasafn án þess að læra 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.