Tölvumál - 01.01.1991, Page 10

Tölvumál - 01.01.1991, Page 10
Janúar 1991 stjórnun þeirra. Það er algengt að slík netkerfi spanni heil lönd og jafnvel heimsálfur. í þessum netkerfum er fjöldi lína, tölva, verkefna, notenda og gagna. Aðeins stórtölvur og stýrikerfi þeirra geta stjómað slíkum netum. Til að nefha dæmi um slfk net má t.d. geta þess að minn PS (sem ég nota í vinnunni) er tengdur við stórtölvu (litla) sem síðan er tengd við net IBM, en á því neti eru yfir 3000 stórtölvur og notendur eru um 300.000 í yfir 130 löndum. Sömuleiðis mætti nefna net flugfélaga sem spanna mikinn hluta heims. Sú tölvuvinnsla sem við þekkjum hérlendis snýst að verulegu leyti um gögn. Mestur hluti vinnslunnar er ekki flókinn útreikningur, heldur meðhöndlun gagna og ffamsetning upplýsinga. Svartími notenda er samsettur úr ýmsum þáttum, en verulegur hluti hans er sá tími sem fer í að finna gögn eða uppfæra gögn. Ef við tökum stórtölvuumhverfi á borð við það sem við þekkjum hérlendis þá erum við að tala um gagnamagn á diskum allt að 100 GB og þar að auki mjög mikið af gögnum á böndum eða snældum. Verulegur hluti þess sem er á böndum er þó öryggisafrit eða gamlar upp- lýsingar. Inntaks/úttaks aðgerðir á þessum stórtölvum, em kringum 300 á sekúndu. Aðgangstími að gögnum skiptir þvíverulegu máli. Hann er mis- munandi eftir því hvar gögnin eru. Semdæmimánefnaaðliggi gögn í minni tölvunnar er aðgangstíminn brot af því sem hann er ef gögnin liggja á diski. En við getum ekki haft öll gögn í minni, bæði af tæknilegum ástæðum og þó enn frekar vegna kostnaðar. Það er því mikilvægt að hafa rétt gögn á réttum stað á réttum tíma. Forsendurnar breytast mörgum sinnum á sekúndu svo þetta er ekki einfalt mál. Lítum á hina ýmsu möguleika fyrir gagnageymslu í stórtölvuumhverfi vegna þess að þetta er eitt af því sem er mjög frábrugðið því er gerist í ET og smátölvum. Til að tölvan getí unnið úr gögnum þurfa þau að komast inn í minni hennar, raunar inn íhraðminnið. Gefum okkur að aðgangstími að gögnum í aðalminni sé 1, en aðalminni er það sem við meinum yfirleitt þegar við tölum um minnisstærðir ftölvum. Efgögn eru í aðalminni tekur það tímann 1 að ná í þau, séu þau í aukaminni (aðeins í stórtölvum) tekur það 150. Það tekur 6000 tönaeiningar Stórtölvur eru eína leiðin til að samtengja stóran hóp notenda að sækja gögn f hraðminni stýritækisins og 60.000 að sækja þau út á disk, 60.000 sinnum lengri tíma en ef þau væru í aðalminni vélarinnar. Hver verður verka- skipting ET og ST? Einmenningstölvur og stórtölvur útiloka ekki hverjar aðrar, - þvert á móti. Þessar vélar og þessi umhverfi munu tengjast meir og betur í framtíðinni og vinna meir og betur saman en áður. Einkatölvur minnka ekki notkun stórtölva, heldur leysa þær verkefni sem áður voru ekki leyst og jafnframt gefa þær notendum skemmtilegri og auðveldari aðgang að tölvukerfum en áður. Reynslan sýnir að því fleiri ET vélar sem tengjast stórtölvum, þeim mun meira verður álagið á stórtölvunum vegna aukinna möguleika notenda. Ég hef trú á því að gamaldags "heimskir" skjáir muni hverfa að mestu, og allir tölvunotendur muni hafa ET sem verða í flestum tilfellum tengdar stórtölvum á einn eða annan hátt. Staðarnet (LAN) munu oftast verða milliliður í slíkri tengingu. ET og stórtölvur henta mis- munandi verkefnum og mis- munandi notkun. Það skiptir því öllu máli að rétt gögn séu á réttum stað þegar til þeirra á að taka og því verður eingöngu stjórnað af samhæfðum hugbúnaði og vélbúnaði af fullkomnustu gerð. Enginn búnaður hentar alls staðar. Við verðum að velja þann búnað sem hentar hverju sinni með tilliti til afkasta, verðs og gæða. Leiðrétting Eftirtaldar villur slæddust inn í kynningu okkar á Veðurstofu íslands í síðasta hefti TÖLVUMÁLA (bls 9): * Gunnlaugur Kristjánsson notar starfsheitið kerfísfræðingur, en ekki tækniffæðingur. * Neðarlega í fyrsta dálki stendur MD-DOS, en á að vera MS- DOS. Lesendur eru beðnir velvirðingar. (AUS) 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.