Tölvumál - 01.05.1991, Page 11
Maí 1991
tölvudeildar. Sýnið notendum í
verki að þið séuð tilbúnir að
ræða breytingar þegar þörf er á.
4. Hafið skoðun á hlutunum þegar
verið er að breyta verk-
efhaáætlunum. Hafa þarf heildar-
hagsmuni fyrirtækisins í huga en
líta ekki á tölvuverkefni sem
innandeildarmál. Verkefni skuli
ekki valin með þaríir eða þekkingu
tölvudeildanna í huga.
5. Látið ykkur ekki mislíka þegar
notandi sem hefur valdið til
ákvörðunar, kýs að fara sínar
eigin leiðir í vali á hugbúnaði
eða vélbúnaði. Reynið fremur
að vinna með honum, læra á því
og ef hann gerir mistök, að hjálpa
honum að leysa úr sínum vanda-
málum.
6. Eigið alltaf til MIS áætlun til
næstu u.þ.b. þriggja ára, og leggið
áherslu á að hafa hana í samræmi
við stefnu og markmið fyrir-
tækisins.
7. Reynið að öðlast skilning á
þvíhvers stjórnendur fyrirtækis-
ins þarfnast. Aðlagið ykkur að
þeirra þörfúm.
Við lifum í síbreytilegum heimi.
Ég spái því að breytingar verði
meiri á þessum áratug en þeim
síðasta. Það eru sífellt að koma
fram nýjungar og nýjar áherslu í
stjórnun. Það er styrkur íþví að
við nýtum okkur tæknina og
nýjungarnar sem mest.
Það eru einkum fimm þættir sem
ég tel að við ættum að hafa
ofarlega í huga þegar við mörkum
stefnu í rekstri fyrirtækja okkar
í framtíðinni.
1. Látiðgæðinsitjaífyrirrúmiá
öllum sviðum
2. Uppfýllið þarfir viðskiptavina
ykkar
3. Keppið á alþjóðamarkaði.
Lítið á heiminn sem ykkar
markað
4. Notið tæknina til hins ítrasta
5. Gerið framleiðsluna sjálfvirka
og hagkvæma og sparið vinnu-
afl
Við alla þá þætti sem hér eru
nefhdir skiptir tölvutæknin miklu
máli. Tölvutæknin mun hafa
verulega aukin áhrif á okkur öll
í framtíðinni.
1. Ég sé fyrir mér upplýsingakort
eða "smart card" sem verður
með gríðarlega mikið geymslu-
rými sem mun þjóna margvíslegu
hlutverki í bankaviðskiptum,
verzlun á sviði heilbrigðismála
o.fl. Þetta mun svo þróast yfir í
það að notkun núverandi
greiðslukorta og bankakorta
verður lögð niður. "Chip" sem
hefúr allar nauðsynlegar persónu-
upplýsingar verður innsaumað í
handarbakið. Þegarviðkomandi
þarf að kaupa vöru eða þjónustu
er handarbakið skannað. Upplýs-
ingar sem fást eru sjálfvirkt sendar
um gervihnött til bankastofhunar
viðskiptavinarins. Þar eru inni-
stæður viðskiptavinarins og
verslunarinnar samstundis skuld-
færðar, bankinn tekur sína þóknun
og viðskiptavinurinn gengur út
án þess að hafa skrifað undir
neitt. Er þessi tími kemur hætta
kort að vera lán, ólögleg notkun
er nær útilokuð og ruglingur
vegna skriffmnsku og innsláttar
þekkist ekki.
2. Allan níunda áratuginn hefur
það færst í vöxt þótt hægt sé, að
starfsmenn flytji verkefni sín heim
til að vinna. (Sjá mynd 4.)
Framfarir í tölvu og fjarskipta-
málum (videosímar, fax) munu
hraða þessari þróun. Hugsanlegar
afleiðingar:
Sameining fjölskyldunnar, minni
umferð, félagsleg einangrun,
sveigjanlegri vinnutími, vöntun
á "feedback." Fleiri verða sjálf-
stæðir atvinnurekendur. Fleiri
geta haft allt heima hjá sér og í
bflnum. Fleiri munu gefa út
bækur, fréttabréf, reka sín
fyrirtæki frá hótelherbergjum,
bátum og jafnvel víðar. Þegar
þú ferð á veitingastað spyrðu
ekki um borð við glugga heldur
borð með síma og faxi. Breytingar
munu gerast miklu hraðar en
ykkur grunar.
3. Þekkingarafl tölvunnar mun
gera hana að nánasta samstarfs-
aðila einstaklingsins eftir 10 ár
og mun taka við rútfnu verkum
og fría starfsmenn til að taka við
meira skapandi verkefhum.
4. Tölva mun hanna hús fram-
tíðarinnar með aðstoð arki-
tektsins. Einnig mun hún geta
aðlagast einstökum óskum við-
skiptavinarins. Tölvan mun inni-
halda alla gildandi staðla og
áætlaðan kostnað per verk.
Hlutverk arkitekts framtíðarinnar
mun verða fagurfræðileg ráðgjöf.
5. í ríkari mæli en áður munu
tölvur sjá um rekstur í lífi
einstaklinga. Tölvur munu stjóma
hita/rajmagns og vatnsnotkun á
heimili framtíðarinnar þannig að
hámörkun verður náð, þó með
tilliti til hvar íbúamir eru í húsinu.
(Sjá mynd 5.)
Ljósanotkun mun stjómast af ferð
íbúanna um húsið og þú munt
geta með því að spyrja tölvuna,
fengið yfirlit yfir hver er/var í
húsinu á hverjum tfma, hvenær
einhver reikningur var greiddur
og hver notkun á einstökum
orkuþætti hefur verið yfir hvaða
tímabil sem þér dettur í hug að
spyrja um.
Frá húsinu gengur þú inn í
bflskúrinn þar sem þú sest inn í
11- Tölvumál