Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 13
Maf 1991 Notkun upplýsingatækni við stjórnun Ríkisspítala Erindi Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítalanna, haldið á ársfundi Skýrslutæknifélagsins 15. febrúar 1991 Ég vil þakkafyrir boðið að koma hingað á þessa ráðstefnu og spjalla við ykkur um þróun tölvu- tækninnar eins og hún blasir við mér. Þessar hugleiðingar skiptast í fimm þætti. Fyrst ætla ég að ijalla dálítið um fyrstu kynni mín af tölvum, síðan koma upplýsingar um starfsemi Ríkisspítala. Þá íjalla ég um gagnavinnslukerfi Ríkisspítala og upplýsingar úr þeim. Þar á eftir reyni ég að gera grein fyrir sérkennum sjúkrahúss bæði hvað varðar þörf fyrir upplýsingar og starfsemi þeirra. Loks eru svo hugleiðingar um framtíðina. Inngangur Ég hef sjálfsagt meira gaman af því en margir aðrir stjórnendur að velta fyrir mér tölvumálum og þróun þeirra þar sem segja má að "fortíð" mín sé í tölvu- heiminum. Fyrstu kynni mín af tölvum voru þau að læra tölvumálið ALGOL í háskóla. Fljótlega að námi loknu fór ég síðan að vinna hjá IBM, fyrst í Svíþjóð og síðan á íslandi. Á þessum tíma réð það oft árangri fyrirtækja hér á landi að vita hvaða vörur eða pakkningar það voru sem gáfu mesta framlegð. Þeir stjórnendur sem komu sér upp slíkum tölvukerfum ásamt kerfum sem héldu utan um útistandandi skuldir, þeir græddu. Þessi kerfi bauð IBM til sölu og mér hefur sýnst að þeir sem á þessum tíma höfðu framsýni til að fjárfesta í slíkum kerfum hafi staðið sig vel í samkeppninni allt fram á þennan dag. Á þessum árum fórum við lík.-: að bjóða til sölu pöntunarkerfi fyrir flugfélög og banka. Á svip- uðum tíma voru síðan kynnt birgðastýringarkerfi. Mérhefur sýnst að í reynd séu tölvukerfi dagsins í dag flest byggð á þessum sömu grundvallaratriðum. Breyt- ingin er sú að nú kemst fýrir á skrifborðinu tölva með meiri getu en stærsta tölvan hafði árið 1970. Tölvan er orðin heimiliseign og allir sem vilja geta í stjórnun beitt þeim grundvallaraðferðum sem á mínum tölvuárum virtust ráða úrslitum um velgengni margra fyrirtækja. í seinni tíð hefur það vakið athygi’ að vel tölvuvædd fyrirtæki nu virðast skila síst betri árangr' hin þar sem tölvur þekkjast varla. Það hvarflar þvf óneitanlega að manni að árangur fyrirtækjanna á sjöunda áratugnum, sem fóru að nota tölvu, hafi verið árangur hugrakks stjórnanda, sem þorði að breyta, taka áhættu, prófa eitthvað nýtt, fremur en áhrif af tölvuvæðingu. Starfsemi Ríkisspítala Á Ríkisspítölum fer fram marg- vísleg starfsemi. Allt frá einföldu viðtali t.d. næringarráðgjafa og sjúklings á göngudeild, sem hugsanlega tekur aðeins stundar- fjórðung, til mjög flókinna skurð- aðgerða sem kalla á tug starfs- manna og geta tekið margar klukkustundir hver. Það er algengt í hinni daglegu umræðu að heyra talað um hve mikið legudagur á sjúkrahúsi kosti. Við reiknum slíkar heildar- meðaltölur ekki lengur. Legu- deildirnar eru svo ólíkar að það er varla nema naftiið sem er sameiginlegt. Á Ríkisspítölum eru deildir fyrir barna-, bæklunar-, geð-, hand-, húð-, krabbameins-, lungna-, kven-, lyf-, tauga- og öldrunar- lækningar svo eitthvað sé nefnt. Einnig gjörgæsludeildir, deildir fyrir þroskahefta og bráða- móttaka. Kostnaður við að liggj a á þessum deildum var á árinu 1989 allt frá kr. 5.000,- og til kr. 45.000,- á sólarhring og er þá öll þjónusta «vo sem lyf og læknishjálp reiknuð fö. , ngslum við þessar deildir eru svo ýmsar þjónustu- og stoð- deildir, svo sem skurðstofur, sjúkraþjálfún, rannsóknarstofur og röntgendeildir. Á mörgum þessara deilda er tölvan orðin mjög mikilvægur hlekkur svo að upplýsingar komist til skila í handhægu formi í deild þar sem sjúklingur liggur. Á ýmsum sviðum, t.d. hvað varðar röntgen- og sónartækni, er tölvan forsenda þess að hægt sé að túlka myndrænar upp- lýsingar. 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.