Tölvumál - 01.05.1991, Síða 14

Tölvumál - 01.05.1991, Síða 14
Maí 1991 Hluti af starfsemi spítala er hin svokallaða hótelstarfsemi, það er framleiddur matur fyrir sjúklinga og starfsfólk og mikinn þvott þarf að þvo daglega. Ræsting og þrif eru einnig umfangsmikil. Á meðfylgjandi mynd eru upplýsingar um stærð og umfang Ríkisspítala. Upplýsingar Eins og sést hér að framan er Ríkisspítölum nauðsynlegt að hafa yfir að ráða tölvukerfum sem tengjast flestum þáttum í rekstri. Viðþurfum kerfí svipað bókanakerfi flugfélaga því að ním sem stendur tómt þýðir lengri biðlista. Yfirlagnir á deildir valda mjög auknu vinnuálagi sem leiðir af sér lélega þjónustu. Vegna þessa er í sk. sjúklinga- bókhaldi reynt að fylgjast með nýtingu spítalans svipað og gert er í kerfum flugfélaganna. í grófum dráttum má skipta tölvukerfum á spítala í þrennt eftir notkun: 1. Notuð í beinum tengslum við meðferð og greiningu sjúklinga. 2. Notuð í daglegum rekstri til að dreifa upplýsingum og aðstoða við stýringu. 3. Notuð til samanburðar og eftirlits. Ég hef áður minnst lítillega á tölvukerfi sem notuð eru beint við sjúklingahvað varðar mynd- greiningu. Svipað má segja um ýmis rannsóknarstofukerfi. Reyndar kemur tölvan við sögu á æ fleiri sviðum í meðferð sjúklinga. Hún fylgist t.d. með sjúklingum í hjartaskurðaðgerð og hún er notuð sem hvati við endurhæfingu þroskaheftra. Hvað varðar hinar daglegu upplýsingar til að stýra eftir má segja að stærsta vandamálið sé UPPLÝSINGAR UM STÆRÐ OG UMFANG RÍKISSPÍTALA Velta á árinu 1990 um 6,2 millj. þ.a. launakostnaður 3,9 millj. þ.a. önnur rekstrargjöld 2,1 millj. (m/minniháttar eignakaupum) þ.a. fjárfestingar og viðhald 0,2 millj. Sértekjur um 10% af veltu 1990 Núvirði lækningatækja 1-1,2 millj. Fasteignamat húseigna Ríkisspítala 2,3 millj. Brunabótamat húseigna Ríkisspítala 7.0 millj. Flatarmál húseigna Ríkisspítala 105.000 m2 Rúmmál húseigna Ríkisspítala 340.000 m3- Legu - og dagvistunarrými 1.100 Sjúklingar á legu- og dagvistunardeildum (bráðamótt. meðtalin) 32.000 Legu- og dagvistunardagar (bráðamótt. meðtalin) 390.000 Fæðingar 2.800 Göngudeildarviðtöl 60.000 Rannsóknir 880.000 Starfsmannafjöldi 3.000-3.200 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.