Tölvumál - 01.05.1991, Síða 15

Tölvumál - 01.05.1991, Síða 15
Maf 1991 að skrá upplýsingar strax og einhver breyting verður. Okkur vantar skráningartæki á fleiri staði á sjúkrahúsinu. Einnig er vinnu- álag mikið og það verður aldrei fyrsti forgangur að skrá bráð- veikan sjúkling og leita að lausu plássi. Það er meðferðin sem gengur fyrir. Ekki er heldur vitað nákvæmlega íyrirfram hvað þurfi, skurðstofur, rannsóknir eða endurhæfingu. Að þessu leyti er spítali ólíkur flugfélagi. Þar er allt ákveðið fyrirfram og engu verður breytt nema tölvan hafí fyrst gefið samþykki sitt. Til þess að fá hugmynd um í hvað fjármunum er varið höfum við starfsemisupplýsingar. Þær eru m.a. sjúklingafjöldi, legu- dagafjöldi, heimsóknir á göngu- deildir og skurðaðgerðir. Með því að leiða saman rekstrar- og starfsemisupplýsingar er svo reiknaður einingakostnaður við hina ýmsu þætti þjónustunnar svo sem legudag, heimsókn, aðgerð og rannsókn, allt fyrir hverja deild um sig og borið saman við fyrra ár. Ég segi stundum í gamni að við séum orðin nokkuð góð f því að gera áætlun um árið á undan. Enn vantar nokkuð á að farið sé að skrá allar upplýsingar um starfsemi okkar. Einnig erum við í sömu vandræðum og aðrar þjóðir að fá heildarsýn yfir gæði heilbrigðisþjónustu. Enn eru skiptar skoðanir meðal sér- fræðinga um hvaða upplýsingar svari best spurningum um gæði. í heilbrigðisþjónustu vakna oft nýjar spurningar. Við spyrjum því oft um eitt í dag og annað á morgun, við erum stöðugt leitandi. Tölvukerfi okkar þurfa því að vera mjög sveigjanleg. í stuttu máli þurfa Ríkisspítalar sambærilegar upplýsingar og önnur fyrirtæki, en það er ekki nóg, því að til viðbótar þarf ýmislegt annað. ALLT ÞAÐ SAMA OG AÐRIR OG SVO! Sérstök vandamál Spítali er einungis venjulegt þjónustufýrirtæki og framleiðir heilbrigðisþjónustu. Þarerbeitt öllum sömu aðferðum og við stjórn venjulegs fyrirtækis. En þar eru líka sérstök vandamál sem eru ólík vandamálum annarra fyrirtækja. Það sem þarna er mest áberandi eru mótsagnirnar í heilbrigðis- þjónustu. Spítali sem eykur afköst, framleiðni eða gæði þjónustunnar eykur líka útgjöld, en í bókhaldinu koma engar nýjar tekjur. Það gagnar okkur í spítalarekstri því lítið að velta fyrir okkur framlegð og jaðar- kostnaði þegar borið er saman við fjárlög, það vantar einfaldlega tekjuhliðina. Á síðustu árum hefúr tvennt verið að breytast á Ríkisspítölum. Okkur hefur tekist að auka afköst um nær 20% á sama tfma og raunlækkun hefúr orðið á kostnaði um 2%. Útreikningar sýna að jaðarkostnaður okkar miðað við fjölgun um 1000 sjúklinga er 40- 50.000 kr. á hvern sjúkling. Meðalkostnaður hins vegar nær 170.000 kr. á hvern sjúkling. Þær hagræðingaraðgerðir, sem starfsfólk okkar hefur staðið að, eru því afar árangursríkar stjórnunarlega. En miðað við eftirlitskerfín erum við miklir eyðsluseggir. Við leitum því mjög leiða nú til að upplýsingar, sem við fáum úr tölvukerfúm okkar, verði túlk- unarhæfar en ekki þurfi hverju sinni að halda fund svo vitneskja fáist um hvorum megin striks niðurstaðan er. Annar þáttur er afar flókinn í starfsemi okkar og það er ákvörðun um dýr úrræði. Við höfúm dæmi þess að meðferð sjúklinga kosti milljón ef ekki milljóna tugi. Á sama tfma og loka verður spítölum og draga úr þjónustu, hvað getum við þá gengið langt í þjónustunni við einstaklinginn? Aðalsmerki heilbrigðisþjónustu okkar hefur verið jafhrétti, jafn aðgangur fyrir ríka og fátæka. Þann dag sem við segjum að það sé ekki forsvaranlegt að verja 10 millj.kr. til að lækna einn eða tvo sjúklinga meðan 400 bíða eftir bæklunaraðgerð eða 20 rúm á öldrunardeild eru lokuð vegna fjárskorts þá verðum við líka að vita hverju við ætlum að svara sjúklingnum sem þarf á dýru meðferðinni að halda ef þjóð- félagið er ekki tilbúið að greiða og hann býðst til að greiða sjálfúr. Er okkar litla þjóðfélag reiðubúið að ákveða að við læknum ekki dýran sjúkling eða að hann megi þá greiða sjálfur og dýrar lækningar verði forréttindi þeirra 1 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.