Tölvumál - 01.05.1991, Side 16

Tölvumál - 01.05.1991, Side 16
Maí 1991 1990 Legudagar 6000 Sjúklingar 1000 Meðaltal 1 70þús.kr./sjúkl. Jaðar- kostnaður 40-50 þús.kr./sjúkl. ríku? Þetta er annar þáttur sem hefur verið að breytast á Ríkis- spítölum. Á sama tíma og afköst aukast og raunkostnaður lækkar verður líka aukning á afar dýrum sjúkdómstilvikum sem nútíma- þekking og tækni gerir okkur kleift að fást við. Þessi vandamál eru því miður aðeins að hluta til leyst hvað varðar gagnavinnslu sem gagnar stjórnendum á sjúkrahúsi til að stýra eftir. Oftar en ekki þurfa að fylgja hinum tölvuunnu upp- lýsingum umfangsmiklar munn- legar skýrslur. Umtölvuvinnslu á sjúkrahúsum nú má almennt segja að eitt aðalsérkennið sé mikil gögn - en litlar upplýsingar. Framtíðin Nauðsynlegar upplýsingar fást ekki úr tölvukerfum okkar eins og þau eru nú. Það er ekki vegna takmarkana tækninnar heldur vegna þess hvað tæknin kostar og vegna erfiðleika við að meta framleiðni, gæði og árangur þeirrar þjónustu sem veitt er á sjúkrahúsum almennt, en líka vegna þess að sumar spurningarnar, sem við þurfum að svara, eru þess eðlis að við vitum ekki enn hvaða upplýsingar við raunverulega þurfum til að geta svarað. Þær breytingar eða nýjungar, sem koma okkur á Ríkisspítölum að mestu gagni, eru tiltölulega einfaldar. Ódýrari vélbúnað Vélbúnaður þarf að verða ódýrari til þess að hægt sé að koma á skráningu upplýsinga í allar rekstrareiningar - þörf er á miklum fjölda útstöðva og íjármagnið er takmarkað. Ódýrari hugbúnað Ekki er hægt að fá nema 1 ítið brot af þeim hugbúnaði sem Ríkis- spítalar nota hérlendis - því þurfúm við að kaupa hann erlendis frá eða skrifa hann sjálf. Betri og ódýrari verkfæri þarf til hugbúnaðargerðar til þess að hugbúnaðurinn verði ódýr í fram- leiðslu, hvort sem við skrifúm okkar kerfi sjálf eða kaupum þau. Nýjar aðferðir við mat Þróun nýrra aðferða við mat á framleiðni, gæðum og árangri í heilbrigðisþjónustu, sem hægt er að nota til viðmiðunar, hefur ekkert með nýjungar í tölvutækni að gera en er forsenda þess að nauðsynlegar upplýsingar fáist um starfsemina í heild. Ein þeirra aðferða, sem reyndar hafa verið, er svokölluð DRG- kerfi en þar er í raun verið að meta kostnað miðað við sjúk- dómsgreiningu og er hún notuð á Ríkisspítölum en sú aðferð þarf að þróast mikið til að koma að fullum notum. Umfram allt þurfúm við starfsfólk sem hefur útsjónarsemi til að koma á framfæri við stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni upplýs- ingum úr gögnum sem oft eru afar misvísandi og torskilin. Kerfisfræðingar á spítala þurfa að vera vel meðvitaðir um að aðaltilgangurinn með þessu öllu er að geta læknað og líknað betur en ekki aðeins að skrá upplýsingar í kílóatali með öllum tiltækum ráðum. 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.