Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 23
Maí 1991 Kostnaður við PC tölvu-/netvæðingu Sveinbjörn Högnason, viðskiptafræðingur Hvað myndir þú gera við starfsmann hjá þér sem kæmi til þín og segði "mig vantar 600.000 krónur á borðið hjá mér". Ég myndi fyrst þefa af kaffínu hans og síðan vilja fá nokkuð nákvæma skýrslu um tilgang og áætlaða notkun þessara peninga og einnig rökstuðning fyrir arð- semi þessarar íjárfestingar. Staðreyndin er sú að áætlanagerð hjá íslenskum fyrirtækjum virðist vera mjög ábótavant. Áætlanir um stofnkostnað og væntanlegan rekstrarkostnað vegna milljóna fjárfestingar eru til hjá grátlega fáum íslenskum stjórnendum. Hér á eftir er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar á kostnaði við PC tölvu-/netvæðingu. Kannað var hvernig áætlanagerð og undirbúningi var háttað og hvort tölvuvæðingin hafi skilað sérQárhagslega. Þáerusýndtvö dæmi um stofnkostnað PC netkerfa. Þessi dæmi miða við verðlag þegar könnunin var gerð. í könnuninni var m.a. spurt: Var gerð stofnkostnaðaráœtlun Jyrir netvœðinguna? Ríkis- Einka- fyrirt. fyrirt. já 22% 32% nei 50%> 36%> tilboða leitað 28%> 32%> Einungis tvö fyrirtæki gerðu stofnkostnaðaráætlun fyrir hug- búnað, en eins og allir vita þá er hugbúnaðurinn sem er á PC tölvunni dýrari í innkaupum en tölvan sjálf. Greinilegt er því að margir í könnuninni vanmeta stórlega væntanlegan kostnað og stór hluti hefur ekki minnstu hugmynd um hvað verið er að fara út í. Enginn í könnuninni gerði rekstrarkostnaðaráætlun íyrir netkerfið. Til að fá hugmynd um hvað tölvu- og netvæðing kostar þá er á næstu síðu hér á eftir sett upp tölvunetkerfi fyrir fyrirtæki sem er ekki með tölvur í dag og miðað er við meðalstærð ríkisfýrirtækis, þ.e. 14 tölvur á neti og meðalstærð einka- fyrirtækis þ.e. 7 tölvur á neti. Hefur netvœðingin skilað sér peningalega? Ríkis- Einka- fyrirt. fyrirt. Fullkomlega 44%, 36% Að mestu 22% 18% Að nokkru 17% 23% Alls ekki 6% 23% Ekki svar 11% Tvö ríkisfyrirtæki sögðu að þau væru ekki rekin til að skila hagnaði og þar af leiðandi væri ekki hægt að svara þessari spurningu. Skýring þess hve mörg einkafýrirtæki segja að net- væðingin hafi ekki skilað sér peningalega er sú að þau tóku á sig ýmislegt í leiðinni sem ekki hafði áður verið innan fyrir- tækisins þ.e. bókhald og starfsmanntilaðsinnaþví. Þetta var vegna virðisaukaskatts- kerfisins. Niðurstöður könnunar minnar gefa til kynna að íslensk fyrirtæki séu með frekar ófullkomna áætlanagerð og leita lítið til ráðgjafa með vandamál sín. Ég tel fulla ástæðu til fyrir stjórnendur fyrirtækja að leita til ráðgjafa með sín mál, því þá ræður þú sérfræðing til að leysa þín mál í stað þess að þurfa að mennta þig sjálfan upp í það að vera sérfræðingur um þessi mál. Tíminn er dýrmætur, notaðu þinn tíma þar sem hann nýtist best, þ.e. við að reka fyrirtæki þitt. 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.