Tölvumál - 01.05.1991, Page 25

Tölvumál - 01.05.1991, Page 25
Verkefni Kögunar hf Örn Karlsson, tölvunarfræðingur, stjórnarmaður í Kögun hf Maí 1991 Kögun hf. var stofnuð síðla árs 1988 til að sjá um rekstur á hugbúnaði íslenska loftvarnar- kerfísins. Flestir lesendur Tölvu- málaþekkjanokkuð til Kögunar, enda ekki á hverjum degi sem myndarlegt hugbúnaðarfyrirtæki er stoíhsett á íslandi. íumræðunni um Kögun hefur ekki verið fjallað mikið um sjálft hugbúnaðarkerfið og þróun þess. í þessari grein er ætlunin að veita fróðleiksfúsu fagfólki í hugbúnaðargerð nokkra innsýn í þau mál. íslenska loftvarnar- kerfið (ÍL) íslenska loftvamarkerfinu er ætlað eftirlitshlutverk með flugumferð umhverfis ísland. Það tengist öðrum loftvarnarkerfum í ná- grannalöndum okkar og er nauð- synlegur hlekkur í eftirliti með flugumferð yfir Norður-Atlants- hafi. Það er einkum tvennt sem gerir IL sérstakt fyrir okkur íslendinga. í fyrsta lagi munum við sjá í verulegum mæli um rekstur kerfisins. íslendingar manna að meginhluta sjálfar ratsjár- stöðvarnar og eru í framlínu þróunar og viðhalds á kerfinu. í öðru lagi kom fljótlega f ljós að hugbúnaður kerfisins yrði smíð- aður frá grunni, þ.e.a.s. ekki yrði notuð kerfissetning eða kóði úr hliðstæðum kerfum sem þegar eru í rekstri. í útboðslýsingu var gerð sú krafa að hugbúnaðurinn skyldi skrifaður í forritunarmálinu Ada. Þau fyrirtæki sem buðu í verkefnið höfðu öll reynslu í smíði loftvarnarkerfa, en þar sem ekkert þeirra var með hugbúnað síns kerfis skrifaðan í Ada var ljóst að um nýsmíði yrði að ræða. Þetta gerir það að verkum að við fáum einstakt tækifæri að vera með frá byqun f hönnun og smíði hugbúnaðarins. Umfang Ekki er alveg ljóst hversu mikill hugbúnaður IL verður að umfangi. Ég ætla þó að leika mér dálítíð að tölum í þessu sambandi. Vitað er að svipuð kerfi skrifuð í þriðju kynslóðar forritunar- málum eru af stærðargráðunni fimm hundruð þúsund for- ritaskipanir (statements). Útskýr- ingar og skilgreiningar eru undanskildar, þ.e.a.s. menn skulu ekki rugla þessum tölum saman við fjölda forritalína. Hugbúnaður ÍL verður skrifaður í Ada og má búast við að skipanafjöldi minnki nokkuð við það. Sumir áætla að allt að tvö hundruð þúsund forritaskipanir muni sparast. Ef hugbúnaðurinn er vel hannaður og kostir Ada varðandi endur- notkun á kóða eru vel nýttir má færa sannfærandi rök fyrir umtalsverðum sparnaði á skip- anaflölda. Menn geta svo borið þessar tölur saman við sam- svarandi tölur úr hugbúnaðar- verkefnum, sem þeir hafa verið að vinna við, til að fá tílfinninguna fyrir stærð kóðans í ÍL. Stærð kóðans er vissulega ákveðin mælistika á umfang hug- búnaðarins. Á hinnbóginn erum við vanari að mæla stærð hugbúnaðarverkefna f flölda mannára eða mannmánaða. Að vissu leyti er þó erfitt að viðhafa hefðbundið mat á umfangi verkefhisins með tölum um fjölda mannára. Kemur þar til sú staðreynd að gerðar eru mun meiri gæðakröfur til hug- búnaðarins en við eigum að venjast. Samkvæmt tölum sem ég hef heyrt, lætur nærri að þegar upp er staðið séu um 70 forritaskipanir á bak við hvern mannmánuð í verkefnum af því tagi sem hér um ræðir. Samkvæmt þvf tekur það 4300 mannmánuði (360 mannár) að skila 300 þúsund forritaskipunum fullbúnum til kaupanda. í þessari tölu er allt innifalið: þarfagreining, hönnun, smíði, ffumprófanir, uppsetning og lokaprófanir. Sjálf smíðin, eða forritunin, tekur aðeins hluta tímans (sennilega innan við 20%), sem skýrir lága tölu forritaskipana fyrir hvern mannmánuð. Helstu hlutar ÍL Gróflega má skipta hugbúnaði ÍL niður í eftirfarandi kerfi: Loftvarnarkerfi Skjáframsetning S amskiptahugbúnaður Gagnapökkun Hermilíkön Villuleitarkerfi Loftvarnarkerfið er hjarta ÍL og jafhframt stærsti og flóknasti hluti hugbúnaðarins. Hér er um að ræða stórt rauntímakerfi þar sem margir ferlar keyra samtfmis. Loftvarnarkerfið sér um að taka við margvíslegum boðum og merkjum um flugumferð á því 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.