Tölvumál - 01.05.1991, Page 26

Tölvumál - 01.05.1991, Page 26
Maí 1991 svæði sem ÍL nær yfir, reiknar út stöðu og stefnu flugvéla, ákvarðar hvaða vélar um er að ræða og sér um viðbrögð. Sá hugbúnaður sem sér um skjáframsetningu, krefst graf- fskrar forritunar. Gögnum loft- varnarkerfisins er varpað við- stöðulaust á myndrænan hátt á stóra grafíska skjái fyrir það fólk sem stjórnar kerfinu. Samskiptahugbúnaðurinn er mikill að umfangi, enda þarf ÍL að hafa samskipti við óvenjulega margvíslegan búnað. Gagnapökkun er nauðsynleg því kerfinu berst verulegt magn af gögnum. Gögnin þarf að geyma ef nauðsynlegt reynist að "endurspila" það sem gerst hefúr. Hermilíkön eru notuð meðan á prófúnum stendur. Hugbúnaður- inn líkir eftir raunverulegum aðstæðum, þannig að reyna megi nýja hugbúnaðarhluta sem best áður en þeir verða innlimaðir í heildarkerfið. Þegar 4 kerfið er komið í rekstur eru hermilíkönin jafnffamt hjálpartæki við prófanir á nýjungum og breytingum á hugbúnaðinum. Villuleitarforritin hjálpa við bilanagreiningu í samskipta- búnaði og graffskum vinnu- stöðvum. Eins og sjá má spannar hugbúnaður ÍL vftt svið hug- búnaðarfræða. Kögun hefúr enda þurft á hugbúnaðarfólki að halda með ólíka menntun og reynslu. Hönnunarferill ÍL Hugbúnaður ÍL er gerður samkvæmt bandaríska her- staðlinum MIL-STD-2167A. Staðallinn setur ákveðnar reglur við gerð kerfisins. Hann deilir smíðaferli kerfisins niður f ákveðnar einingar, eða kafla. Þegar tiltekinni einingu er lokið fara kaupandi og seljandi saman yfir stöðu mála. Þessir fúndir standa yfirleitt í nokkra daga og lýkur með því að kaupandi og seljandi samþykkja að ákveðnum verkhluta sé náð. Fyrsti fundurinn gengur út á að kaupandi og seljandi samþykkja kröfúlýsingu. Á þessum fúndi eru útkljáð vafamál varðandi kröfulýsinguna og skrifað upp á að báðir aðilar hafi sama skilning á kröfum til kerfisins. Það er ekki alveg sjálfgefið að svo sé því gera má ráð fyrir 13 til 18 þúsund kröfum fyrir ÍL þegar kröfulýsingin hefur verið krufin til mergjar. Eftir að kröfulýsingin hefúr verið afgreidd koma fundir með nokkurra mánaða millibili, þar til nákvæm hönnun kerfisins er samþykkt af báðum aðilum. Eftir það hefst hin eiginlega forritun sem tekur nokkra mánuði. Nýtískulegum aðferðum í hugbúnaðarfræðum verður beitt við hönnun kerfisins. Hlutbundin hönnun vegur þar þungt og ríkulega verður notast við ýmsan hjálparhugbúnað. Smám saman verður hvert undirkerfi tilbúið til prófúnar. Byrjunarprófanir eru gerðar ytra og er reynt af fremsta megni að líkja eftir aðstæðum hér á Fróni. Þegar þessum prófunum lýkur fer fram uppsetning á kerfinu hér heima og umfangsmeiri prófanir við raunverulegar aðstæður taka við. Þegar seljandi hefur fram- kvæmt sínar prófanir á kerfinu, tekur kaupandi við og prófar kerfið í nokkra mánuði áður en hann tekur formlega við því. Niðurlag Þegar eru 15 starfsmenn Kögunar farnir til starfa erlendis hjá aðalverktakanumHughes. Búast má við að fyrstu íslendingarnir komi til landsins síðla árs 1993 vegnauppsetningar kerfisins. Ef það stendur mun loftvamarkerfið verða afhent bandaríska flug- hernum til rekstrar árið 1995 ef að líkum lætur. Fljótlega þar á eftir mun Kögun taka við rekstri og viðhaldi á hugbúnaði kerfisins. 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.