Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 7

Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 7
Apríl 1992 árum áður en tilskipanirEB komu fram. Með reglugerð sem tók gildi 1. maí 1991 var stofnuð sérdeild fjarskiptaeftirlits undir sameiginlegri stjórn samgöngu- ráðuney tis og póst- og símamála- stjóra. Þessvegnavarmynduðó rnanna stjórn fjarskiptaeftirlits, þar sem tveir fulltrúar eru tilnefndir af verslunar- og iðn- aðarmönnum. Reikna má með að eftirlitið verði gert að sjálf- stæðri deild eða stofnun beint undir samgönguráðuneytinu áður en langt urn líður, og telur Póstur og sími slíka breytingu eðlilega. EB telur að gjöld fyrir fjarskiptaþjónustu skuli að rnestu leyti miðuð viðtilkostnað. Það er einnig alrnenn stefna Pósts og síma að svo sé, hinsvegar er fyrirtækinu gert að veita ýmsa þjónustu fyrir gjöld sem standa ekkiundirkostnaði. Þessumark- miði verður ekki náð nenia í áföngum m.a. vegna þess að Pósti og síma er gert að greiða háar fjárhæðir í ríkissjóð. Símastofnanir verða að breyta gjaldskrá sinni í þá átt að hver þjónustugrein verði verðlögð í samræmi við tilkostnað. Annar hluti þessa vandamáls er að verðleggja aðgang samkeppnis- aðila að grunnkerfunum. Það hefur reynst vera stjórnmálalegt vandamál í sumum löndurn. Að sjálfsögðu verður ekki auðvelt fyrir símastofnanir að halda öllum viðskiptavinum sínum og sam- keppnisaðilar munu reyna að fleyta rjómann ofan af mark- aðnum með því að einbeita sér að stærstu viðskiptavinunum án þess að bjóða þjónustu á lands- vísu. En það má að sjálfsögðu ekki verða til þess að sírna- stofnanirvíki sérundan skyldunni að veita almenna þjónustu. Einnig rná hér nefna tilskipun EB frá 1990 um opinn aðgang að fjarskiptakerfum. Ein af forsendum til að auðvelda að- gang eru réttir staðlar. Fjarskipta- staðlastofnuninETSIvarstofnuð Mikil áhersla er lögð á að fjarskiptagjöld verði eðlilegri en nú er og meira í samræmi við tilkostnað 1988 m.a. af Pósti og síma, sem vinnur að því í samvinnu við Staðlaráð íslands að ETSI staðlarnir fái fulla viðurkenningu á Islandi. Þannig verður tækni- búnaður samhæfður í framtíð- inni. Það mun hafa í för með sér að tölvur frá mismunandi fyrir- tækjum geta unnið saman án erfiðleika. Víða í Evrópu fer fram að- skilnaður póstþjónustunnar og símaþjónustu, m.a. til að hindra fjármagnsflutning milli þeirra en í mörgum löndum hefur verið mikið tap á póstinum þótt í öðrum löndum sé ágætur hagn- aður. Hér álandi erpóstþjónustan umþað bil að ná jafnvægi, nokkur milligreiðsla kom áður fyrr frá símahliðinni. Víða erlendis er verið að gera breytingar á póst- og síma- stofnunum og gera þær að fyrir- tækjum sem eru rekin sem hluta- félög hvort heldur ríkin selja hlutabréf í þeim á almennum markaði eða eiga áfram 100%. í Danmörku verður t.d. öllurn sjálfstæðu símafyrirtækjunum steypt saman við ríkis- símastofnun. Þau verða rekin 7 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.