Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 13

Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 13
Apríl 1992 hlutaður í smærri bita, þar sem lítið er um ráðandi fyrirtæki og markaðurinn dreifistmilli margra lítilla fyrirtækja í hverju landi. Sem dæmi er útbreiðsla við- skiptahugbúnaðarins Navigator í Danmörku aðeins fimm- til sjö- föld á við útbreiðslu mest selda viðskiptahugbúnaðar á Islandi, og berast þó fréttir af útflutningi Navigator til fleiri Evrópulanda - rneðal annars Islands! Af einhverjum ástæðum erþróun einmenningstölvumarkaðarins í Evrópu lítillega á eftir þróun ísl- enska markaðarins og þess banda- ríska, og á þetta bæði við um upptöku nýjasta vélbúnaðar og hugbúnaðar. F>að gefur íslensk- um fyrirtækjum visst svigrúm til að sjá fyrir breytingar og laga vörur sínar og þjónustu að þeim. Forskot íslendinga Við Islendingar njótum srnæðar okkar í því að lesa til dæmis helstu fagtímaritin í uppruna- Pegar gömlu austur- og vesturpólarnir hverfa, koma þrír meginpólar í staðinn í efnahagslegum og stjórnmálalegum skilningi legum bandarískum útgáfum, meðan Evrópubúar lesa eigin útgáfur þessara sömu tímarita með eldri og minni fréttum af "state of the art", svo ég leyfi mér að sletta. Því er nefnilega ekki að neita að framþróun einmenn- ingstölvunnar og tækninnar sem henni tengist á sér stað í Bandaríkjunum og Austurlöndum miklu fremur en í Evrópu. Þegar rætt er um eiginleika Evrópu- markaðarins er gaman að minna á að álfan er geysilega þéttbýl og fjarlægðirnar í raun litlar. Innan 400 km geisla frá Brussel má Með virkri þátttöku íslands í samstarfi Evrópuþjóða eigum við samleið með nágrannaþjóðum okkar og þeim þjóðum sem við berum okkur saman við finna London, París, Amsterdam og Bonn, auk þess sem stutt er í Luxemborgarflugvöll og næstu Flugleiðavél til Reykjavíkur. Miðað við Akureyrarferð á möl og mjóum malbiksvegum er ekki mikið mál að bregða sér milli borga í Evrópu til að sinna við- skiptavinum. NokkurEvrópulönd hafa verulegan áhuga á því að laða til sín fyrirtæki og atvinnu- tækifæri, sérstaklega í hátækni- greinum. Meðal þeirra landa sem auglýsa ýmiskonar fyrirgreiðslu eru Irland, Belgía, austurhluti Þýskalands og Spánn. Sum þessara landa buðu áður mjög hagstæð skattafríðindi, en mega það ekki lengur samkvæmt sam- ræmdum skattareglum Evrópu- bandalagsins. í staðinn kemur margvísleg hjálp og aðstoð, til dæmis ódýr aðstaða í tækni- görðum, beinar niðurgreiðslur á fjárfestingarkostnaði, tíma- bundið eignarskattsfrelsi og flýtifyrningar, lægri launatengd gjöld fyrir starfsmenn í há- tæknigreinum og unga starfs- menn, lögfræðiaðstoð og vaxta- lauslán. Vitaskuld þarf að mæta ýmsum skilyrðum til að geta fengið aðstoð á borð við þá sem ég hef nefnt. Atvinnumálin Víða í Evrópu er að finna ungt og vel menntað fólk sem vantar atvinnu. Því má kynnast nánar á fyrirhafnarlítinn hátt með því að notfæra sér eitt af hinum sam- evrópsku verkefnum, nefnilega námsmannaskipti milli háskóla og fyrirtækja í mismunandi Evrópulöndum. Námsmanna- skiptin fara þannig fram að fyrirtæki koma óskum sínum á framfæri við viðeigandi skrif- stofu í eigin landi, og evrópska samstarfsverkefnið sér um að velja saman námsmenn og fyrir- tæki í samráði við báða aðila. Verkefnið útvegar síðan hús- næði og annast hinar praktísku Evrópska samstarfsverkefnið sér um að velja saman námsmenn og fyrirtæki hliðar málsins. Meira að segja greiðir það í mörgum tilvikum hluta af launum námsmannanna til að mæta kostnaði fyrir- tækjanna af því að þjálfa þá. Þessir námsmenn geta síðan verið haukar í horni síðar ef sækja skal á þeirra heimamarkaði. Á íslandi má leita til COMETT- skrifstofunnar í Tæknigarði til að fá nánari upplýsingar um þennanmöguleika. Þarmálíkafá upplýsingar um það hvernig sækja má um styrki til sam- evrópskra rannsóknar- og þróun- 13 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.