Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 15
Apríl 1992
Utflutningur er langtímaverkefni
Ársæll Harðarson, Cand. Merc. - framkvæmdastjóri Myndmáls hf.
Veit íslenskt á gott?
Oft er útflutningur mögulegur
þrátt fyrir að varan sé íslensk.
Mörg dæmi sýna þetta, einkum í
sjávarútvegi og iðnaði tengdum
honum. Þar á vel við slagorð
Utflutningsráðs Islands, "Islenskt
veit á gott". I öðrum greinum á
slagorðið illa við því það er
ekki sjálfgefið að t.d. íslenskt
hugvit svo sem ráðgjöf eða
hugbúnaður, sé útflutningshæf
vara á erlendan markað. Ekki er
það þó alveg útilokað í vissum
tilvikum og sé ýmsum skilyrðum
fullnægt má búast við að ein og
ein tilraun takist næstum því og
jafnvel einstaka heppnist þokka-
lega um tíma.
Sumir trúa því að íslenskar vörur
séu rnjög eftirsóttar úti í hinum
stóra heimi og það sé "bara að
koma þeim á markað". Því miður
er það ekki tilfellið. I sumum
tilfellum er þessu reyndar alveg
þveröfugt farið. Það þarf að
sannfæra, fyrst einn eða fleiri
kaupendur, síðan umboðsmenn
um að íslenska varan sé jafngóð
og erlend.
Hvers vegna útflutning?
Ákvörðun um útflutning þarf að
taka að vel athuguðu máli, en
það er auðvelt að nefna í fleng
rnjög margar ástæður fyrir því
hvers vegna ætti að hefja
litflutning:
* Hagnaðarvonin við að selja á
stærri markaði er ein ástæða
og þrátt fyrir lægri álagningu
vegna meiri samkeppni, búast
menn við því að vinna það
upp í magni.
* Líftími sumra vara er lengdur
með því að selj a hana á nýjum
erlendum markaði.
* Jöfnuður í árstíðabundinni
sölu næst í sumurn tilfellum.
* Áhættudreifing vegna lítils
heimamarkaðar.
Hvaö ef
Grænlendingar
kæmu hingað í
flokkum og reyndu
að selja okkur
hugvit, ráðgjöf og
hugbúnað?
* Þjóðhagslega hagkvænrt að
flytja lit vörur og þjónustu..
* Rannsóknar- og þróunar-
kostnaður dreifist á hærri
veltu.
* Imyndfyrirtækis verðurbetri.
* Vaxtarmöguleikar aukast í
þeim tilvikum sem fyrirtæki
hefur nánast einkasölu-
aðstöðu á heimamarkaði.
* Erlend samkeppni er mæl-
ikvarði á samkeppnishæfni
fyrirtækis.
* Vegsemd fyrirtækis og stjórn-
enda þess eykst við alþjóð-
lega ásýnd.
Þrátt fyrir að auðvelt sé að finna
góðar ástæður fyrir útflutningi
er einnig nauðsynlegt að líta á
þær ástæður sem ekki mæla með
honum:
* Gengisþróun getur takmarkað
hagnað og pólitískt ójafnvægi
einnig.
* Aðlögun vöru getur kostað
það mikið að arðsemin verði
ekki sem skyldi.
* Heimamarkaður sem er of
lítill getur orðið útflutningi
fjötur um fót.
* Vöruþróunarkostnaði erbetur
varið á heimamarkaði ef
líftími vöru er að rninnka
* Vegsemd er lítils virði ef
hagnaður eykst ekki vegna
útflutnings.
* Þjóðhagsleg hagkvæmni er
ekki endilega hagkvæm fyrir
fyrirtækið, og alls ekki ef halli
er á viðskiptunum.
Stefnumótandi
ákvarðanir
Margar afdrifaríkar ákvarðanir
þarf að taka áður en ákveðið er
að hefja útflutning. Ef ekki er að
gætt í tíma er mikil hætta á
mistökum og litlurn árangri.
Stefnumótandi ákvarðanir þarf
að taka um val á mörkuðum til
að fly tja á. Ekki er alltaf heppilegt
að hefja útflutning á marga mark-
aði í einu. Þá þarf að kynnast
mörkuðum og rannsaka aðstæð-
ur vel. Það verður nógu margt
sem kemur á óvart samt. Ákveða
þarf vöruval til útflutnings, eigin-
leika varanna ef þeir eru frá-
brugðnir þeim á heimamarkaði
ogaðlögunaðmörkuðum. Velja
þarf útlit, umbúðir, vörumerki,
leiðbeiningar og þjónustu. Hver
og einn ofangreindra liða krefst
yfirvegunar og margháttaðar
ákvarðanatöku. Þeir eru alls ekki
á færi eins eða tveggja manna að
ákveða. Hér er nauðsynlegt að
kalla til dýra ráðgjafa t.d. hvað
snertir vörumerki, einkaleyfi,
leiðbeiningar og umbúðir.
Þegar útflutningsstefnan hefur
15
Tölvumál