Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 17

Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 17
Apríl 1992 Margir útflytjendur hafa ekki bolmagn í þessa bið og útflutn- ingurinn rennur út í sandinn. Miklum tíma, orku og fjármunum hefur verið kastað á glæ. Fæst íslensk fyrirtæki hafa enn tileinkað sér gæðastjórnun með skipulögðum hætti. Enda Eitt hið mikilvægasta sem hægt er að gera fyrir íslenskan nýsköpunariðnað er að kaupa vörur fyrirtækjanna á innanlandsmarkaði þekkjast ekki nema fáein fyrirtæki hér á landi sem hafa fengið vottun á vörur sínar af alþjóðlegum fyrirtækjum. Þettamunþó veraí nokkj-um vexti sem betur fer. Ekki verður langt að bíða þess að íslenskum fyrirtækjum verði vísaðfrá áerlendummörkuðum, ef fyrirtækin geta ekki sýnt fram á vottuð gæðastjórnkerfi. Hvað er til ráða? Ý mislegt er og hefur verið gert ti 1 aðstoðar í ýmsum greinum út- flutnings og þá einkum á vegum samtaka atvinnulífs, og lánastofn- ana. Er hér átt við stofnanir eins og Utflutningsráð, Iðntækni- stofnun, Rannsóknaráð ríkisins, lánasjóði iðnaðarins og á vegum fjármagnsfyrirtækja eins og Þróunarfélags íslands hf. Þessir aðilar allir geta gert kraftaverk með samvinnu og með nokkurri áhættu. Ef ekki væri til áhætta í viðskiptum væri einnig lítið um hagnað. Mörg útflutningsfyrirtækja eru smá og fjárhagslega illa í stakk búin til átaka á útflutningsmörk- uðum. Ennfremur er heima- markaður oft lítill í sniðum. Þar við bætist að í mörgum tilvikum hafa innlendir aðilar ekki viljað kaupa vörur fyrirtækjanna sem einkum er litið til sem mögulegs vaxtarbrodds í íslensku atvinnulífi á næstu árum. Þau hafa valið erlenda framleiðslu. Hægt er að nefna dæmi um hið gagnstæða, þ.e. að fyrirtækjum er veitt traust til átaka innanlands af stórum aðilum, og hafa risið upp úr því fyrirtæki sem hafa áunnið sér traustan sess í íslensku atvinnulífi. Eitt hið mikilvægasta sem hægt er að gera fyrir íslenskan nýsköpunariðnað er að kaupa vörur fyrirtækjanna á innan- landsmarkaði. Hér um mikið verkefni fyrir atvinnusamtök og ríkisfyrirtæki að ná saman um. Enn hefur stjórnvöldum ekki tekist að koma á fót hvatakerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki til að vaxa hér á landi. Er þá átt við skattaafslætti til handa fyrir- tækjum í rannsóknar-, hugvits og hugbúnaðarverkefnum. Þvert á móti gjalda sum þessarafyrirtækja þess að vera illa skilgreind í staðli atvinnugreinaflokkunar, og ná þannig ekki að nýta sér lægra skattþrep svonefnds trygginga- gjalds sem iðnfyrirtæki og sjávarútvegsfyrirtæki njóta, þetta á t.d. við urn hugbúnaðarfyrir- tæki. Hugbúnaðarfyrirtæki eru auk þess í mikilli samkeppni við opinberar stofnanir sem telja sér og öðrum trú um að það sé ódýrara að ráða hóp starfsmanna til að sinna tölvudeildum en að bjóða út starfsemi af því tagi. Stofnanimar spara sér nefnilega virðisaukaskattinn. En þær sitja líka uppi með starfsmennina þegar verkefnunum er lokið. íslenskt veit á gott Hér hefur verið farið nokkrum orðum um verkefnin sem út- flutningsfyrirtæki standa frammi fyrir nú um stundir Þau eru fjölmörg. Árangurinn af útflutn- ingsstarfsemi fyrirtækja í hug- vitsiðnaði í framtíðinni fer eftir því fyrst og fremst hvernig stjórn- endur fyrirtækjanna halda á málum. En ýmsir aðrir hafa einnig hlutverki að gegna, þar á meðal opinberir aðilar, með því að ívilna nýsköpunarfyrirtækjum tímabundið, á uppvaxtarárunum. Þetta er einnig upplagt tækifæri fyrir sveitarfélög til að vinna að. Það er einnig tímabært að auka fjármagn til rannsókna- og þróunarstarfs, reynslan sýnir lrka að það er nokkurt (hug)vit í því. 17 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.