Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Síða 19

Tölvumál - 01.04.1992, Síða 19
Apríl 1992 Róbótinn er kominn á sinn stað í skautasmiðju Sör-Norge Aluminium ogfarinn að setja kraga utan um tinda rafskautanna. Iframtíðinni mun hann setja um 900 kraga á 300 rafskaut á dag en hvert rafskaut hefurþrjá tinda. aðila, heldur en að reyna að starfa hérlendis við óbreyttar að- stæður. Það þarf hins vegar mjög 1 ítið til að aðstæður hér á landi batni svo að hægt sé að stunda alvöru vöru- þróunarstarfsemi og alþjóðlega mark- aðsetningu. Við höfum vel menntað fólk, sem margt hvert hefur starfað erlendis og hefur bæði þekkingu og reynslu til að stunda vöruþróun og alþjóðlega markaðssetningu. síðan í ársbyrjun 1991 og voru tækin sett upp í júní þá um sumarið eftir að þau höfðu verið prófuð hér heima í þrjár vikur til að taka burtu alla hugsanlega galla. Verðmæti útflulningsins til Sör - Norge Aluminium AS var um 10 milljónir króna. Áframhald á utflutningi Núna eru JHM, Landssmiðjan hf og Samey hf að hefja mark- aðsátak um áframhaldandi sölu á þessum tækjabúnaði erlendis og hafa þau gert með sér samstarfssamning um áfram- haldandi þróun á tækja- búnaðinum og sölu hans. Meðal annars er unnið að þróun á svo kallaðri kragaáfyllingarvél, til að setja kolasalla í kragana utan um tindana. Nýlega tók JHM þátt í alþjóð- legri ráðstefnu og vörusýningu um tækjabúnað til álvera og málmframleiðenda í San Diego. Vakti hinn íslenski tækjabúnaður athygli og verða tilboð send til nokkurra álvera ánæstunni. Alver eru almennt að hugsa um að taka upp notkun kraga utan um tinda rafskautanna. þau álver sem nota kraga í daga hafa mikinn áhuga á að nýta sér nútíma sjálfvirkni í staða þess að hafa menn í þessum störfum. Við erum þeir einu í dag, sem höfum leyst þetta vandamál ál veranna og höfum því ákveðið forskot. Við erum í viðræðum við fimmtán álver allstaðar í heiminun og vonumst til að geta selt nokkur róbótakerfi til viðbótar á þessu ári. Það sem háir fyrst og fremst þróun og alþjóðlegri markaðssetningu á íslenskum tækjabúnaði er aðgangur íslenskra fyrirtækja að áhættufjármagni. Það er satt að segja skynsamlegast fyrir alvöru uppfinningamenn að selja hugmyndir sínar strax til erlendra Það mundi hraða verulega allri vöruþróun og útflutningi á íslenskri þekkingu og verk- menningu ef brotabroti af því fjármagni ríkissjóðs sem varið er til reksturs landbúnaðarins væri varið í sjóði iðnaðarins til áhættulána til að þróa hugbúnað og tækjabúnað til útflutnings og að fyrirtækjum væri gert auð- veldara að fá áhættufjármagn á innlendum hlutabréfamarkaði. Einnig þarf að endurbæta skattakerfið, svo það hvetji fyrirtæki og einstaklinga til að leggja fram hlutafé í áhættusöm en um leið áhugaverð fyrirtæki. Fjöldi íslenskra fyrirtækja er með áhugaverðar framleiðslu- hugmyndir, sem hafa alþjóðlegan markað, en það tekur sinn tíma að þróa þær, byggja frumgerð tækisins, prófa hana, ganga frá framleiðslugögnum og öllum tæknilegum upplýsingum, áður en varan er tilbúinn til markaðssetningar. 19 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.