Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Page 22

Tölvumál - 01.04.1992, Page 22
Apríl 1992 Utflutningur á íslensku tjáskiptaforriti fyrir fatlaða Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræöingur Ljóst er að nútíma tölvutækni getur hjálpað mörgum fötluðum við að efla tjáskipti sín við aðra. Um 0.02% mannkynsins erhaldin þeirri fötlun að geta ekki talað og vera það líkamlega og andlega fatlað að það þarf að nota táknmál til að tjá hugsanir sínar og tilfinningar. Eitt af þeim táknmálum sem notað er til tjáskipta fatlaðra er svo kallað BLISS, sem heitir í höfuðið á upphafsmanni BLISS táknmáls- kerfisins, Charles Bliss. Charles Bliss var austurískur efnafræð- ingur sem dvaldist í Kína á stríðsárunum og tók þá eftir því að hin ýmsu þjóðarbrot Kínverja gátu haft tjáskipti sín á milli með hjálp táknmálsleturs, þó svo þeir gætu ekki talað sama tungu- málið. Charles fékk þá hugmynd að þróaalþjóðlegttáknmálskerfi eða einhvers konar nýtt Esper- anto. Þetta táknmálskerfi vakti ekki mikla athygli fyrr en farið var að nota það í skóla fyrir fatlaða í Toronto árið 1972. Reyndist það vel til að bæta tjáskipti nrjög fatlaðra nemenda, sem notuðu svokallaða BLISS táknmálstöflutil aðtjásig. Núna er BLISS táknmálið notað í einum 25 löndunr og til eru ýmsar alþjóðlegar BLISS nefndir svo og landsnefndir sem vinna að áframhaldandi þróun á tákn- málskerfinu og notkun þess. Árið 1984 bað kennari í Öskju- hlíðarskólanum undirritaðan að athuga hvort hægt væri að tölvuvæða notkun BLISS táknmálsins og auðvelda þannig tjáskipti fatlaðra Blissnotenda. Fljótlega var lögð fram ákveðin grunnhugmynd að forriti, sem hefur haldist að mestu leyti óbreytt síðan, þó svo að sjálf útfærslan á forritinu hafi verið þróuð áfram í nánu samstarfi við íslensku Blissnefndina, kennara við Öskjuhlíðarskólann og Reiknistofnun Háskóla Islands. Hefur Friðrik Skúlason skrifað sjálft forritið, og á hann rnikið þakklæti skilið fyrir að það er núna tilbúið til notkunar. TjáskiptaforritiðheitiríSBLISS, og er komið í notkun í einum fjórtán löndum og er ti 1 á íslensku, norsku, dönsku, sænsku, ensku og þýsku. Verið er að vinna að þýðingu þess á finnsku, frönsku , spænsku og portúgölsku. Tryggingarstofnun ríkisins hefur stutt þetta verkefni með 800.000 krónurn með því að kaupa tuttugu forrit fyrir íslenska Blissnotendur. Þá hefur Norræna nefndin um málefni fatlaðra stutt verkefnið með Dkr 300.000 og ýmsir fleiri aðilarhafastuttviðþað. Þáhafa IBM Support Centers for Persons with Disabilities í mörgum löndum sýnt þessu forriti áhuga og kynnt það. En forritið er skrifað fyrir MSDOS PC eða PS vélar. Á annan tug íslenskra Blissnotenda hefur fengið tölvu heim til sín og sumir eru farnir að skrifa bréf sín á milli. Nú er unnið að áframhaldandi þróun á forritinu þannig að hægt verði að láta tölvuna mynda málfræðilega réttar setningar af hinum völdu Blisstáknunr og segja þær á íslensku nreð hinurn íslenska INFOVOX talgerfli. ÍSBLISS forritið byggist á því að tölvuskjánum er skipt í þrjá hluta. Neðst er rofalína, þar sem depill hleypur milli rofa, þannig að hægt er að stýra forritinu með aðeins einum rofa, t.d. með blást- ursrofa. í miðjunni er sýndur hluti af svo kallaðri Bliss tákn- málstöflu og hægt er að "velta fram og til baka, upp og niður", til að velja tákn inn í glugga á skjánum, sem síðan er sett upp í textalínuna efst á skjánum. Þennan texta má síðan prenta út. Verið er að vinna að því að láta töl vuna tala þennan texta. ÍSBLISS forritið byggir á þeirri grunnhugmynd að Blissnotend- urnir þekki sína Blisstöflu með um 500 táknum og viti hvar hin ýmsu Blisstákn eru staðsett. Það er að segja að þeir "sjái út fyrir tölvuskjáinn". Reynslan hefur sýnt að þessi aðferð gengur. Sumir nemendur eru jafnvel fljótari en kennarinn að velja táknin, þar sem þeir vita alveg hvar þau eru staðsett á töflunni. Þróun á þessu ÍSBLISS forriti svo og markaðssetning á því erlendis hefur verið óhemju kostnaðarsöm. Ef meta ætti vinnuframlag og útlagðan kostn- að JHM svo og allra þeirra, sem hafa aðstoðað við þróun forritsins, þá er sú upphæð senni- lega að nálgast 15 nrilljónir króna. Af því hafa fengist styrkir að upphæð fjórar milljónir og sala á 22 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.