Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 38

Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 38
Apríl 1992 Punktar Vöruskipti Vegagerð Ríkisins hefur gert samning við Svearoad, dóttur- fyrirtæki sænsku vegagerðarinn- ar, um gagnkvæm viðskipti með vegagerðarhugbúnað. Stærsti liður samningsins er sá að Vegagerðin fær veghönnunar- kerfi, sem hefur kostað sænsku vegagerðina jafnvirði lOmann- ára að þróa. í staðinn afhendir VR hugbúnað fyrir jarðganga- gerð, sem saminn var vegna Olafsfjarðarmúlaganganna og reyndist mjög vel í því verki. Samvinna um sölu og dreifingu á jarðgangahugbúnaðinum í öðrum löndum er með í dæminu. Hér er á ferðinni athyglisverð nýjung, sem fleiri íslenskar stofnanirmættu takatil athugunar. Tölvuleikir í jólapakkann Einn góðkunningi Tölvumála vildigefabömumsínumtölvuleik íjólagjöf. Þar sem heimilistölva hans var nokkuð komin til ára sinna eyddi hann drjúgum tíma í að velja leik við hæfi, sem ekki gerði of miklar kröfur til tölv- unnar. Þegar jólapakkinn hafði verið opnaður og leikforritinu var hlaðið í tölvuna heimtaði hún í sífellu að upprunalegur disklingur væri settur í drif. Hvernig sem reynt var fékkst forritið ekki með nokkru móti til að skilja það að disklingarnir úr jólapakkanum voru ósviknir. Strax eftir jólin var nú farið í búðina þar sem leikurinn hafði verið keyptur. Þar var hann prófaður á tölvu, sem var nýrri og annarrar gerðar en gamla heimilistölvan. Á þeirri vél vann leikurinn alveg eins og hann átti að gera. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist síðan hvorki unnt að fá annað eintak af leiknum né sambærilegan leik í staðinn því allir bestu leikirnir voru löngu uppseldir. Leikurinn fékkst að vísu endurgreiddur, en börnunum fannst sá kostur ekki mjög góður. Næstu jól verður væntanlega eitthvað annað sett í jólapakk- ann. FRISS stafataflan á undanhaldi Helstu IBM stórtölvunotendur á Islandi gerðu á sínum tíma samkomulag um viðauka við EBCDIC stafatöfluna til að samræma séríslensku stafatáknin, oft nefnt FRISS taflan. Nú þykir sú tafla vera úrelt og oft beinlínis til trafala. SKÝRR, Reiknistofa bankanna og Flugleiðir ráðgera því að breyta yfir í Code Page 871 stafatöfluna um páskana. Undirbúningsvinnaerhafin. Hún er veruleg og skipta fyrirtækin með sér verkum. Páskahelgin verður væntanlega notuð til að framkvæma breytinguna, en breyta þarf stafatáknum í stórum gagnasöfnum, skrám, forritum og margs konar kerfishugbúnaði. Myndir Á hinni nýju forsíðu Tölvumála er gert ráð fyrir ljósmyndum eða öðru myndefni. Við höfum í hyggju að koma upp safni af myndum, sent nota mætti af eftir þörfum. Því bjóðum við öllum sem það vilja að senda okkur ljósmyndir, bæklinga og hvers konar myndefni, sem nota má á forsíðunaánendurgjalds. Ekki skiptir máli þótt myndirnar eða bæklingamir hafi eitthvert aug- lýsingagildi, allt sem tengja má málefnum, sem Tölvumál fjalla umeráhugavert. Ritnefndinmun að sjálfsögðu ákveða hvaða myndir verða notaðar hverju sinni. Markaðsstjóri til leigu Utflutningsráð íslands býður athyglisverða þjónustu handa fyrirtækjum, sem hafa þörf fyrir faglega aðstoð og ráðgjöf við skipulagningu og markaðssókn erlendis, en vilja ekki fastráða starfsmann til verksins. Þessi þjónusta nefnist "Markaðsstjóri til leigu" og skýrir sig sjálf. Viðskiptajöfnuður 1991 Samkvæmt verslunarskýrslum 1991 virðist hafa verið fluttur hugbúnaður til landsins fyrir 267 milljónir króna, en út fyrir 5,7. Hlutfallið er mjög óhagstætt, fimmtíu á móti einum. Ef sömu töl ur fyrir vélbúnað eru skoðaðar þá er hlutfallið milli inn- og útflutnings enn óhagstæðara, tvö hundruð á móti einum. Ritnefndin hvetur alla lesendur Tölvumála til að senda inn efni í þennan nýja dálk. Hægt er að taka við efni á hréfsíma 25380 38 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.