Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 7
Apríl 1993 Simbi sæfari og kennslustjórinn Lára Björk Erlingsdóttir Torfi Rúnar Kristjánsson Að áliðnu síðasta hausti fór rit- stjóri Tölvumála þess á leit við okkur undirrituð að gera nokkra grein fyrir lokaverkefni okkar við Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands vorið 1992. Nokkuð hefur dregist að verða við þessari bón, en við vonunr að enn gildi orðskviðurinn "Betra er seint en aldrei". Lokaverkefni vinna nemendur á síðustuönnsinni viðT.V.Í oger oft um að ræða raunhæf verkefni sem unnin eru fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Við tókum hins vegar þá ákvörðun að búa til tölvuleik og rná segja að hugmyndin hafi kviknað þegar við gerðum ein- faldan leik sem lokaverkefni í gluggakerfisáfanga í desember 1991. Sáleikurvarforritaður í C undir Presentation Manager í OS/ 2ogbyggðistápersónum íteikni- myndasögum Walt Disney’s. Upphaflega hugðumst við nýta það senr þar var komið og l'æra það yfir í Windows og bæta síðan við útfærslum. Hins vegar kom fljótt í ljós að vanda- mál gætu skapast vegna höfundarréttar á fyrr- nefndum persónum og því var ákveðið að hanna leikinn nánast frá grunni. Jafnframt kom þá fram sú bugmynd að tengja leikinn námsefni grunnskóla þannig að hann gæti nýsl senr kennsluforrit á því skólastigi. Þegar upp var staðið voru orðin til tvö sjálfstæð forrit með sam- eiginlegan gagnagrunn, þ.e Simbi sæfari og Kennslustjórinn. Auk okkar undirritaðra unnu Jóhann Grétarsson og Ingvar Hreinn Gíslason að verkefninu. Simbi sæfari Simbi sæfari er leikrænt kennslu- forrit, senr ætlað er nemendum grunnskóla. Framsetning er ntyndræn, þar sem blandað er sarnan þekktum hluturn úr urn- hverfi og námsefni barna annars vegar og ævintýralegu umhverfi og atburðum, sem höfða rneira til ímyndunar þeirra hins vegar. Markmið með þessu kennslu- forriti er að tengja sarnan áhuga barna á tölvuleikjum og námsefni það sem þeim er ætlað að tileinka sérágrunnskólastigi. Verkefnin, sem verður að leysa nreðan á leik stendur, eru úr námsefni 1. - 10. bekkjar. Námsgreinum er skipt í þyngdarstig sem flokkar námsgreinarnar enn frekar. Stærðfræði býður einnig upp á reikningsaðgerðirnar samlagn- ingu, frádrátt, margföldun og deilingu sem valmöguleika. Persónan Simbi sæfari er sjóræn- ingi sem leitar fjársjóðar á eyði- eyju. I upphafi leiksins þarf nem- andi að finna lendingarstað á eyjunni og svara þar tveimur spumingum rétt af þremur. Ef nemandi geturþað ekki erhonum bent á að velja sér léttari verkefni til aðglínra viðíleiknum. Þegar lendingarstaðurerfundinn byrjar leikurinn af alvöru. Tína þarf blóm, sveppi eða steina til að viðhalda orku, en hætta er á að þessir hlutir séu annað hvort eitraðireðageislavirkirog kemur þá upp verkefni sem verður að leysa svo að hægt sé að halda 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.