Tölvumál - 01.04.1993, Side 21

Tölvumál - 01.04.1993, Side 21
Apríl 1993 EES: Um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum Hörður Lárusson, menntamálaráðuneyti Um löggilt störf sem krefjast a.m.k. 3jaárasérfræðimenntunar og starfsþjálfunar á æðra skóla- stigi gildir tilskipun 89/48/EBE sem tók gildi innan Evrópu- bandalagsins íbyrjun janúar 1991. Áður hafði bandalagið sam- þykkt tilskipanir um gagnkvæma viðurkenningu aðildarríkjanna á prófskírteinum fyrir æðra nám fyrir nokkur störf einkum á sviði heilbrigðismála. Þar sem þessar tilskipanir taka til einnar starfs- greinar h ver, fela þær í sér nokkuð ítarlega skilgreiningu á við- komandi námi og þeirn kröfum sem gerðareru til hæfni þess sem fengið hefur slíkt prófskírteini. Vegna fjölda og fjölbreytileika starfa sem kretjast sérfræðináms á háskólastigi er Ijóst að ekki var unnt að halda áfrarn á þeirri braut að setja sérstaka tilskipun fyrir hvert starf. Því var horfið að því ráði að samþykkja tilskipun þar sem skilgreint er almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum sem beitt eru að loknu sér- fræðinámi og starfsþjálfun á æðra skólastigi sem tekur a.m.k. þrjú ár. Þetta kerfi tekur þó aðeins til löggiltra starfa en hugtakið nær til starfsemi sem er beint eða óbeint háð því, samkvæmt ákvæðum í lögunt eða stjórn- sýslufyrirmælum, að viðkom- andi hafi lokið tilteknu prófi áður en hann hefur störf í greininni. Meðal þeirra atriða sem höfð voru í huga við setningu til- skipunarinnar eru eftirfarandi: 1. Einstökríkigetaákveðiðlág- markskröfur um menntun og hæfni fyrir einstakar starfs- greinar til þess að tryggja að sem best þjónusta verði beitt á þeirra yfirráðasvæði. Það er þó ekki unnt að krefjast þess af ríkisborgara aðildar- ríkis að hann afli sér ná- kvæmlega sömu menntunar sem viðurkennd er í gistirík- inu svo framarlega sem hann hefur aflað sér menntunar og hæfis í öðru aðildarríki til þess að leggja stund á það starfsemumeraðræða. Hins vegar þarf að meta hvort sú menntun og hæfi sem hlutað- eigandi hefur aflað sér svarar til þess sem gistiríkið krefst. 2. Nauðsynlegt er að kveða á um hvers konar starfsreynslu eða aðlögunartíma gistiríkið kann að krefjast af viðkom- andi til viðbótar prófskírteini af æðra skólastigi þegar menntun og hæfi er ekki í samræmi við það sem mælt er fyrir um í innlendum ákvæðum. Hæfnispróf getur komið í stað aðlögunartíma en tilgangur þessara prófa er að meta hæfni þess sem þegar hefur hlotið menntun og starfsþjálfun í öðru aðiklarríki til að aðlagast nýju starfs- umhverfi. Starfsheitið verkfrœðingur er lögverndar, sbr. lög nr. 62 frá 1986 en engin hliðstæð ákvæði munu vera til um tölvufræðinga. Tilskipun 89/48/EBE tekur því til verkfræðinga en ekki tölvu- fræðinga. Útlendingur sem leitar hingað til lands og sækir um að fá að starfa hér sem verkfræðingur þarf að leggja fram staðfest gögn um námsferil og starfsþjálfun. Við mat á umsókninni þarf að huga að eftirfarandi: í fyrsta lagi þarf að athuga hvort menntun og starfsþjálfun umsækjanda er í samræmi við þær kröfur sem hér eru gerðar og í öðru lagi þarf að athuga hvort og þá hvaða munur er á skilgreindu starfssviði verk- fræðings hér á Iandi og í því landi sem umsækjandi kemur frá. Ef í Ijós kemur að náms- og þjálf- unartími sem umsóknin greinir frá er að minnsta kosti einu ári skemmri en krafist er hér á landi má krefjast þess að umsækjandi leggi fram vitnisburð um starfsreynslu. Komi til þessa má sú starfsreynsla senr krafist er - eigi vera lengri en tvisvar sinnum sá tími sem upp á vantar í menntun og þjálfun ef það sem krafist er lýtur að æðri menntun og/eða þjálf- unartíma undir handleiðslu fagmanns og lýkur með prófi, - eigi vera lengri en sá tími sem upp á vantar ef hann lýtur að fagþjálfun sem viðkomandi hefur áunnið sérmeð aðstoð fulhnenntaðs félagsmanns úr greininni. Komi í ljós að sú menntun og þjálfun sem viðkomandi hefur hlotið sé verulega frábrugðin þeim kröfum sem hér eru gerðar má krefjast þess að umsækjandi 21 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.