Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 11
Apríl 1993 Velta í tölvugeiranum einum svipuð og í nýbyggingariðnaði Hver skyldi svo veltan vera í þessurn upplýsingatækniiðnaði? Hér á Islandi er talið að hún sé umtæplega lOmilljarðarkrónaá ári hjá fyrirtækjum sem hafa tekj ur af því að selja vörur og þjónustu tengda tölvum og tölvubúnaði (MarinóNjálsson: 1992,7).Þetta er há upphæð og til samanburðar má nefna að hér er um að ræða svipaða upphæð og varið er til nýbygginga á Islandi á ári. Og þá er fjarskiptaþátturinn ótalinn. Heildarveltan í tölvu-og fjar- skiptageiranum á íslandi er því örugglega á bilinu 10 til 20 milljarðar króna á ári. Því skal engan undra þótt hags- munaaðilar séu margir, bæði beint og óbeint. Má þar m.a. nefna fyrirtæki í tölvu-, hugbúnaðar-, síma- og fjarskiptageiranum en ekki síðurnotendurna sjálfa, hina eiginlegu neytendur alls þessa. Verður vikið nánar að þeirn síðar. íslendingar mega ekki lenda í þeim vítahring að vera aðeins þiggjendur á evrópskum markaði Islendingar eru fárnenn þjóð á evrópskan mælikvarða og fá- mennar þjóðir eru gjarnan frekar þiggjendur en gefendur í sam- skiptum þjóða í millum. Þetta er vítahringur sem Islendinar mega ekki lenda í. Ein leið til að forðast það er að þeir fái tækifæri til að leggja sitt fram til þróunar þessa markaðar. Stundum hefur verið nefnt að upplýsingatæknin og iðnaður og þjónusta tengd henni væri einn af vaxtarbroddum íslensks atvinnu- lífs. Og rétt er það að allnokkur árangur hefur þegar náðst. Má þarnefnanotkun upplýsingatækni í sjávarútvegi, símbréfahugbúnað fyrir tölvur, samskiptafonit fyrir tölvur og nýlega Gulu línuna, svo fáein dæmi séu nefnd. Islendingar taka nú þegar þátt í ýmsum verkefnum á vegunt EB ogþátttakalslendingaíEES opnar ýmsa nýja möguleika til þátttöku í fleiri verkefnum, verkefnum sem sum hver eru kostuð af EB að hluta eða alfarið. Með þátt- tökunni gefst mönnum kostur á að koma sínum hugmyndum á framfæri ogkynnast því sem aðrir eru að gera. Auk þess skapast með slíkri þátttöku sambönd sem geta komið sér vel og leitt til margs konar viðskipta, þó síðar verði. Ákveönar leikreglur gilda á hinu marg- tyngda fjölþjóða menningarsvæði Evrópu Islendingar eru mjög heppnir að því leyti að þjóðin er vel menntuð og margir íslendingar hafa stundað nám víðsvegar um heirn, í mörgum þjóðlöndum bæði innan og utan EB. Með námi sínu hafa þeir öðlast þekkingu á máli og menningu viðkomandi þjóðar, en yfirleitt aðeins þeirrar þjóðar einnar. Og þó að sú þekking sé nrikilvægt vegarnesti, þádugir hún sjaldnast alveg í því fjölþjóðasamfélagi sem EB er. Menn verða líka að átta sig á þeirn leikreglum sem gilda í fjölþjóðasamfélögum og ternja sér þau vinnubrögð, sem þar tíðkast, og laga sig að því hvernig slíkir hópar haga sam- skiptum sínum, bæði innan hópa og eins rnilli hópa á hinu margtyngda svæði EB. EB og notendur upplýsingatækni Hjá EB heyra upplýsingatækni- mál undir ráðuneyti XIII. Það ráðuneyti hefur þótt nokkuð hallt undir framleiðendur tölvu-og fjarskiptabúnaðar, eins og áður hefur komið fram. En nú hafa menn þar á bæ áttað sig á því að notendur geta lagt ýmislegt gagnlegt af mörkum og virk þátttaka þeirra gæti hjálpað til við að vinna upp samkeppnis- forskot Japana og Bandaríkja- manna sem metið er á um tvö ár. Því hefur ráðuneyti XIII leitað samstarfs við félög tölvu- og fjarskiptanotenda innan EB og hvatt þau til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri og heitið stuðningi við þau. Not- endafélögin hafa tekið þessari málaleitan vel. Hingað til hefur samstarfið einkum verið við tvenn samtök, CECUA (Con- federation of Euopean Computer User Associations) og ECTUA (European Council of Telecom- munication Users Associations). Aðild að hvorumtveggju sam- tökunr eiga félög tölvu- og fjarskiptanotenda í hinum ein- stöku löndunr EB og sumum EFTA-ríkjum, þar á meðal Islandi. Þá hvatti ráðuneyti XIII CECUA og ECTUA samtökin til að starfa saman og mynda kjarnann í European Forum of IT&T Users, EFITTU, samstarfs- vettvangi allra tölvu-og fjar- skiplanotenda í Evrópu, sjá mynd I. Og sumarið 1992 stóð EFITTU samstarfsvettvangurinn að fjöl- mennri ráðstefnu í Brussel sem 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.