Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 25
Apríl 1993 kenna þær? (Sú siðasta er e.t.v. óþörf, því skólakerfið hlýtur i framtiðinni að taka þessar greinar að sér). Ég ætla ekki að svara þessum spurningum, en það liggur hins vegar i augum uppi að þvi fleiri sem fá tilsögn i þessum efnum þvi betra. Ég held lika að það muni verða auðveldara að kenna fólki þessa hluti i skólum i framtiðinni og kemur þar einkumtvennt til. Skólar hl jóta að taka tölvur i notkun til st jórnunar- og kennslustarfa og þannig verður hægt að kenna fólki að nota tölvur á þann hátt að það sé eðlilegur þáttur i námi i öðrum greinum. Ennfremur mun nýr hugbúnaður, einkum stýrikerfi, valda þvi að notendur verði ekki varir við hvaða vélartegund þeir eru að nota. Þannig verður auðveldara fyrir skólakerfið að velja kennsluaðferðir án þess að þurfa þar með að velja milli vélagerða eða framleiðenda. Mér sýnist þvi bæði nauðsynlegt og sjálfsagt að skólar veiti sem flestum (helst öllum) kennslu i almennum undirstöðuatriðum tölvunotkunar og gagnavinnslu, en skólakerf ið þarf einnig að b jóða upp á itarlegri kennslu fyrir þá, sem vilja hasla sér völl i gagnavinnslu og tölvurekstri. Þessi fundur er mjög timabær og hafi Skýrslutæknifélagið þökk fyrir framtakið, þvi ég held að framundan sé talsvert starf við skipulagningu kennslu i gagnavinnslugreinum og jafnvel enn meira starf við að fylgjast með þróun mála og gæta þess að kennslan verði samstiga þróuninni. Þessi fundur rrætti einnig vera upphaf i samstarfi skóla að þessum málum, þvi i þessum efnum, ekki siður en i mörgum öðrum, er kostnaðarsamt að hokra einn i koti sinu. Við norðanmenn munum heilshugar taka þátt i sliku samstarfi, sem við teljum að hafa muni ört vaxandi þýðingu. Sígildur húmor qfárgangi 1981 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.