Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 24
Apríl 1993 Litið um öxl Vegna stórafmælis félagsins og undirbúnings þess hafa ritstjórar Tölvumála fengið snert af for- tíðarsótt og tekið til við að dusta ryk af eldri árgöngum blaðsins. Ekki er búist við að sóttin réni strax að neinu marki. Mega les- endur því búast við að fleiri greinar úr eldri árgöngum fylgi í kjölfar þessarar ágætu greinar, úr 6. árgangi Tölvumála, sem hér fer á eftir. Greinin er framsöguerindi frá félagsfundi Skýrslutæknifélags- ins 15. júní 1981, þar sem fjallað var "um kennslu í tölvunarfræði, gagnavinnslu og skyldum greinum hérlendis". Helstu atriði í 12 ára gamalli framtíðarsýn Úlfars Haukssonar hafa gengið eftir, t.d. Mennta- netið og MSDOS. Megi aðrir spámenn reynast jafn snjallir. KENNSLA í GAGNAVINNSLUGREINUM VIÐ MENNTASKÓLANN Á AKUREYRI Úlfar Hauksson: í Menntaskólanum á Akureyri hefur kennsla í gagnavinnslugreinum verið af skornum skammti til þessa, ef frá er talin forritun, sem kennd hefur verið, fyrst i sambandi við stærðfræðikennslu en siðan einnig sem sjálfstæð valgrein. Fyrsta kennslan var i þvi fólgin að kenna nemendum að nota forritanlegar reiknivélar (1971-72) en siðan var farið að kenna forritunarmál, fyrst FORTRAN, þá APL og nú siðustu árin, eftir tilkomu litillar PET-vélar, BASIC. Önnur kennsla i gagnavinnslugreinum hefur ekki farið fram innan ramma stundaskrár, en námskeið og fyrirlestrar hafa verið haldin þess utan og hefur áhugi nemenda og kennara á þessum greinum verið mikill. Við hugsum okkur að sjálfsögðu að taka upp frekari kennslu i gagnavinnslufræðum. Hvernig þeirri kennslu verður háttað, er ekki fullmótað, en hún verður þó i anda hinnar nýju samræmdu námsskrár fyrir framhaldsskóla á Norðurlandi. Það sem ég segir hér eru þvi minar hugmyndir, fremur en fastmótaðar áætlanir skóla norðan heiða. í skólakerfinu hefur megininntak kennslu i gagnavinnslugreinum hér á landi verið forritun eins og greinilega hefur komið fram hér á undan. Nemendum hefur verið veitt innsýn i forritunarmál eitt eða fleiri. Einhver jar breytingar eru þó að verða á þessu og er það vel, þvi framundan eru án efa miklar breytingar á tölvum, tölvubúnaði og tölvunotkun og er liklegt að þróunin verði sist hægari á næstu árum en hún hefur verið. Við getum búist við þvi að sjá einhvern anga af tölvuvef (Conputer networks) á þessum áratug, þó svo að við verðum eitthvað á eftir nágrönnum okkar. Fyrr eða siðar verða jaðartæki i öllum krókum og kimum atvinnulifsins og jafnvel á heimilum okkar einnig. Þó einhver timi kunni enn að vera til stefnu held ég að nú sé ágætur timi fyrir skólamenn til að staldra við og spyrja spurninga sem þessara: Hvaða gagnavinnslugreinar á að kenna? Hver jum á að kenna þær? Hvar á að kenna þær? Hvernig? Og e.t.v. lika hver á að 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.