Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 17
Apríl 1993 haldandi búseturétt, þá getur ljölskylda hans átt rétt á að búa áfram í landinu, ef eitt af eftirfarandi þremur skilyrðum er uppfyllt. Það er að laun- þeginn hafi búið samfellt í tvö ár í landinu eða launþeginn hefur látist af völdum vinnuslyss eða atvinnusjúk- dóms eða maki launþegans sé ríkisborgari í búseturíkinu eða hafi misst ríkisborgararétt í því ríki við að giftast laun- þeganum. Gagnkvæmar prófaviðurkenningar Þá er 30. gr. EES-samningsins mjög mikilvæg fyrir atvinnu- réttinn í EES-ríkjunum en hún fjallar m.a. um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði iim forntlega menntun og hæfi. I viðauka VII við EES-samning- inn eru tilgreindar þær fjölmörgu tilskipanir ráðsins sem tengjast þessu ákvæði en iðulega er um að ræða sérstakar tilskipanir fyrir hverja starfstétt, starfsgrein eða atvinnugrein. Þessum tilskipunum má skipta í þrjá flokka: í fyrsta lagi tilskipun nr. 89/48 um almennar reglur varðandi viðurkenningu á prófskírteinum sem veitt eru að loknu æðra námi og starfsþjálfun sem tekur a.m.k. þrjú ár. I öðru lagi er um að ræða tilskip- anir um margvísleg sérhæfð störf einkum á sviði heilbrigðisþjón- ustu. Þær ná einnig til arkitekta og lögmanna. I þriðja lagi er um að ræða til- skipanir um afmörkuð starfssvið á sviði verslunar, iðnaðar og viðskipta. í stuttu máli má segja um mögu- leika fólks til að flytjast frá einu landi til annars og taka þar upp starf sem það hefur sérhæft sig í, þá eru engin vandamál tengd því að fara frá landi þar sem starfið er lögverndað til annars lands, hvort heldur starfið er þar lögverndað eða ekki. Hins vegar þarf viðkomandi að hafa stundað starfið í a.m.k. 2 ár sl. 10 ár ef hann kemur frá ríki þar sem starfið er ekki lögverndað og ætlar að starfa í ríki þar sem starfið er lögverndað. Ennfremur er í mörgum slíkum tilvikum hægt að láta viðkomandi gangast undir sérstök hæfnis- eða réttindapróf ef um slíkt er að ræða í viðkomandi landi. Húsnæðismál Hvað viðvíkur húsnæðismálum þá er launþegum frá öðrum EES- ríkjum tryggður jafn réttur hvað varðar aðgang að íbúðarhús- næði. Þó er sú krafa gerð til launþegans að hann hafi yfir að ráða húsnæði fyrir fjölskyldu sína sem talið er hæfa innlendum launþegum á því svæði sem hann hefur ráðið sig til vinnu, þó með þeim fyrirvara að það leiði ekki til að þessum launþegum sé mismunað á kostnað innlendra launþega. Ráðningarkjör í 2. tl. 28. gr. EES-samningsins er kveðið á um að afnema verði alla mismunun sem byggð er á ríkiborgararétti viðkomandi lands og lýtur að ráðningum, launum og öðrum starfskjörum og í c. lið 3. tl. er kveðið á um að dvöl í atvinnuskyni skuli veraí samræmi við ákvæði í lögum og stjórn- valdsfyrirmælum um starfskjör borgara þess ríkis. í 7. gr. reglugerðar 1612 eru mjög afdráttarlaus ákvæði um að ekki megi mismuna launþegum sem eru ríkisborgarar einhvers aðildarríkjanna. Þetta felur í sér sama rétt og skyldur og innlendir launþegar viðvíkjandi öllum ráðningar- og vinnuskilyrðum þ.m.t.: launakjör, uppsögn úr starfi, komi til atvinnumissis, endurskipun og endurráðning, félagsleg réttindi og skatta- ívilnanir, þjálfun í skólum er tengjast atvinnulífinu og endur- menntunarstöðvum. Þá er al- mennt ákvæði um að ógilda skal og að engu hafa öll ákvæði bæði í kjarasamningum og ráðningar- samningum sem og öðrum al- mennum reglum er varða aðgang að atvinnu, ráðningu, launakjör og önnur starfsskilyrði eða uppsagnarákvæði ef þau mæla fyrir um eða heimila nrismunun launþega sem eru ríkisborgarar annarra aðildarríkja. EB dómstóllinn hefur skýrt tekið fram að EB lög komi ekki í veg fyrir að aðildarríki beiti lands- lögum eða kjarasamningum um lágmarkskjör gagnvart sérhverj- um launþega sem jafnvel erráðinn tímabundið í viðkomandi að- ildarríki án tillits til þess í hvaða landi aðalaðsetur atvinnurekanda er. Lögin um starfskjör launþega frá 1980 kveða fortakslaust á um það að laun og önnur starfskjör sem aðildarsamtök atvinnurek- endaog launafólks semji um skulu vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfs- grein á s væði því er samningurinn tekur til. Lög þessi gilda að sjálfsögðu óháð þjóðerni launa- mannsins. 17 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.