Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 23
Apríl 1993 Spurningalisti fyrir tölvukaupendur 1. Almennt - Hver er gerð tölvunnar (framleiðandi/land)? - Hvernig er kassinn útfærður: Liggjandi/ standandi/stærð? - Hve margar einingar rúmast í forplötu hans? - Hve öflugur er straumgjafinn? - Er vifta hljóðlát/hljóðdeyfð/hraðastýrð? - Hvaða gerð er BIOS forritið (framleiðandi)? - Liggja fyrir almennar afkastamæl ingar á vél inni ? 2. Gjörvi - Hvaða gjörvi er í tölvunni (gerð, hraði og framleiðandi)? - Er völ á öflugri gjörvunr? - Hvernig fara þá stækkanir/gjörvaskipti fram? - Er hraðminni (cache) í eða utan gjörva - hve stórt? - Fylgir reiknigjörvi (innbyggður í gjörva/sér kubbur)? 3. Innra minni - Hve stórt er vinnsluminni tölvunnar? - Hve mörg tengi eru fyrir minniseiningar? - Hversu mikið vinnsluminni rúmast á móðurborði? - Eru minniseiningarnar af staðlaðri gerð (hvaða)? - Hversu hraðar minniseiningar skal nota? 4. Diskur - Hver er framleiðandi disksins? - Hve stór er diskurinn? - Hver er meðalsóknartími? - Hver er flutningshraði á gögnum til og frá diski? - Hefurdiskurinninnbyggthraðminni-hvestórt? - Erdiskstýringáföstmóðurborðieðaséreining? - Hve marga diska má tengja sömu stýringu? - Hve mörg disklingadrif fylgja - hve stór? - Hve mörg disklingadrifmá tengja stýrieiningu? - Er disklingastýring áföst móðurborði? 5. Skjár, lyklaborð og jaðartæki - Er "Local bus" tenging við skjá/disk, skv. hvaða staðli? - Er skjástýring áföst móðurborði? - Hver er gerð skjástýrieiningar (ef sér eining)-. - Hve stórt eigin minni hefur skjástýrieiningin (VRAM?)? - Hver er upplausnargeta skjásins? - Er skjár lággeisla SVGA (eða betri)? - Hve marga hnappa hefur lyklaborðið ? - Eru íslenskir bókstafir innbrenndir í hnappa ? - Fylgir viðeigandi lyklaborðsrekill (driver)? - Hve rnargar tengiraufar eru á móðurborði? - Hve mörgum tengiraufum er þegar ráðstafað? - Hve mörg tengi f. jaðartæki (Serial/Parallel/ Game/Annað)? 6. Hugbúnaður - Hvaða stjórnkerfishugbúnaður fylgir (útgáfu- númer)? - Hafa önnur stjórnkerfi verið reynd (t.d. UNIX)? - Hefur tölvan verið reynd í nettengdum kerfum (hvaða)? - Fylgir annar hugbúnaður? - Hvaða handbækur fylgja? - Fylgir uppsetning á hug- og vélbúnaði? 7. Annað - Hve langur er ábyrgðatími? - Hvernig er þjónustu hagað á ábyrgðartíma og eftir (hvar, hvenær opið, hve dýr er vinnu- stundin)? - Eru varatæki höfð til reiðu (láns) ef viðgerð dregst? - Hvaða reglur gilda um ábyrgð seljanda við ígrip eiganda? - Er sýningareintak til reiðu? - Hver er afgreiðslutíminn? - Hvaðkostarvélinogstækkaniráminni,gjörva, diskrými? - Hvað er innifalið í uppgefnum verðum? 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.