Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 26
Apríl 1993 Leit aö dýrgripum Svanhildur Jóhannesdóttir Eins og fram kom í grein vara- formanns í síðasta tölublaði Tölvumála mun Skýrslutækni- félagið, í tilefni 25 ára afmælisins, gangast fyrir sýningu á tölvu- búnaði og þróun hans á líftíma félagsins. Þótt félagið sé ungt að árum er tímabilið, sem það hefur starfað á, þegar orðið áhugavert sögulega séð. Og kostur hraðra breytinga er sá að í hópi okkar eru enn þeir sem muna hvert skref og hafa glögga yfirsýn yfir tímabilið allt. Verður sýningin haldin í Geysis- húsinu við Aðalstræti í septem- ber n.k. Samstarf er komið á við Arbæjarsafn og Þjóðminjasafn Islands umundirbúningsýningar- innar. Er það afar mikilsvert að fá þannig faglega aðstoð við sýningu á gömlum munum. Einnig hefur hugmynd um sam- starf verið nefnd við Ljósmynda- safn Reykjavíkur. Undirbúningsnefnd skipa: Ottó A. Michelsen, Kjartan Ólafsson, Frosti Bergsson og Svanhildur Jóhannesdóttir af hálfu Skýrslu- tæknifélags Islands, Lilja Arna- dóttir af hálfu Þjóðminjasafns og Unnur Björk Lárusdóttir af hálfu Arbæjarsafns. Hafinn er undirbúningur við söfnun og skráningu tækja. Einn af frumkvöðlum tölvutækninnar í landinu, Ottó A. Michelsen, hefur komið ýmsum tækjum í vörslu Arbæjarsafns. Fyrsta há- skólatölvanerívörslu Þjóðminja- safns. Vitað er að ýmis fyrirtæki og stofnanir eiga tæki í fórum sínum sem ekki eru lengur í notkun, en eru geymd sem minjar. Við höfum hug á að komá upp skrá yfir þessi tæki með upplýsingum um aldur, eiganda, geymslustað, ástand og lýsingu á notkun. Til stendur að fá svo einhver þeirra lánuð á sýningu svo mennta megi Iandslýð urn þennan þátt sögunnar. Undirbúningsnefnd skrapp á dögunum, með Ottó A. Michel- sen í broddi fylkingar, að skoða tæki þau sem eru vörslu Arbæjar- safns. Þar má finna ýmsa dýr- gripi, gataspjaldavélar, raðara og gamlar tölvur. Er skemmst frá að segja að sumir nefndarmenn urðu angurværir í framan og brugðust við eins og þeir væru að hitta gamla kærustu! Við köllum á aðstoð félags- manna við að hafa uppi á þessum ástmeyjum. Fyrsta skrefið við að skrá þessa merkilegu sögu, er að skrá þau tæki sem hér hafa verið notuð. Ljósmyndir, eins og þær sem eru á síðunni hér til hliðar, eru einnig mikilvægur þáttur. Mörg fyrirtæki eiga safn ljósmynda, látið okkur vita ef eitthvað er þar sem á erindi á spjöld sögunnar. Saga tölvu- tækninnar í landinu er þegar orðin merkileg, við megum ekki láta mikilvæga þætti hennar fara í glatkistuna. Hafið samband við skrifstofu Skýrslutæknifélags íslands, sími 2 75 77, bréfsími 2 53 80. E: i trt \cva- eir vis* kallúufr **PöP op 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.