Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 15
Apríl 1993 auðvelda öðrum aðstandendum launþegans að koma til landsins, ef þeir eru á framfæri launþegans eða hafa búið undir sama þaki í landinu sem hann kom frá. Þó launþeginn þurfi að vera ríkisborgarari EES-ríkis ef hann ætlar að starfa og búa í öðru aðildarríki, þá þarf fjölskylda hans ekki að vera það til að búa með honum. Fjölskyldumeð- limir sem ekki eru ríkisborgarar EES-ríkis þurfa yfirleitt atvinnu- leyfi ef þeir ætla að hefja vinnu í öðru aðildarríki og einnig er hægt að krefja þá um vegabréfsáritun. Þá eiga börn launþegans rétt til skólagöngu, námsvistar og starfs- þjálfunar. Öll þessi ákvæði eru nauðsynleg til að auðvelda laun- þegum að nýta þá möguleika sem frjáls atvinnu- og búseturéttur veitir. Sjálfstætt starfandi og þeir sem stunda þjónustuviðskipti Samkvæmt 31. gr. EES-samn- ingsins fá ríkisborgarar EES-ríkja leyfi til að hefja sjálfstæða starf- semi og koma á fót fyrirtæki í öðru EES-ríki. Slíkur réttur kallast staðfesturéttur. Þessum einstaklingum og fjölskyldum þeirra er tryggður atvinnu- og búseturéttur o. 11. eins og laun- þegum með sérstökum tilskip- unum. Þeim sem láta í té eða notfæra sér þjónustu annarra verður að tryggja dvalarleyfi meðan slík þjónustuviðskipti eiga sér stað. Þeir sem ekki stunda atvinnustarfsemi Þrjár aðrar tilskipanir veita þeim, sem ekki eru launþegar eða eru sjálfstætt starfandi eðafjölskyld- ur þeirra, ferða- og dvalarleyfi í öðru EES-ríki að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ein þeirra gildir almennt um þá sem ekki eru starfandi. Önnur inniheldur sérreglur urn þá sem látið hafa af störfum og sú þriðja inniheldur sérreglur um náms- menn. Þessarþrjártilskipanirtóku gildi ÍEB l.júlí 1992. Tilskipanirnarsetjaþaðsemskil- yrði fyrir ferða- og dvalarleyfi þeirra sem ekki eru launþegar eða sjálfstætt starfandi, að þeir fram- færi sig sjálfir og að þeir séu tryggðir fyrir ófyrirséðum út- gjöldum, þannig að þeir verði ekki byrði fyrir félagsmálakerfi dvalarlandsins. Það er talið nægjanlegt ef fjármunir, tekjur eða lífeyrir viðkomandi eru hærri en þau tekjumörk sem veita rétt til aðstoðarfélagsmálayfirvalda. Ef þessi mælikvarði er ekki not- hæfur, þá er þess krafist að fjármunirnir séu hærri en lægsti lífeyrir í viðkomandi landi. Dvalarleyfi námsmanna er bund- ið við námstímann. Námsmenn- irnir eiga ekki rétt á greiðslu námssty rkja eða námslána í dval- arlandinu. Dvalarleyfi fyrirnáms- menn má veita til eins árs í senn. Fjölskyldur þessara hópa hafa rétt til að fá sér launaða vinnu eða korna á fót sjálfstæðri starfsemi í dvalarlandinu. Dvalarrétturinn er staðfestur með dvalarleyfi eins og hjá öðrum hópum. Takmarkanir á atvinnu- og búseturétti Frjálsan atvinnu og búseturétt er hægt að takmarka þegar það er rökstutt með tilliti til allsherjar- reglu, almannaöryggis og al- mannaheilbrigðis. Þetta er útfært nánar í tilskipun ráðsins nr. 64/221 /EBE. í tilskip- uninni kemur fram við hvaða aðstæður hægt sé að byggja tak- mörkun á útgáfu og endurnýjun dvalarleyfis eða brottvísun úr landi. I viðauka við tilskipuninakemur fram hvaða tilvik geti verið ástæða brottvísunar og neitunar umsóknarum dvalarleyfi. Astæð- ur sem varða almannaheilbrigði eru sjúkdómar sem falla undir sóttvarnarákvæði skv. alþjóða- reglum, berklar, sárasótt og aðrir smitsjúkdómar falli þeir undir ákvæði til verndarríkisborgurum gistilandsins. Þá eru tilgreind eit- urlyfjafíkn og alvarlegar geðræn- ar truflanir sem dæmi um tilvik sem geta stofnað allsherjarreglu eða almannaöryggi í hættu. I tilskipuninni eru einnig til- greindar þær aðstæður sem ekki réttlæta frávísun, brottvísun og höfnun dvalarleyfis. Takmarkanir vegna allsherjarreglu og almanna- öryggis verður að byggja á persónulegri hegðun viðkom- andi. I tilskipuninni er ákvæði um að fyrri refsiverð hegðun sé ekki nægjanleg í sjálfu sér til að slíkum ráðstöfunum sé beitt. Dómstóll Evrópubandalaganna hefur í nokkrum dómum túlkað ákvæði tilskipunarinnar. Af þessum dómum má ráða að tak- markanir á för fólks geti ekki byggst á alhæfingum um hópa fólks og að þær hafi heldur ekki það markmið að vera almenn hindrun. Aðrartilskipanirvíkkagildissvið tilskipunarinnarþannig að efnis- atriðin nái einnig til annarra hópa en launþega og til þeirra sem nýta sér réttinn til að dvelja áfram í EES-ríki eftir að hafa lokið atvinnu þar. 15 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.