Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 9
Apríl 1993 iTOcawwcww! IJmíttriiiw iiíii-rinrr! .•<>>>><■>>>>>>>>>>1 Kennslustjðrinn :;1111r11i11 <1 • Ir '• ■ i<1 LJ lljálp varð niður þá virkni sem átti að byg&jast á þeim. Staða og framtíðarhorfur Síðastliðið haust gengum við til samninga við Námsgagna- stofnun og seldum stofnunni dreifingarrétt á fyrrgreindum for- ritum innan íslenska skólakerfis- ins. Þá hefur hún rétt til að leggja þau frarn í Dataprogramgruppen, sem er sameiginlegur vettvangur Norðurlandanna hvað varðar kennsluforrit. Þess má geta að forritin voru kynnt á fundi þessa hóps í desember síðastliðnum og er skemmst frá því að segja að öll hin Norðurlöndin hafa óskað eftir að fá að nýta þau. Þegar er byrjað að þýða strengjatöflur leiksins yfir á dönsku. Fyrir lok mars skal verða lokið við að lagfæra annmarka sem komið hafa frarn við prófun ásarnt smávægilegum viðbótum. Þá má geta þess að Valgeir Gestsson kennari við Granda- skóla hefur lokið við að skrá 1000 spurningar ásamt svarmögu- leikum sem munu fylgja við dreifingu innanlands. Y msar hugmyndir eigum við enn í pokahorninu sem ætlaðar voru til að gera leikinn meira spennandi og byggjast þær allar á hreyf- anlegum hlutum. Þær bíða hins vegar þess að Windows ráði betur við mörg tímaskilaboð á sarna tíma heldur en það gerir nú. Þar sem allar bakgrunnsmyndir eru utan keyrslukóda Sintba þá er tiltölulega einfalt að breyta umgjörð leiksins. Þó getur þurft að endurskoða lokuð svæði og staðsetningu felustaða við slíka breytingu. Við viljum að lokum hvetja þá sem fást við hugbúnaðargerð að lítatil skólakerfisins við val á verkefnum. Þar eru ótal mögu- leikar til að gefa nemendum kost á tilbreytingu og viðbót við hefðbundið nám. Það skilar ef til vill ekki miklum veraldlegum auði til framleiðenda, en er kærkomið þeim sem njóta. Punktar... Lengi lifir í gömlum glæöum Fyrir sjö árunr hélt norska Skýrslutæknifélagið (Den Norske Dataforening) tíu ára afmælishátíð sína. Því ætti DND nú að vera orðið seytján ára samkvæmt hefð- bundnu tímatali. Engu að síður hefur DND boðað til hátíðahalda vegna fertugs- afmælis síðar á þessu ári. (Vonandi ekki tóm öfund vegna aldarfjórðungs afmæl- is okkar í Sl!) Skýringin á þessari skyndilegu aldurs- aukningu DND er sú að upp- götvast hefur að DND var stofnað úr rústum félags senr á sínunt tíma hafði verið stofnað upp úr öðru félagi eðaeitthvaðsvoleiðis. Elstu samtökin sem uppruni DND var rakinn til, "Hullkort- foreningen Team", (Gata- spjaldagengið) var stofnað árið 1953 og hefði því með réttu orðið fertugt á þessu ári ef því hefði enst aldur til. Þessi reikniaðferð Norð- mannanna er býsna snjöll því þrem árum eftir fertugs- afmælið geta félagsmenn í DND haldið upp á tvítugs- afmæli og síðan fimmtugs- afmæli sjö árum seinna. (úr CW Norge nr. 10 1993) 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.