Tölvumál - 01.04.1993, Page 12

Tölvumál - 01.04.1993, Page 12
Apríl 1993 Samtök tölvu- og fjarskiptanotenda og tengsl þeirra viö EB. FRAMKVÆMDA- STJ. EB X T 1 EFITTU bar heitið Networking in the 90’s, þar sem m.a. var fjallað um sam- tengingar notenda, fyrirtækja og stjórnsýslueininga í sameinaðri Evrópu. Ráðuneytið hefur heitið stuðningi sínum við EFITTU og hvatt til áframhalds á samstarfi CECUA og ECTUA og annarra þeirra félaga sem láta mál tölvu- og fjarskiptanotenda til sín taka innan ramma EFITTU. Hagsmunamál notenda í EÐ Starfið í CECUA og ECTUA fer að mestu leyti fram í vinnu- hópum. Þau málefni sem þar eru til umfjöllunar gefa góða mynd af starfsemi samtakanna og sýna á hvað lögð er áhersla. Á vegum CECUA starfa t.d. vinnuhópar sem fjalla um verndun upplýsinga, menntun notenda, höfundarrétt á hugbúnaði, hug- búnaðarsamninga, vélbúnaðar- samninga og staðla. Á vegum ECTUA starfa sér- fræðingahópar sem fjalla um t.d. fjarskipti um gervihnetti, fjarskipti og rekstrarumhverfi fyrirtækja á opnum markaði, leigulínur, gæði fjarskiptaþjónustu og tilskipun EB um fjarskiptaþjónustu. Vinnuhópar og sérfræðihópar skila CECUA og ECTUA skýrslum um störf sín. CECUA og ECTUA koma síðan áliti þeirra á framfæri við ráðuneyti XIII sem fer með slík mál innan EB eins og áður sagði. I sumum tilvikum biður ráðuneytið um álit CECUA og ECTUA á til- löguin að tilskipunum sem fyrir liggja. Auk þess hafa samtökin einnig stöku sinnum gert Evrópuþinginu í Strassbourgbeint grein fyrir afstöðu sinni. Mál þau, sem CECUA og ECTUA fjalla um og minnst var á að ofan, snerta einnig ísland. Tilskipanir EB koma til ineð, a.m.k. sumar þeirra, að gilda á íslandi og hafa áhrif á lagasetningu hér á landi. Það er því enginn marktækur munur á hagsmunum Islands og hagsmunum annarra landa í EES, EB og EFTA að þessu leyti. 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.