Tölvumál - 01.04.1993, Síða 16

Tölvumál - 01.04.1993, Síða 16
Apríl 1993 Ferðafrelsi Samkvæmt b-lið 3. tl. 28. gr. EES-samningsins öðlast laun- þegar rétt til að fara að vild um EES-svæðið til að fá sér vinnu. Þessi réttur felur í sér rétt til að fara til annars EES-ríkis með því að leggja fram persónuskilríki eða vegabréf. Þannig verður ekki hægt að krefja launþegann um vegabréfsáritun eða setja sérstök skilyrði fyrir því að hann fái að komatil landsins. Þettagildirhins vegar ekki fjölskyldumeðlimi hans ef þeir eru ekki ríkisborgarar einhvers aðildarríkis. Ríkin eru samt sem áður skuldbundin að auðvelda þessum fjölskyldu- meðlimum að fá vegabréfsáritun. Dómstóll Evrópubandalagsins hefur tekið nánari afstöðu til hversu víðtækur rétturinn til aðflutnings er. I þessum dómi kemur fram að EB-rétturinn eigi ekki að hindra að aðildarríki hafi eftirlit með því hvort út- lendingur sem er búsettur í aðildarríkinu hafi undir höndum dvalarleyfi svo framarlega sem skylda til að sýna persónuskilríki hvíli einnig á ríkisborgurum viðkomandi lands. Dvalarleyfið Staðfesting á dvalarleyfi er veitt með skjali sem ber titilinn "dvalarleyfi". Til að gefa út slíkt skjal þurfa eftirfarandi skjöl eða gögn að vera fyrir hendi: Fyrir launþegann: a) Skjalið sem á að nota eða var notað við komuna til landsins t.d. vegabréf eða persónu- skilríki sem sýnir ríkisfang viðkomandi. b) Staðfesting á atvinnuráðn- ingu. Fyrir fjölskyldumeðlimina: a) Skjalið sem var notað við komuna til landsins. b) Skjal sem sýnir hvernig fjöl- skylduböndum er háttað. Það þarf að vera útgefið af yfir- völdurn í heimalandi viðkom- andi eða í síðasta dvalarlandi. c) Skjal sem sýnir að þeir séu á framfæri launþegans eða voru hluti heimilismanna hans í heimalandinu eða síðasta dvalarlandi. Þetta skjal þarf að vera gefið út af við- komandi yfirvöldum. Dvalarleyfið á að gilda í a.m.k. 5 ár og mögulegt á að vera að framlengja það eftir þann tíma a.m.k. 5 ár í senn. Tímabundin dvalarleyfi eru gefin út vegna ráðningarsamninga sem gilda 3 mánuði til 1 ár. Allt að 6 mánaða rof á dvöl breytir ekki gildi dvalarleyfis. Fjölskyldumeðlimir sem eru sjálfir ríkisborgarar EES-ríkis fá einnig 5 ára sjálfstætt dvalarleyfi. Fjölskyldumeðlimir sem ekki eru ríkisborgarar aðildarríkis eiga að fádvalarleyfisskírteini sem gildir jafn lengi og dvalarleyfi laun- þegans. Dvalarleyfi erekki hægt að aftur- kalla á þeirri forsendu að atvinnu- ráðningin sé ekki lengur fyrir hendi, þegar um það er að ræða aðlaunþeginneróvinnufærvegna sjúkdóms eða slys eða er orðinn atvinnulaus að ósekju. Dvalarleyfið má takmarka í fyrsta skipti sem það er endurnýjað en þó ekki skemur en tólf mánuði, ef leyfishafinn hefur verið at- vinnulaus samfellt lengur en 12 mánuði. Réttur til dvalar í öðru EES-ríki skal viðurkenndur án þess að dvalarleyfi sé gefið út: a) þegar atvinnuráðning stendur skemur en 3 mánuði, eða b) þegarlaunþeginnhefurbúsetu í öðru EES-ríki og fer þangað reglubundið a.m.k. einu sinni í viku, eða c) þegar atvinnan er árstíða- bundin og byggir á vinnu- samningum sem eru viður- kenndir af yfirvöldunum. Áframhaldandi dvalarréttur Samkvæmt d-lið 3. tl. 28. gr. EES-samningsins hafa ríkisborg- arar EES-ríkja rétt á áframhald- andi búsetu í öðru EES-ríki eftir að hafa stundað þar atvinnu. I reglugerð framkvæmdarstjórnar- innar(EBE) nr 1251/70eruhelstu ákvæði um áframhaldandi dvöl nánar tilgreind. Eitt af eftirfarandi skilyrðum ber að uppfylla: a) Starfsmaður fer á eftirlaun og hefur unnið í landinu síðustu 12 mánuði og verið búsettur þar samfellt í 3 ár. b) Starfsmaðursemhlýturvaran- lega örorku og hefur verið búsettur a.m.k. 2 ár í landinu. Ef um vinnuslys eða atvinnu- sjúkdóm, sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, er að ræða, eru engin tímamörk fyrir búsetu í landinu. c) Starfsmaður sem hefur búið og unnið samfellt í 3 ár í ríkinu en starfar í öðru rrki, en heldur heimili í fyrra ríkinu og hverfur þangað að jafnaði daglega eða a.m.k. einu sinni í viku. d) Ef launþeginn andast, þá á fjölskylda hans rétt á áfram- haldandi búsetu í landinu ef launþeginn hefur öðlast áframhaldandi búseturétt. Ef launþeginn andast áður en hann hefur öðlast áfram- 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.