Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 20
Apríl 1993 Meginreglan í þessu frumvarpi er sú að frá og með þeim degi senr aðilaskipti verða, þá tekur nýr atvinnurekandi við öllum rétt- indum og skyldum, sem fyrri atvinnurekandi bar gagnvart starfsmönnum í fyrirtækinu eða atvinnurekstrinum, að því er snertir ráðningarkjör þar með talin áunnin réttindi svo og önnur starfsskilyrði. Uppsagnir starfsmanna eru ekki heimilaðar nema fyrir liggi efna- hagslegar, tæknilegar eða skipu- lagslegar ástæður, sem hafa í för með sér brey tingar á starfsmanna- haldi í fyrirtækinu. Sarna gildir um breytingar á stöðu trúnaðar- manna. Þegar aðilaskipti verða skal trúnaðarmaður halda réttar- stöðu sinni og starfi samkvæmt lögum og samningum að svo miklu leyti sem atvinnureksturinn heldur sjálfstæði sínu. Aðilaskipti eða samruna skulu þeir sem hlut eiga að mál i ti lkynna trúnaðarmanni starfsmanna eða starfsmönnum sjálfum sé trún- aðarmaður ekki fyrir hendi með eins góðum fyrirvara og hægt er og a.m.k. áður en aðilaskipti koma til framkvæmda. Einnig hvílir á sömu aðilum skylda til að upplýsa hlutaðeigandi starfs- menn um ástæður fyrir aðila- skiptunum eða samrunanum. Einnig skulu þeir upplýsa um lagalegar, efnahagslegar og fél- agslegar afleiðingar aðilaskipt- anna fyrir starfsmenn og urn allar fyrirhugaðar ráðstafanir vegna starfsmanna. Ef það liggur fyrir að atvinnu- rekandi hafi í huga að gera ráð- stafanir vegna starfsmanna vegna aðilaskipta eða samruna, skal hann hafa samráð við trúnaðar- mann starfsmanna eða starfs- mennina sjálfa í því skyni að ná samkomulagi um þær. Slíkt samráð skal hafa með góðuin fyrirvara og áður en fyrirhugaðar ráðstafanirkomatil framkvæmda. Almennt séð hafa lítil takmörk verið fyrir því til hvaða ráð- stafana nýir eigendur geta gripið til við aðilaskipti að atvinnu- rekstri hér á landi. Þó þeir verði jafnan að halda sig við gildandi lög og kjarasamninga, þá eru þeir almennt ekki bundnir af sérstök- um ráðningarsamningum fyrri eigenda nema þess sé sérstaklega getið í aðilaskiptasamningi. Vernd launa vegna gjaldþrota Að lokum má nefna tilskipun um vernd launa við gjaldþrot atvinnu- rekanda. Ekki þarf að breyta íslenskum lögum vegna þessarar tilskipunar. Öryggisákvæöi EES- samningsins í 4. kafla VII. hluta EES-samn- ingsins þ.e. 112. - 114. gr. eru tilgreindar þær öryggisráðstafanir sem hægt er að grípa til við sérstakar aðstæður í hverju aðildarríki sem það sjálft metur sem al varlegar. Ennfremur eru þar tilgreindar takmarkanir á umfangi slíkra ráðstafana og gildistíma og hvernig að þeim skuli staðið. Þessi ákvæði, ef þeim er beitt, geta leitl til óskilgreindra tak- markana á því ferða- ,atvinnu- og búsetufrelsi sem felst í EES- samningnum og viðaukum hans. Almenna öryggisákvæði EES- samningsins felur í sér að ef upp komaalvarlegirerfiðleikaríefna- hagsmálum, þjóðfélagsmálum eða umhverfismálum sem tengj- ast sérstökum framleiðslugrein- um eða svæðum og líklegt er að verði varanlegir getur samnings- aðili einhliða gert viðeigandi ráðstafanir með ákveðnum skil- yrðum um tilkynningar- og upp- lýsingaskyldu til samningsaðila og sameiginlegu EES-nefnd- arinnar. Ekki má grípa til aðgerða fyrr en einum mánuði eftir að þær hafa verið tilkynntar aðilum, nema því aðeins að þær þoli ekki bið eða búið sé að hafa sarnráð áður en fresturinn er liðinn. Þau ríki sem álíta að nteð öryggis- ráðstöfunum sé að sér vegið geta gripið til bráðnauðsynlegra gagnaðgerða til að jafna það misvægi er þau álíta að sé fyrir hendi. Með samningnum fylgir sérstök yfirlýsing íslands um beitingu öryggisákvæðisins í ljósi þess hve atvinnulífið er einhæft og landið strjálbýlt. Yfirlýsingin leggur áherslu á sérstöðu íslands, til þess að engum megi blandast hugur um að því verði beitt, ef á þarf að halda í þeim tilvikum sem menn hafa mestar áhyggjur af. Um er að ræða ef alvarleg röskun yrði á vinnumarkaði með stórfelldum flutningum vinnuafls til ákveðinna landshluta, í ákveð- in störf eða ákveðnar atvinnu- greinar og einnig ef alvarleg röskun verður á fasteigna- markaði. Þessari yfirlýsingu hefur ekki verið andmælt og engar athugasemdir gerðar við hana. Það er íslenskra stjórnvalda að ákveða það hvort aðstæður kalli á beitingu þessa öryggisnets. Hér hefur verið stiklað á helstu atriðum er varða atvinnu- og búseturétt í EES-samningnum eins og hann liggur fyrir nú. 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.