Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 19
Apríl 1993 Vinnuumhverfi Um þessi atriði er fjallað í V. hluta samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. I 66. gr. lýsa samningsaðilar því yfir að þeir séu sammála urn að stuðla að bættum starfs- og lífskjörum launafólks. í 67. gr. er tekið fram að aðilar skuli leggja sérstaka áherslu á að bæta vinnuumhverfi nteð tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna. Þetta ber að gera með því að setja lög eða reglur sem hafi að geyrna ákvæði um lágntarkskröfur. Sérstaklega er tekið fram að slíkar lágmarks- kröfur skuli ekki vera því til fyrirstöðu að samningsaðilar láti strangari reglur um vinnu- umhverfi halda gildi sínu. Við samanburð á íslenskum reglum og reglum EB hefur kornið í ljós að Islendingar standa allvel að vígi í sambandi við þann þátt samningsins sem lítur að öryggi og hollustuháttum á vinnustöðum. Lög okkar urn öryggi og hollustuhætti á vinnu- stöðum stangast ekki á við ákvæði EB. Vandinn liggur fyrst og fremst í því að EB er á ýmsum sviðum komið lengra en við í setningu reglugerða sem taka til ákveðinna þátta vinnuumhverfis- mála. Sem dæmi um þetta má benda á reglur um notkun ör- yggisskilta á vinnustöðum, eða reglur um notkun starfsmanna á persónuhlífum á vinnustað. Enn sem komið er hafa reglur um þetta efni ekki verið settar hér á landi. Nefna mætti fjölmörg fleiri dænti því gert er ráð fyrir að á Evrópska efnahagssvæðinu gildi um 16 EB tilskipanir sem taki til vinnuumhverfismála og fleiri eru á leiðinni. Hér er því verk að vinna, sem að mínu mati leiðir til bætts umhverfis á íslenskum vinnustöðum. Vinnumarkaðsmál Á sviði vinnumarkaðsmála er einkum um þrjár tilskipanir að ræða. En þessum tilskipunum er yfirleitt ætlað að tryggja lág- marksrétt launafólks eða annarra hópa um hlutaðeigandi nrálefni. I þessum tilskipunum er ákvæði um að ákvæði tilskipunarinnar hafi engin áhrif á rétt aðildarríkja til að beita eða koma á lögum eða stjórnsýslufyrirmælum sem eru hagstæðari launþegum. Á santa hátt er aðilum vinnu- markaðarins frjálst að semja um hagstæðari kjör. Hópuppsagnir Ein af þessum tilskipunum er um samræmingu á lögum aðildar- ríkjanna um hópuppsagnir (75/ 129/EBE). í henni eru settar ákveðnar reglur sem atvinnu- rekendur þurfa að fylgja þegar hópi fólks er sagt upp störfum. Hópuppsögn miðast við að a.m.k. 10 til 30 starfsmönnum sé sagt upp á hverju 30 daga tímabili allt eftir stærð fyrirtækja og tilskipunin næreinungis til fyrir- tækja sem hafa 20 eða fleiri starfsmenn. Ákvæði tilskipunar- innar fela meðal annars í sér sky ldu atvinnurekenda til að hafa samráð við trúnaðarmenn eða starfsmenn og tilkynningar til opinberra aðila eins og vinnu- miðlana þegar hópuppsagnir eru áformaðar. Hópuppsagnir sem hafa verið tilkynntar skv. til- skipunni takafyrstgildi 30dögunt eftir að tilkynning hefur borist hlutaðeigandi stjórnvaldi. Þennan frest á stjórn vinnumiðlunar eða sveitarstjórnir, þar sem engin vinnumiðlun er, að nota til að leita lausnar á þeim vanda sem fyrirhugaðar uppsagnir munu valda. Ákvæði tilskipunarinnar hafa ekki áhrif á uppsagnarfrest sem slíkan en geta haft áhrif á hvenær hann tekur gildi. Ákvæði þessarar tilskipunar voru lögfest á Alþingi á síðasta ári og tóku gildi 1. janúar s.l. í núgildandi löggjöf eru einungis að finna ákvæði um tilkynningu til Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins og viðkom- andi verkalýðsfélaga vegna uppsagna4eðafleiri starfsmanna. Þetta ákvæði hefur verið efnis- lega fellt inn í nýju lögin. Þetta þýðir að hlutverk Vinnumála- skrifstofu félagmálaráðuneytis- ins varðandi uppsagnir er að mestu leyti óbreytt. Ákvæðið á að tryggja að vitneskja um uppsagnir berist til ráðuneytisins og verkalýðsfélaga eftir sem áður. Hlutverk Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins breytist þannig ekki nteð þessum lögum. Hlulverk hennar er fyrst og fremst að hafa heildarsýn yfir stöðu og þróun atvinnumála í landinu. Eitt af verkefnunum verður eftir sem áður að taka við tilkynningum um uppsagnir og meta atvinnuástandið og þróun þess út frá þessum upplýsingum sem öðrum. Réttarstaða launa- fólks við aðilaskipti að fyrirtækjum Efni tilskipunar EB nr. 77/187, sem er um réttarstöðu launafólks við aðilaskipti að fyrirtækjum er ekki að finna í íslenskri löggjöf. Frumvarp til lögfestingar á efni tilskipunarinnar hefur verið lagt fyrir Alþingi. I tilskipuninni er m.a. kveðið á um að ráðningar- kjör starfsmanna eigi ekki að breytast við aðilaskiptin sem slík. 19 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.