Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 12. sept. 1962 •''StR skömmu. Spurðum vfð hann hvenær hann hafi fyrst farið að hugsa um að koma til íslands. — Það er um ár síðan ég fór fyrst að hugsa um það fyrir alvöru. Ég hef nýlega gert kvikmynd ir og bækur frá Grikklandi og Egyptalandi. Þau eru bæði mjög sögurík lönd og fannst mér því eðlilegt að ísland yrði næst í röðinni. í öðru lagi hef ég alltaf haft mikinn áhuga fyrir nor- rænni menningu. í þriðja lagi vita Frakkar mjög lítið um ís- land og íslenzkar bókmenntir og menningu. Þessu þarf að breyta. í fjórða lagi er þetta hugboð. Ég hef alltaf haft á til- finningunni að ísland væri töfr- andi og skemmtilegt land og ég hef haft rétt fyrir mér. — Hvað finnst yður mest einkennandi fyrir ísland? — Það sem mér finnst sér- kennandi fyrir landið er hvað það er stórt og strjálbýlt. Lands lagið er ákaflega stórfenglegt og kyrrðin og auðnirnar grípa mann. Landið er mjög vel til P! myndatöku fallið. — Vissuð þér mikið um ís- land áður en þér komuð? — Ég hef komið hingað áður, árið 1948, þegar ég fór til Græn lands með Poul Emile Victor, sem kvikmyndatökumaður. Auk þess hef ég lesið mikið um land ið. í bæjarbókasafninu í Nica fann ég meira að segja 18 bæk- ur um ísland, þar á meðal sex bækur eftir Gaimard. — Þegar Frakki kemur til íslands fylgir hann gamalli tradition. Frakkar hafa komið hér mikið, leiðarxgrar hafa farið hingað, ferðamenn komu hér oft fyrr á öldum og syo var hér aíltaf mikið af frönskum sjó- mönnum. Frakkar þekkja flestir ísland einnig af öðrum ástæð- Samivel til hægri ásamt Patrick Plumet, aðstoðarmanni sínum. Undanfarna mánuði hefur dvalizt hér á landi franskur kvikmynda- tökumaður og rithöfund ur, sem notar dulnefnið Samivel, sem tekið er úr ævintýrum Pickvicks eftir Dickens. - 'Hefur hann unnið hér að kvik- mynd og bók um ísland. — Hún verður það ekki í venjulegum skilningi. Við höfð- um tílbúið „scenario“ eða kvik- myndahandrit, áður en við kom- um hingað og vissum nákvæm- lega hvað við ætluðum að mynda. Myndin mun taka um einn og hálfan tíma og þvi verða mun lengri en fræðslu- myndir eru venjulega. Við reyn um að gera sögu landsins lif- andi með því að sýna landslag. — Svo tekið aæmi, fylgjum við slóð Eiríks rauða frá Breiða firði til Bröttuhlíðar á Græn- landi Sagan verður þar lifandi, án þess að þörf sé fyrir að nota leikara. Við notum leik- ara í örstuttum atriðum, en ekki mörgum. Meðal annars kemur Halldór Kiljan Laxness fram í myndinni, en að sjálf- sögðu ekki sem leikari. — Notið þið eitthvað efni úr atvinnulífi landsins á okkar dögum? — Það er ætlunin að gefa heildarmynd af landinu í fortíð og nútíð. Því höfum við talsvert efni frá fiskveiðum og land- búnaði, enda hefur hvort tveggja verið mjög snar þáttur I sögu ykkar. — Notið þið mikið af ís- lenzkri list? — Við notum mikið af mynd- um frá Þjóðmynjasafninu í bókinni. Einnig höfum við tek- ið nokkuð af myndum af verk- um nútímalistamanna, þeirra Ásmundar Sveinssonar, Bar- böru Árnason og Kjarvals. ^ Franskir ^ kvikmynda- ^ menn feta 4 í fótspor ^ Eiríks rauða * í Dölum, 4 Breiðafjarðar- 4 eyjum og 4 Bröttuhlíð — Hvenær, verður myndin frumsýnd? — Hún verður fyrst sýnd í eru ekki með tali, heldur flyt ég fyrirlestra með þeim. Einnig er í ráði að franska sjónvarpið noti eitthvað af myndinni. — Tilgangur minn með kvik- myndinni og bókinni er að vekja skilning og áhuga Frakka á íslandi. Ég er þess fullviss að þið fáið fleiri franska ferða- menn en nokkru sinni fyrr, strax næsta sumar. Að lokum segir Samivel, með glampa i augum: — Það sakar Kyrrðin og rípa mann Samivel hefur áður j>ert bók og kvikmynd um bæði Egypta- land og Grikkland. Hann hóf feril ,sinn, sem teiknari og bóka skreytari. Fékkst hann aðallega við að gera barnabækur, en fór fljótlega að skrifa, bæði ævin- týri og smásögur. Síðar sneri hann sér að kvik- myndagerð og hefur þegar gert allmargar myndir og hafa þær hlotið góðar undirtektir. Nokkr- ar þeirra hafa einnig hlotið verðlaun frá ýmsum aðilum. Blaðamönnum gafst tækifæri til að hitta Samivel áður en hann fór af landi brott fyrir um. Öll frönsk börn kannast við Snæfellsjökul, úr sögu Jules Verne og iangar öll til að sjá hann. Þá er mönnum mjög ofarlega í minni slysið er Pourquoi-Pas fórst og með því hinn kunni vísindamaður Char- cot. — Við höfum tekið myndir af strandstaðnum og öllum þeim munum sem náð hefur verið úr flakinu. — Verður mynd þessi l fræðslumynd? París í febrúar, í 2500 manna húsi. Síðan verður hún sýnd um frönskumælandi lönd á vegum samtakanna Connai- sance de Monde. Ég hef þann hátt á að myndir sem ég geri ekki að geta þess að þið hafið fleira en náttúrufegurð á ís- landi. Það eru fleiri fallegar stúlkur í Reykjavík en í allri París. Ég vona bara að það hafi enginn þetta eftir mér í París. Lesið Vísi eftir vinnudaginn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.