Vísir - 15.09.1962, Qupperneq 6
i
6
VÍSIR
Laugardagur 15. sept. 1962
Skrifstofuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði, helzt 2 herb., óskast í
miðbænum eða nágrenni. Uppl. í síma 16881.
RÖSKUR
sendisveinn óskast. Vinnutími 8,30 til 12 f. h.
Upplýsingar í prentsmiðjunni Laugaveg 178.
Dagbioiið Vísir
Frá Gagnfræðaskólum
Reykjavíkur
Nemendur mæti í skólunum Mánudaginn 17. þ. m.,
kl. 4—7 síðdegis, til skráningar (1. og 2. bekkur) og
til staðferftingar á umsóknum sínum (3. og 4. bekkur).
l. og II. BEKKUR:
Skólahverfin verða óbreytt frá s.l. vetri, að því und-
anskildu, að nem. 1. bekkjar búsettir í Blesugróf og
við Breiðholtsveg sækja nú gagnfræðadeild Miðbæj-
arskóla. Þann skóla sækja einnig nemendur búsettir
í Hvassaleitishverfi (vestan Háaleitisbrautar).
Nemendur 1. bekkjar hafi með sér barnaprófsskírteini.
III. bekkur LANDSPRÓFSDEILDIR:
Þeir, sem luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Haga-
skóla og Vogaskóla, mæti hver í sínum skóla, aðrir,
er sótt hafa um landsprófsdeild, komi í Gagnfræða-
skólann við Vonarstræti.
III. bekkur ALMENNAR DEILDIR:
Nemendur, er luku unglingaprófi frá Hagaskóla og
Vogaskóla mæti hver i sínum skóla. Nemendur frá
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og Miðbæjarskóla mæti
í Gagnfræðaskóla Vesturbæjár. Aðrir, er sótt hafa um
almennar deildir, komi í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar.
III. bekkur VERZLUNARDEILDIR:
Umsækjendur mæti þar, sem þeir hafa fengið loforð
um skólavist.
m. bekkur VERKNÁMSDEILDIR:
Hússtjómardeild: Umsækjendur komi í Gagnfræða-
skólann við Lindargötu.
' Sauma- og vefnauardeild: í Gagnfræðaskólann við
Lindargötu komi umsækjendur, er unglingaprófi luku
frá þeim skóla og frá Miðbæjarskóla. í Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar komi umsækjendur með unglinga -
próf frá þeim skóla og Hagaskóla. Aðrir umsækj-
endur, um sauma- og vefnaðardeild, komi í Gagn-
fræðaskóla verknáms, Braytarholti 18.
Trésmíðadeild: í Gagnfræðaskóla verknáms komi um-
sækjendur, er luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, Laugarnesskóla, Réttarholtsskóla og
Vogaskóla. Aðrir umsækjendur um trésmíðadeild
komi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Hringbraut 121.
Jámsmíða- og vélvirkjadeild: Umsækjendúr mæti í
Gagnfræðaskóla verknáms.
Sjóvinnudeild: Umsækjendur komi í Gagnfræðaskól-
ann við Lindargötu.
Umsækjendur 3. bekkjar hafi með sér prófskírteini.
IV. BEKKUR:
Umsækjendur mæti þar, sem þeir hafa sótt um skóla-
vist.
Nauðsynlegt er, að nemendur mæti eða einhver fyrir
þeirra hönd, annars eiga þeir á hættu að missa af
skólavist.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
Miklar framkvæmdir vii
nýja Keflavíkurveginn
— en ástnnd gamla vegarins bágborið
1 allt surnar hefur verið unnið
stanzlaust að framkvæmdum
við Keflavíkurveginn. 1 sum-
ar var unnið að því að gera upp
fyllingu nýja vegarins alla Ieið
suður á Hvassahraun og sýnir
myndin hvar endinn á þeim vegi
er nú kominn, en gamli Kefla-
víkurvegurinn liggur við hlið
hans.
í næstu viku á svo að byrja
að steypa þann hluta vegarins,
sem liggur fram hjá Hafnarfirði,
frá Engidal og suður á bóginn.
Eru steypuvélar nú komnar á
staðinn og nokkuð magn af sem
enti, en þegar steypuvinnan byrj
ar verður farið að flytja sement
með skipi til Hafnarfjarðar.
Á meðan þessar framkvæmdir
standa yfir, kvarta bifreiðastjór
ar á Suðurnesjum yfir því, að
viðhaldi gamla Keflavíkurvegar
ins sé mjög ábótavant. Sérstak-
lega hafa Sérleyfisbifreiðarnar
kvartað yfir þessu. Segja þeir
að ástand vegarins í sumar hafi
verið svo bágborið að þeir muni
ekki eftir öðru eins og eru sum
ir þó búnir að aka þennan veg í
20 ár. Vegna þessa sendu Sér-
leyfisbifreiðastöð Keflavíkur,
og Aðalstöðin bæjarstjóm Kefla
víkur nýlega bréf, þar sem þess
er farið á Ieit að hún vinni að
þvf ásamt þingmönnum kjör-
dæmisins að fá sem fyrst bætt
úr þessu ófremdarástandi.
Vegamálastjórnin hefur svar-
að kvörtunum þeirra Suðumesja
manna með því að þýðingar-
laust sé að bera ofan í veginn
þegar þurrkatíð sé, því að ofanf-
burður rjúki þá þegar burt úr
veginum. Þl verður núna með
haustinu unnið að þvf að aka
möl í veginn. Það sem af er
árinu hefur ofaníburður fyrir
hálfa milljón króna verið ekið
í veginn.
HELGAFELLSBÆKUR
Prentun jólabókanna f ár er haf-
in fyrir nokkru. Bókaútgefendur
hafa fengið handritin f hendurnar
og liggur nú Ijóst fyrir hvaða bæk-
ur munu verða á markaðnum.
Helgafellsútgáfan hefur upplýst
Vfsi um að frá henni muni koma
um 20 bækur af ýmsu tagi.
Merkastar þeirra verða eflaust
málverkabækur Ásgrfms og Blön-
dals, sem tilbúnar verða í næsta
mánuði. Málverkabók Ásgríms er
á allan hátt miklu meiri og glæsi-
legri/en hin fyrri, er var sú fyrsta
sem forlagið gaf út. í henni eru
meira en helmingi fleiri litmyndir
og flestar mun stærri. I fyrri bók-
inni voru aðallega myndir frá sfð-
ustu árum málarans, en í þessari
eru myndir frá öllum tímum. Þá
birtist í bókinni ný gerð af endur-
minningum Ásgríms, er Tómas
Guðmundsson skráði rétt áður en
Ásgrímur dó, bæði á fslenzku og
ensku. Bók Gunnlaugs Blöndal
verður með álíka mörgum litmynd
um og ritgerð eftir Eggert Stefáns-
son, prentuð á fjórum tungumál-
um, en inngang skrifar Ríkharður
Jónsson myndhöggvari. Bók þessi
hefur verið tvö ár f undirbúningi
og valdi Gunnlaugur allar myndir
sjálfur og kápumynd, langflestar
á yfirlitssýningu Menntamálaráðs.
Þá gefur Helgafell út skáldsög-
una Benóní eftir Hamsun í þýðingu
Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðar-
nesi, Vísnasafn Jóhanns frá Flögu
Höldum gleði hátt á loft og Stund
og staðir ný ljóðabók eftir Hannes
Pétursson. Var sagt frá henni hér í
blaðinu í gær.
Þrjár ijóðabækur gefur Helgafell
út en þær eru allar fyrstu bækur
höfundanna. En þeir eru Kristján
rnason, Þóra Magnea, 16 ára
stúlka úr Reykjavík og Guðmund-
ur Sigurðsson velþekkt gaman-
vísnaskáld.
Þá kemur út bókin Dagleið á
Fjöllum, sem ekki hefur fengizt í
30 ár. Síðast en ekki sízt kemur
út leikrit Kiljans Prjónastofan Sól-
in. Mun hún koma í október.
Afgreiðslumaður
AfgreiÖslumaður óskast í véla- og varahluta-
verzlun. Umsókn ásamt uppl. um fyrri störf
sendist blaðinu fyrir 20. þ. m. merkt Véla-
verzlun.
)