Vísir


Vísir - 15.09.1962, Qupperneq 7

Vísir - 15.09.1962, Qupperneq 7
Laíigardagur 15. sept. 1962. Varað við ... .i .— þróun í flugmálum Fulltrúar flugfélaga um allan heim, sem nú eru saman komnir á IATA-þinginu í Dublin á írlandi, eru nú flestir sammála am þaB að í algert óefni sé komið með fjár hag félaganna vegna hinná nýju og dýru flugvéla. Og nú þegar það blasir annars við að veríð sé að smíða enn fullkomnari og dýrari flugvélar, sem eiga að fljúga hrað ar en hljóðið. Ef hin harða sam- keppni knýr flugfélögin til að fara út í kapphlaup með slíkar vélar getur það þýtt nýjan milljarðahalla, en eins og kunnugt er töpuðu flug- félög heims um 10 milljörðum króna á einu ári vegna hinna nýju farþegaþota, sem ekki fengu nógu marga farþega. Á IATA-þinginu hafa komið fram margir ræðumenn sem vara við þessari þróun og hefur það álit sérfræðinga komið fram, að með auknum hraða flugvélanna muni jafnframt .fjölga flugslysum. Hef- ur það álit m.a. komið fram að svo geti farið innan fárra áratuga að stór flugslys verði annan hvem dag og að 10 þúsund manns láti lífið á ári í flugslysum. Einn fremsti flugmálasérfræðing- ur Breta, Brabazon Iávarður tók m. a. til máls á þinginu og varaði flug- félögin alvarlega við þessari þróun. Sagði að það væri ekki þessi gíf- urlegi hraði sem farþegarnir sækt- ust fyrst og fremst eftir, heldur að komast vegar sfns. Yfirgnæfandi meirihluti farþega stæði á sama og þætti jafnvel þægilegra að fara með tiltölulega hægri ferð. Hann benti m.a. á það að sl. ár hefðu 800 þúsund manns kosið að ferð- ast með skipum yfir Atlantshafið, þó sú ferð tæki fimm daga. Að lokum sagði Brabazon lávarð ur: — Við þurfum að kasta nýju risaflugvélunum burt af teikniborð- unum. Þær munu sliga flugfélögin fjárhagslega og gera ferðalögin ó- 'þægilegri og hættulegri. í stað þess skulum við fá okkur risastóra loft- strætisvagna sem taka nokkur hundruð farþega, en gefa farþegun um örugga, þægilega og ódýra ferð með 300 km hraða á klst. Maður siasast í fyrradag siasaðist niaöur er hann var að taka gastæki af bifreið. Slys þetta skeði á mótum Lauga-1 nesvegar og Rauðalækjar. Féll járn-1 hleri ofan á höfuð mannsins þar sem hann var að fást við gas- tækið. Maðurinn heitir Haukur Guð jónsson til heimilis að Drápuhlíð 31. Talið er að hann muni ekki hafa slasazt alvarlega. Innbrot Innbrot var í fyrrinótt framið í sælgætisskúr sem ÍBR hefur á íþróttavellinum á Melunum. Einhverju hafði verið stolið af sælgæti og vindlingum og er mál- ið nú til rannsóknar hjá lögregl- unni. V'lSIR 7 Rafveitustjórar í Kefíavík Hið árlega þing rafveitu- stjóra var haldið í Keflavik dagana 23.—25. ágúst. Sóttu þingið 40 rafveitustjórar víðs vegar að af Iandinu. Fundir voru haldnir í Keflavík, en fundarmenn dvöldu á Flugvall- arhótelinu og höfðu einnig fæði þar. Rafveitustjórunum var boðið að skoða aflvélar flotastöðvar- innar, á meðan þeir dvöldu þar. Vélar þessar eru ekki notaðar að staðaldri þar sem flugvöllur- inn kaupir rafmagn frá Sogs- veitunni. Ein hinna stóru diesel- véla var þó sett í gang á meðan þeir voru þar. Einnig skoðuðu þeir skipti- stöð vallarins, sem breytir spennunni úr 220 volta, 50 riða spennu, sem hér er notuð, í 110 volta og 60 riða spennu, sem öjl tæki eru gerð fyrir. Vakti það sérstaklega athygli hve hreinlega er um allt gengið. 30 af rafveitustjórunum voru með konur sínar með sér. Var þeim boðið til hádegisverðar í liðsforingjaklúbbnum af kven- félagi þar syðra. Á eftir var þeim síðan sýnd Itvikmynd af frú Kennedy, þar sem hún sýnir Hvíta húsið. Myndin er af Rafveitustjór- unum, þar sem þeir horfa á, er ein af aflvélunum á Kefla- víkurflugvelli er sett í gang. Ungur tenórsöngvari heldur s'ma fyrstu hljómleika Blaðamönnum var boðið heim til Ragnars Jónssonar formanns Tónlistarfélagsins í gær og gafst þeim kostur á að heyra Ólaf Jónsson syngja nokkur lög. Rögnvaldur Sigurjónsson lék undir Það er ekki oft sem íslendingar leggja leið sína út í lönd og stunda þar söngnám í fleiri ár. Við erum áöngelskir menn íslendingar, en fæstir gera samt listina að ævistarfi sínu. Það vekur því ætíð nokkra athygli, þegar ungir menn koma frá löngu námi og hyggjast troða upp, „debutera“ hér heima. Ungur Reykvíkingur og tenór söngvari, Ólafur Jónsson, korn heim í vor eftir fjögurra ára söngnám ytra og heldur sína fyrstu hljómleika hér á landi i næstu viku. Áður hefur hann sungið á fjölda nemendatón- leika, bæði hér heima og ytra, en aldrei fyrr hefur hann efnt til sjálfstæðra hljómleika. Ólafur hóf í fyrstu nám hér heima bæði hjá Sigurði Skag- field og Demetz. Einnig lærði hann tónfræði hjá Urbancic og stundaði nám í leikskóla Þjóð- leikhússins. Eftir það hélt hann utan, var fyrst eitt ár í Þýzka- landi og síðan 3 ár í Vín. Þar var hann í einkaskóla Lilly Kundegrabar, mjög þekktum söngkennara þar í borg. Lagði hann helzt áherzlu á ljóðasöng og óperur og yfirleitt allt það sem viðkom tónlist. Ólafur hyggst fara utan aftur i haust, í einn vetur enn og . starfa síðan við óperúna í Bern. Hefur hann fengið' tilboð um að syngja þar sem fyrsti kraft- ur við óperuna. Verður hann væntanlega þar um eitt ár. Hljómleikar Ólafs verða n.k. þriðjudag og miðvikudag kl. 7 báða dagana. Verða þeir aðeins fyrir styrktarfélaga Tónlistar- félagsins. Píanóleikari verður Rögnvaldur Sigurjónsson. Að uton Framhald af bls. 9. hann hafi orðið að súpa seyðið af ósamkomulagi Castro og Escalante og fyrir að hafa ekki afstýrt deilum. Eftirmaður háns er Alakselev sérfræðingur i suður-amerískum vandamálum Hann starfaði áður sem maður nr. 3 í rússneska sendiráðinu. I síðasta mánuði flaug bróðir Castro, ráðherrann Raul Castro með leynd til Moskvu ásamt nýja sendiherranum. Dýrkeyptur sigur. Það liggur ljóst fyrir að Rúss land hefur ekki efni á að missa Castro, og verður því að sóa í hann lánum og gjöfum. En Moskva hefur einnig uppgötvað að ósigur Bandaríkjanna þýðir ekki alltaf sigur fyrir Rússa. Kúba hefur a.m.k. orðið dýr keyptur sigur. Þegar pólski utanríkisráð- herrann Adam Rapacki heim- sótti eyna, á hann að hafa sagt, að sjálfrar sín vegna og til að bjarga landinu frá gjaldþroti, þá'ætti Kúba að leita hófanna uni friðsamlega sambúð — við Bandaríkin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.