Tölvumál - 01.06.1995, Síða 27
Júní1995
ÍST 32 frá sjónarhóli SÍH
Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á hádegisfiundi SI 6. apríl 1995
Eftir Eggert Claessen
Undirritaður er fulltrúi Sam-
taka íslenskra Hugbúnaðarfram-
leiðanda (SIH) í tækninefnd sem
hefur unnið að endurgerð ÍST 32.
Til þess að útskýra örstutt hvað
SÍH er, þá er það hagsmunasamtök
fyrirtækja sem hafa hugbúnaðar-
gerð að megin starfsemi sinni.
Hagsmunamál SIH eru nær
óteljandi en engu að síður eru mörg
stór mál og brýn sem samtökin
hafa beitt sér fyrir. Sjálfsagður
hlutur eins og að viðurkenna hug-
búnaðargerð sem iðnað og jafn-
ræði í skattlagningu, aðgang að
tjárfestinga- og rannsóknarsjóðum
er eitthvað sem ekki varð að
veruleika fyrr en á síðasta ári sem
segir meira en margt annað um það
mikla starf sem SIH er að vinna.
Annað stórt hagsmunamál er
það samkeppnisumhverfi sem
fyrirtækjunum er skapað. Það
skiptir auðvitað miklu máli í hvaða
leik sem er að reglumar sem spilað
er eftir séu þekktar og ekki síður
að farið sé eftir þeim. Varðandi
þessar leikreglur þá hefur stjórn
SÍH horft mikið til staðla í þessu
efni. í öllu alþjóðlegu samstarfi eru
staðlar notaðir til þess að koma
reglu á hlutina. Hver kannast ekki
við staðla eins og GSM, ISDN
o.s.frv.
SÍH hefur þess vegna tekið
virkan þátt í staðlastarfi og eins og
öðru starfi þar sem verið er að
móta reglur um samskipti aðila á
tölvumarkaðinum. SIH hefur áður
átt fulltrúa í tækninefnd sem var
RUT nefndin til ráðgjafar og sú
nefnd skilaði af sér innkaupa-
handbók ríkisins í UT sem hefur
haft mikil áhrif á kaup ríkisins á
UT.
Markmið SIH með þessari
þátttöku er að koma á framfæri
sjónarmiðum hugbúnaðarfram-
leiðenda. Einnig að leggja eitthvað
af mörkum til þess að leikreglur
markaðarins verði skýrar og
réttlátar. Það verður líka að koma
fram að útboð á hugbúnaðar-
sviðinu hafa verið afar fá, svo ekki
sé fastar að orði kveðið, og því
nauðsynlegra en ella að festa reglur
um slík útboð svo aðilar mark-
aðarins kynoki sér ekki við að beita
útboðsaðferðinni.
I þessari stuttu greinagerð ætla
ég hvorki að rekja efni staðalsins,
né tala um það sem ekki er í
staðlinum, heldur minnast á
nokkrar áherslur sem ég tel mjög
mikilvægar í þessari nýju útgáfu
staðalsins frá sjónarhóli SÍH.
Forsenda fyrirvali
Það er nýmæli í ÍST 32, að
tekið sé fram að sá sem er að bjóða
út verk þarf að segja skýrt fyrir-
fram hvaða reglum á að beita við
val á verktaka. Eða eins og og segir
í staðlinum, „Tilgreina skal allar
forsendur sem kaupandi byggir
valið á, í réttri röð eftir mikilvægi
efþví verður við komið. Hér koma
til greina atriði svo sem verð,
afhendingartími, rekstarhag-
kvæmni, gæði, tæknilegir kostir,
útlit og notagildi, viðhaldsþjónusta
og tæknihjálp. Ef lægsta verð
einvörðungu ræður vali samn-
ingsaðila skal þess getið. Einnig
skal það koma fram ef verkkaupi
áskilur sér rétt til þess að velja tvo
eða fleiri bjóðendur til samn-
ingagerðar.“ Þetta ákvæði er í fullu
samræmi við þann grunntón sem
er að finna í útboðsreglum
Evrópubandalagsins sem við
íslendingar þurfúm að hlíta. Einnig
er þetta mikilvægt í ljósi reynsl-
unnar því deilur vegna niðurstöðu
útboða hafa risið vegna þess að
verkkaupinn hafði ekki nægilega
mótaða hugmynd um hvað hann
vildi.
Tilboði hafnað
Það hefúr borið á því að verk-
kaupi skili ekki gögnum eftir að
útboði er lokið og búið er að velja
bjóðanda til samningsgerðar. I
staðlinum segir: „Ef tilboði er
hafnað, ber verkkaupa að skila
bjóðanda öllum tilboðsgögnum
öðru en tilboðsyfirliti, nema um
annað sé samið. Eigi má verkkaupi
hagnýt sér gögn eða nýja hönn-
unarlausnir er fylgdu tilboði sem
hafnað hefur verið“. Það er mjög
mikilvægt að verkkaupinn sýni
bjóðendum lágmarks kurteisi og
virði rétt þeirra.
Höfundarréttur
Hér er komið alþekkt þrætuepli
í hugbúnaðargeiranum. í forstaðl-
inum IST 32 var ekki neitt tekið á
Tölvumál - 27