Tölvumál - 01.12.1995, Page 8

Tölvumál - 01.12.1995, Page 8
Desember 1995 Netvædd margmiðlunarstarfsemi __________Eftir Juergen Obermann Þýðing Jón Dalmann Þorsteinsson Það færist í aukana að verk- færi á tölvum innihaldi marg- miðlunarefni í formi texta, kyrr- mynda, hljóðs og hreyfimynda. Þessi áhrifamiklu verkfæri verða nú fáanleg fyrir sjálfstæðar borð- tölvur. Notendur margmiðlunar í viðskiptaheiminum vilja nú nýta kosti hennar í samskiptum innan fyrirtækjanna í heild með því að gera margmiðlun tiltæka á sam- tengdum netum. Dæmi um notkun netvæddar margmiðlunar eru m.a.: • Skjöl í tölvu með skýringum og athugasemdum í tali og myndum, svo sem margmiðl- unar-tölvupóstur og verkefni vinnuhópa. Þar sem þessi verkfæri geta sent mjög full- komnar upplýsingar í hverju skeyti, gera þau samskipti milli starfsmanna, viðskipta- vina, seljenda og viðskiptafé- laga auðveldari og skilvirkari. • Margmiðlunar-gagnagrunnar sem geyma bæði venjulegan texta og kyrrmyndir, hljóð og stuttar hreyfimyndir. Með slíkum gagnagrunnum má gera ítarlegar upplýsingar um vörur og aðferðir tiltækar fyrir allar einingar í fyrirtækinu. • Tölvufundir þar sem tveir eða fleiri þátttakendur eru tengdir um samtengd net. Þátttakend- ur geta haft litlar sjónvarps- myndavélar ofan á tölvum sínum og séð hver annan í gluggum á tölvuskjánum. Þar sem koma má á netsambandi milli þátttakenda á fjarlægum stöðum, má með tölvufundum minnka ferðakostnað veru- lega og auka framleiðni fyrir- tækja. Á tölvufundum er oft hægt að nota sameiginleg hjálpartæki, svo sem rafrænar risstöflur. • Fjamámskeið sem fara fram með beinum útsendingum eða sjálfvöldu sjónvarpsefni. Sé hægt að bjóða þjálfunarnám- skeið á hvaða tíma sem hentar og án tillits til fjarlægðar, má minnka kostnað fyrirtækja við þjálfun starfsmanna og ferða- lög. • Sjónvarpsútsendingar um staðarnet (LAN). Beinar út- sendingar má senda um stað- arnet til einstakra vinnu- stöðva. Þetta er oft kallað LAN-sjónvarp og notkun þess getur verið mikilvæg fyrir fjármálaþjónustu og aðrar viðskiptagreinar sem eru háð- ar því að fá fréttaskeyti beint (á rauntíma). • Gagnvirkar netbúðir þar sem margmiðlun er notuð til að sýna vörur og veita upplýs- ingar um þær. Slíkum búðum má koma fyrir í skrifstofum útibúa, smásöluverslunum, þjónustumiðstöðvum eða öðr- um stöðum sem ætlaðir eru fyrir viðskiptavini. Viðfangsefni, sem nota marg- miðlun sem miðlað er um sam- tengd net, má skipta í flokka eftir því hversu næm þau eru fyrir seinkun og eftir fjölda nethnúta sem eru tengdir samtímis. Notk- un á gagnastreymi frá geymslu- miðlum eru ekki næm fyrir seinkun, en verkefni sem byggj- ast á rauntímagagnvirkni eru næm fyrir seinkun í netinu. Sam- skipti geta farið fram á milli tveggja hnúta á netinu eða sem útsending frá einum til margra nethnúta. Við sjónvarpsútsendingar um staðarnet til margra punkta á net- inu eru dagskráratriði geymd sem gagnastreymi. I gagnvirkum net- búðum er hins vegar byggt á rauntímaupplýsingum sem eru sendar um netið til tiltekinna hnúta. Seljendur margmiöl- unarbúnaðar Hér verða taldir upp nokkrir þessara seljenda og vörur þeiiTa: Apple Computer: Quicktime Conference (QTC), fyrir tölvu- fundi InSoft: Communique!, tölvu- fundir. Intel: CNN at work, sjónvarp fyrir staðamet, og ProShare, fyrir tölvufundi. InVision: tölvufundir og In- VisionTV, sjónvarp fyrir staðar- net. Lotus: Video for Notes, vara til upplýsingamiðlunar og þróun- ar verkefna fyrir vinnuhópa. nCube: hraðvirkur hreyfi- myndamiðlari. Silicon Graphics: InPerson, fyrir tölvufundi. Starlight Networks: hrað- virkur margmiðlunarhugbúnaður | fyrir net. 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.