Tölvumál - 01.12.1995, Side 10

Tölvumál - 01.12.1995, Side 10
Desember 1995 Þessi verkfæri og mörg önnur sem nú eru að koma fram, hljóta að valda auknum kröfum um margmiðlun á samtengdum net- um fyrirtækja. Netvædd margmiðlun er staðreynd Netvœdd margmiðlun, svo sem fyrir tölvufundi, fjamám, gagnvirkar netbúðir og upplýs- ingamiðlun milli vinnuhópa get- ur haft mikilvægt gildi í flóknu viðskiptaumhverfi. Þrjú lykilat- riði em forsenda þess að annast margmiðlun milli neta: • Breytanleg, hagkvæm band- breidd bæði innan samtengda netsins og til skjáviðmótsins. • Stöðug gæði þjónustu fyrir það gagnaflæði sem er næmt fyrir seinkun. • Skilvirk leiðstjóm fyrir verk- efni sem hafa samskipti við marga á netinu samtímis. Bandbreidd á sam- tengdum netum Eigi margmiðlun að skila við- unandi árangri þarf næg band- breidd að vera fyrir hendi á þremur stöðum: í víðnetinu (WAN), netstofni vinnusvæðisins eða vinnuhópsins og í staðamet- unum (LAN) sem tengja borð- stöðvar og tæki. Bandbreidd til skjáviðmótsins Mörg staðarnet geta nú veitt þá bandbreidd sem þarf fyrir ein- falda margmiðlun. Sé band- breiddin ekki nægileg, eru nokkr- ir kostir fyrir hendi til að auka hana. Þessir kostir eru misjafn- lega dýrir og skila mismunandi árangri. • Leiðargreining á staðarnet- um. Umsjónarmenn neta geta skipt staðametum í hluta með því að nota Ethernet leiðar- greina. • Gagnaviðmót með rafleiðara- dreifingu (Copper Distributed Data Interface - CDDI). Nú má nota með LAN miðlurum hraðvirka tengimöguleika svo sem CDDI, sem vinnur á 100 Mb, til að auka þá bandbreidd sem er fyrir hendi. • Osamstilltur flutningsháttur (ATM) á 25 Mh. Tillögur hafa verið gerðar um tvær aðferðir sem vinna á 25 Mb. Báðar þessar aðferðir má nota til að skila ATM til skjáviðmótsins. • Hraðvirkt Ethernet. Tvö hrað- virk tæki verða brátt fáanleg: 100 Mb Ethernet (þekkt sem Fast Ethernet) og lOOBaseVG Haft eftir frumkvöðlunum ... Tölvur framtíðarinnar verða vart þyngri en 1,5 tonn. (Popular Mechanics, 1949) Eg held að það sé markaður fyrir um það bil fimm tölvur í heiminum. (Thomas Watson, stjómarformaður IBM, 1943) Ég hef ferðast vítt og breitt um landið og talað við menn sem hafa vit á þessum hlutum og ég get fullvissað ykkur um að tölvuvinnsla gagna verður úr sögunni í lok ársins. (Ritstjóri bóka fyrir viðskiptamarkaðinn hjá Prentice Hall, 1957) Já, en hvaða gagn er að þessu? (Ummæli af hálfu verkfræðings hjá IBM um kísil- flöguna/örgjörvann, 1968. Sá vann hjá þróunardeild tölvumála hjá IBM) Það er engin ástæða til að ætla að almenningur vilji eignast tölvur. (Ken Olsen, forstjóri, stjómarformaður og stofnandi Digital Equipment Corp., 1977) 640K á að vera yfirdrifið nóg fyrir alla tölvunoténd- ur. (Bill Gates, 1981) 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.