Tölvumál - 01.12.1995, Side 18

Tölvumál - 01.12.1995, Side 18
Desember 1995 LÍSA, samtök um samræmd landfræðileg upplýsingakerfi á íslandi Eftir Porbjörgu Kr. Kjartansdóttur LÍSA er samstarfsvettvangur stofnaður með það markmið að stuðla að samstarfi stofnana og fyrirtækja um staðbundnar upp- lýsingar þar sem hver stofnun eða fyrirtæki leggur til upplýs- ingar um gögn á sínu sérsviði. Samræmd landfræðileg upp- lýsingarkerfi mun auðvelda áætl- anagerð, skipulagsvinnu og gera ákvarðanatöku markvissari. Samnýting gagna mun lækka kostnað við gagnaöflun verulega og hafa í för með sér hagkvæmni og hagræðingu í rekstri. í stjórn LÍSU eru sjö fulltrúar og er formaður samtakanna Guðni P. Kristjánsson, Vegagerð- inni og varaformaður er Heiðar Þ. Hallgrímsson, Borgarverk- fræðingsembættinu. Fram- kvæmdastjóri samtakanna er Þor- björg Kr. Kjartansdóttir. Skrif- stofa LÍSU er í Borgartúni 7. Samtökin eru fjárhagslega sjálf- stæð og reksturinn er fjármagn- aður með aðildargjöldum, sem voru um tvær milljónir króna síð- asta ár. Samtökin eru stofnuð 24. mars 1994 á grundvelli tilrauna- verkefnis umhverfisráðuneytis um samstarf stofnana og fyrir- tækja á sviði landfræðilegra upp- lýsingakerfa. Hvað er landfræðilegt upplýsingakerfi? Landfræðilegar upplýsingar eru hlutir sem vísað er til með staðsetningu sem er háð yfirborði jarðar, hvort sem um er að ræða undir, á eða fyrir ofan yfirborð jarðar. Staðsetning getur verið bein eða óbein. Með beinni stað- setningu er átt við hnitakerfi sem skilgreinir yfirborð jarðar með stærðfræðiformúlum. Obeint staðsetningarkerfi er kerfi sem lýsir staðsetningu án hnita, t.d. póstnúmer eða hreppar. Landfræðilegt upplýsinga- kerfi geymir staðbundnar og hnitbundnar upplýsingar. LUK er tölvubúnaður sérstaklega hann- aður til að tengja og sýna land- fræðlegar upplýsingar á kortum. Með LUK er hægt að samræma gögn frá ólíkum svæðum, tengja töflur og texta við kortagrunna og meðhöndla gögnin á ýmsan hátt. Starfsemi samtakanna Starf samtakanna fer að miklu leyti fram í vinnunefndum og í almennu kynningar- og útgáfu- starfi. Starfandi eru vinnunefndir sem taka á nokkrum af helstu verkefnum LISU: Nefnd sem vinnur að gerð könnunar um stafræn gögn hér á landi. Ætlunin er að gefa út yf- irlit um stafræn landfræðileg gagnasöfn. Orðanefnd LÍSU sem vinnur að gerð lista yfir orð og hugtök um landfræðileg upplýsingakerfi. Nefnd um samskipta- og staðlamál sem kannar hvernig stofnanir og fyrirtæki skiptast á gögnum í dag, hvaða vandamál eru því tilheyrandi og kemur með tillögur um leiðir til úrbóta. Tækninefnd um landupp- lýsingakerfi stofnuð af Fagráði í upplýsingatækni í samráði við LÍSU. Nefndin á að koma með tillögur um hvernig gæta á hags- muna íslands í alþjóðlegu sam- hengi á þessu sviði. Útgáfu- og kynningar- starfsemi Haldnir eru kynningarfundir og ráðstefnur um málefni sem varða þróun landfræðilegra upp- lýsingakerfa hér á landi. A árinu 1995 voru haldnar ráðstefnumar „Landfræðileg upplýsingakerfi; staðlar og samstarf1 10. mars sl. og „Landfræðileg upplýsinga- kerfi og hafið“ þann 28. mars sl. 2.-4. nóvember sl. hélt AM/FM- GIS, Nordic Region ásamt LÍSU samnorrænu ráðstefnuna „LUK á nýjum leiðum“. Aðilar að LÍSU fá fréttabréfið „LÍSUFRÉTTIR“ sem kemur út að jafnaði á tveggja mánaða fresti og fá afslátt á ráðstefnur og fundi á vegum samtakanna. Skrifstofa LÍSU er miðstöð upplýsinga um þróunina hér á landi og erlendis, þar eru m.a. skýrslur, bækur og tímarit á sviði landfræðilegra upplýsingakerfa. Öflun nýrra félaga og tengsl við erlend landssamtök. Unnið er að kynningu á starfsemi samtak- 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.