Tölvumál - 01.12.1995, Page 19

Tölvumál - 01.12.1995, Page 19
Desember 1995 Gagnasöfnun anna innalands og að samstarfi við erlend samtök, t.d. á hinum Norðurlöndunum. Hvers vegna aöild? Flestar opinberar stofnanir, sveitarfélög og mörg fyrirtæki nota landfræðilegar upplýsingar og fjárfesta í tölvubúnaði til vinnslu þeirra gagna. Að stuðla að samræmingu, samstarfi og að betri nýtingu landfræðilegra gagna er því eðlilegur þáttur í þeirra starfi. Aðilar að LÍSU koma sínum hagsmunum á framfæri og hafa áhrif á þróun þessara mála hér á landi. Meðal verkefna er að koma á vinnureglum um samskipti og gagnaflutninga, um staðla, um framsetningu gagna og samræma notkun greinitalna. Skilgreina þarf eigna- og höfundarrétt og tryggja öryggi gagna og jafn- framt að sjá til þess að gögn verði aðgengileg og afnotaréttur tryggður. í LÍSU eru nú 30 stofnanir og fyrirtæki með alls 88 félaga. Stefnt er að því að fleiri bætist í hópinn svo að samtökin komi að sem mestu gagni. Meðal aðila í LÍSU eru: Ríkisstofnanir sem framleiða gögn á landsvísu. Sveitarfélög og fyrirtæki þeirra, en þau eru með stað- bundnar upplýsingar á ýmsum sviðum sem augljóslega hefur hagnýtt gild að samræma. Sölu- og þjónustuaðilar land- fræðilegra upplýsingakerfa og búnaðar til notkunar í tengslum við þau. Skólar og ráðgjafar sem kenna notkun LUK og vinna að rannsóknum þessu á sviði. Fyrirtæki sem þurfa fljótan og auðveldan aðgang að landfræði- legum gögnum t.d. verkfræði- stofur sem sinna byggingariðnað- inum, fyrirtæki innan samgöngu- og flutningsgeirans og fyrirtæki sem sinna eftirliti og öryggismál- um. Notkun staðbundinna gagna með möguleikum á myndrænni vinnslu eru kostur sem fleiri og fleiri nýta sér. Verið að taka LUK vinnslu í notkun innan ferðaþjón- ustu, banka- og tryggingarstarf- semi, í sölu- og markaðsfyrir- tækjum og í uppbyggingu á heil- brigðis- og félagsþjónustu. Aðild að LÍSU Fulla aðild hafa svo nefndir fulltrúar.Aðildargjald fyrir fulla aðild er kr. 50.000,- Aðildargjald fyrir viðbótarfulltrúa frá sama aðila er kr. 25.000.- Hægt er að fá aukaðild að samtökunum, en þeir félagar hafa hvorki atkvæðisrétt né kjörgengi. Aðildargjald er kr. 5.000,- fyrir aukaaðild. Þorbjörg Kr. Kjartans- dóttir er framkvœmda- stjóri LÍSU. Tölvumál -19

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.