Tölvumál - 01.12.1995, Page 21

Tölvumál - 01.12.1995, Page 21
Desember 1995 1. hluti: Netheimar Fyrst er fjallað um gildi þess að geta notað tölvusamskipti þannig að þau gagnist í leik og starfi. Bent er á innlend og erlend dæmi um notkun sem komið hef- ur að gagni sem og rætt við fólk á netinu sem hefur séð sér hag í að nota netið. Sagt er frá Anne- Tove, konu Odd, hún er með mjög alvarlegan nýrnasjúkdóm sem erfitt hefur verið fyrir lækna að fást við. Þau hjónin hafa feng- ið lækna til að lesa gögn sem finnast á netinu og þau hafa kom- ið að góðum notum. Nú í nóvem- bermánuði gaf Odd síðan Anne- Tove annað nýrað og virðist hún ætla að ná sér. Einnig er talað við Viðar Gíslason sem fatlaðist af völdum heilablóðfalls nítján ára gamall og er nú bundinn hjólastól með einungis eina hreyfingu. Netið gerir honum kleift að hafa samskipti við aðra á eigin for- sendum. í fyrsta hlutanum er einnig fjallað um uppbyggingu og inn- tak netheima, um BBSa, póst- lista, ráðstefnukerfi, gagnasöfn á netinu, gagnaflutningsnet og tövusamskiptanet eins og t.d. FidoNet, I-Com, Infonet, Internet og önnur. Þá er fjallað um notk- un vahnynda, hvernig sérfræð- ingar fara að og ýmsar leiðir til að sníða tölvusamskiptin að þörf- um og áhugasviðum sínum í stað þess að fara hefðbundnar leiðir. Hér gæti lesandinn fengið hug- myndir um hvernig hann geti sjálfur hagað tölvusamskiptum á skilvirkari hátt. 2. hluti: Hagnýting An efa er annar hluti bókar- innar sá sem er hvað fjölbreytt- astur og býður upp á mest af sniðugum hlutum á netinu. Þar er meðal annars fjallað um tóm- stundaiðju, leiki og skemmtun, hvar hægt sé að finna leikjahug- búnað, og einnig er fjallað um hættuna á tölvuveirum. Bent er á staði sem eru áhugaverðir fyrir þá sem ætla í ferðalag, stunda frí- merkja- og myntsöfnun eða hafa áhuga á ættfræði, tónlist og mörgu fleiru. Einnig er bent á staði þar sem fjallað er um heim- ilið, menntun og atvinnu, hvernig hægt sé að stunda atvinnuleit í gegnum mótald og hvernig megi stunda atvinnu heima. Heilbrigð- ismálum eru gerð skil og bent á staði þar sem fá má upplýsingar um sjúkdóma og heilbrigðismál. Þar er einnig bent á staði þar sem sjúklingar haldnir ákveðnum sjúkdómum geta hitt aðra sem er eins ástatt um og spjallað. Daglegar fréttir á tölvutæku formi geta verið mjög áhuga- verðar og oft má lesa fréttir fyrr þar en í fjölmiðlum hér heima. Vísað er á fjölmargar fréttaþjón- ustur en benda má á að Ásgeir Eggertsson, dagskrái'gerðarmað- ur hjá Ríkisútvarpinu, hefur tekið saman vefsíður sem vísa í fjöl- miðla um allan heim. Á netið er komið heilmikið af innlendum Tölvumál - 21

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.