Tölvumál - 01.12.1995, Síða 22

Tölvumál - 01.12.1995, Síða 22
Desember 1995 fréttamiðlum og tímaritum en helst vakti athygli okkar frábær framsetning Fasteignablaðsins á efni sínu. Þar er hægt að fletta upp eignum á söluskrá eftir stað- setningu og verðflokkum, ásamt því að sjá mynd af húseigninni. Flestir sem eitthvað hafa not- að tölvusamskipti vita hversu erfitt getur verið að finna efni við hæfi í þeim aragrúa upplýsinga sem til er í netheimum. í öðrum hlutanum er bent á leiðir til að leita markvisst í netheimum og finna heimildir og fjallað er um vinnubrögð. Vönduð vinnubrögð geta sparað mikinn tíma ásamt því að gera tölvusamskiptin að hagnýtara verkfæri. Fjölmargir ráfa um netheima án þess að finna nokkuð bitastætt né heldur átta sig á hvernig best sé að bera sig að. Vonandi koma þær að- ferðir sem bent er á í bókinni eitt- hvað að notum í þessu tilliti. Odd notar Compuserve þjón- ustuveituna mikið og því er heil- mikið af gagnlegum tilvísunum um hvernig hún nýtist og hvar megi finna góða staði. Einnig er kennd leit í umræðum á listserv póstlistum, í ráðstefnuumræðum sem og vefsíðum. Allt er þetta gagnlegt þeim sem markvisst vilja finna efni á netinu. 3. hluti: Betri aðferðir í þriðja og síðasta hluta bók- arinnar eru hagnýtar ábendingar svo sem um höfundarrétt, óskráð lög um framkomu á netinu, frið- helgi, skráaflutninga, faxþjónust- ur og fleira. Fjallað er um hug- búnað sem nota má við tölvu- samskipti og vísað á staði þar sem má finna hann. Skoðað er hvernig hægt er að byggja upp eigið gagnasafn og vanda sig við að henda upplýsingum sem hafa ekki hagnýtt gildi. Val á góðum verkfærum skiptir miklu máli þegar tölvusamskipti eru annars vegar og í þriðja hlutanum er bent á nokkur forrit sem að gagni geta komið. Síðan er fjallað um sjálfvirk tölvusamskipti, hvernig notand- inn getur sett upp skipanaskrár og þannig fengið tölvuna til að sjá um ýmislegt sem eru leiði- gjarnt og tímafrekt að vinna handvirkt. Um höfundana í upphafi þessa greinarkorns var fjallað dálítið um Odd de Presno. Hann er sérfræðingur á sviði Intemet og viðskipta. Vegna þessarar sérþekkingar sinnar og og vegna Kidlink-verkefnisins er hann eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. I október á þessu ári var hann með fyrirlestra í Japan. í nóvember fór hann til Suður- Ameríku þaðan sem hann kom til íslands eftir stutt stopp í Noregi. í heimalandi sínu er hann einnig eftirsóttur ráðgjafi fyrirtækja sem fá hann til að kenna sér hvernig þau geti nýtt sér tölvusamskipti markvisst í eigin þágu. Lára Stefánsdóttir hefur starf- að undanfarin ár hjá íslenska menntanetinu og hefur sérhæft sig í hagnýtri notkun Internet í námi og skólastarfi. Hún er að- stoðarstjórnandi Kidlink sam- skiptaverkefnisins og vinnur því náið með Odd frá degi til dags við stjórn þessa stóra verkefnis. Hún starfar nú sjálfstætt og er í meistaranámi í KHI í kennslu- fræði og upplýsingatækni. Hún hefur einnig tekið nám erlendis með hjálp tölvusamskipta. Lára hefur setið í nokkrum norrænum nefndum fyrir hönd Menntamála- ráðuneytisins í tengslum við tölvunotkun í skólastarfi og situr nú í nefnd Menntamálaráðuneyt- isins um stefnumótun í upplýs- ingatækni í menntamálum. Lars H. Andersen er borinn og bamfæddur Dani en hefur búið á íslandi undanfarin 23 ár. Hann vinnur við þýðingar og túlkun. Lars notar Internet mikið í starfi sínu við þýðingar. Hann hefur mikil samskipti við aðra þýðend- ur um heim allan og leitar upp- lýsinga hjá þeim eða í gagnasöfn- um á netinu um skilgreiningar hugtaka og orða þegar skýringar liggja ekki fyrir. Einnig afgreiðir Lars í vaxandi inæli þýðingar sínar á tölvutæku formi til við- skiptavina um netið. Segja má að ómögulegt væri að reka þýðing- arstofu á Akranesi nema fyrir til- stilli tölvusamskipta. Veftilvísun og netföng Upplýsingar um bókina Net- heimar er að finna á veffanginu: http://www.ismennt.is/ri/netheim- ar/ en einnig má senda fyrirspurn- ir til Láru á netfangið lara@is- mennt.is eða til Lars á netfangið lars@ismennt.is 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.