Tölvumál - 01.12.1995, Side 30

Tölvumál - 01.12.1995, Side 30
Desember 1995 Tenging hafnarstöðva Við hönnun kerfisins var lagt út frá því að allar hafnarstöðvar gætu sótt veðurupplýsingar frá öðrum hafnarstöðvum. Sem dæmi um slíka uppsetningu má nefna hafnarkerfið í Grindavík. Þar geta hafnsögumenn fylgst með veðri í Þorlákshöfn, auk þess sem upplýsingar um ölduhæð frá öldudufli út af Garðskaga fást í gegnum móttakara í Sandgerði. í Þorlákshöfn eru svo aftur sótt gögn frá Grindavík auk ölduhæð- ar frá dufli við Vestmannaeyjar. Ýmsir aðilar eru tengdir við upplýsingakerfið og sækja reglu- lega gögn þaðan. • Stöðvadeild Veðurstofunnar sækir nýjustu veðurgögn á klukkutíma fresti úr flestum stöðvunum. • Hafnamálstofnun safnar upp- lýsingum um ölduhæð og sjó- lag í kringum landið. • Sjómælingar Islands hafa beintengingu við mælistöð í Reykjavíkurhöfn. Flóðhæð- armælingar í Reykjavíkur- höfn eru grunnur að sjávar- fallatöflu, sem Sjómælingar gefa út árlega. Auk þess hafa aðrir nýtt gögn frá mælistöðvunum eins og Holl- ustuvernd ríkisins og aðilar sem unnið hafa að verkefnum tengd- um umhverfismati. Veðurstofan og Hafnamála- stofnun eru samtengd í gegnum Internetið og skiptast sjálfkrafa á mæligögnum. Langtímamælingar á sjávarhæð Jarðeðlisfræðideild RHÍ hef- ur umsjón með verkefni í Iang- tímamælingum á sjávarborði og landrisi. Tilgangurinn með því er að fá nákvæmt mat á meðal- sjávarhæð, en vegna breytinga á afstöðu tungls og jarðar er venjulega miðað við a.m.k. 19 ára samfelldar mælingar. í tengslum við það verkefni hefur Hugrún hf. sett upp mælistöðvar með sérstökum kvörðunarbún- aði umhverfis landið, sumar hverjar við afar erfiðar aðstæður svo sem á Skinneyjarhöfða. Nokkrar hafnarstöðvanna eru einnig útbúnar með slíkum kvörðunarbúnaði. Mælingar á sjólagi Að lokum má nefna verkefni í tengslum við mælikerfið, sem er athugun á öldugangi í höfnum. Þá er mælt samfellt á hverri sekúndu með þrýstinemum og upplýsingar sendar jafnóðum til úrvinnslu frá mælistöð til tölvu. Hægt er að tengja nokkra þrýstinema við hverja mælistöð. Nemamir eru ýmist festir við bryggju eða sökkt niður á sjávarbotn, innan eða utan hafnar þar sem þeir geta verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá landi. í úrvinnslunni eru merkin tíðnigreind, leiðrétt og síuð og þannig fæst mat á öldu- gangi og sogum í höfninnni og þar með öryggi skipa sem bundin eru við bryggju. Gögn þessi eru mjög mikil- væg fyrir ákvörðunartöku um hafnarframkvæmdir og um þess- ar mundir er t.d. verið að setja upp þrjár slíkar stöðvar fyrir Reykjavíkurhöfn, auk þess sem mælingar eru hafnar í Straums- víkurhöfn. Mælingar á sjólagi eru sjálfkrafa fluttar inn í upplýs- ingakerfið, þannig að fleiri aðilar svo sem eftirlitsmenn olíuskipa geta fylgst með því. Lokaorð Greinagóðar upplýsingar um veður og sjólag eru afar mikil- vægar fyrir okkur Islendinga. Upplýsingakerfi fyrir sjófarendur er hugsað til að mæta hluta af þeirri þörf og það hefur sýnt sig á þeim tíma sem kerfið hefur starf- að að áhugi manna er mikill. Sjálfvirkar veðurstöðvar geta í mörgum tilfellum leyst hefð- bundnar veðurathuganir af hólmi og greiður aðgangur að gögnum úr þeim eykur notagildi þeirra. Steingrímur Gunnars- son er verkfrœðingur hjá Hugrúnu hf. 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.